Svarti Pétur Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 5. júní 2014 07:00 Nú þegar sveitarstjórnarkosningar með sinni óvæntu trúarbragðaumræðu eru að baki langar okkur að fylgja eftir grein okkar sem birtist í Morgunblaðinu og á vef þjóðkirkjunnar, tru.is, þann 30. maí sl. og bar heitið stóra moskumálið. Þar leiddum við rök að því að þau viðhorf sem forysta Framsóknar í Reykjavík bar fram varðandi stöðu ólíkra trúarbragða í borginni sé í grunninn ekki svo fjarri því viðhorfi sem Siðmennt hefur haldið á lofti og hlotið stuðning fráfarandi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Framsóknarforystan í borginni mælir fram með meirihlutavaldi í trúarefnum á meðan mannréttindaráðsmenn vilja í krafti sama valds halda orðræðu trúarbragða utan almannarýmisins en einskorða hið opinbera samtal við almenn siðgildi byggð á veraldlegri heimsmynd og mannhyggju. Í grein okkar hvetjum við til þess að farin sé þriðja leiðin þótt ekki sé hún fyrirhafnarlaus; að ástunda samræðu og miðla gildum þvert á allar hugmyndir um aðgreiningu hins opinbera lífs frá einkalífinu. Segja má að tvær tilfinningar hafi einkennt moskumálið eins og það birtist í þjóðarsamtalinu. Annars vegar lá andúð í loftinu og var markvisst beitt á báða bóga og svo var öll umræðan líka skammar-miðuð ef svo má að orði komast. Andúð og skömm eru sterkar tilfinningar sem eiga mikla viðspyrnu innra með okkur hverju og einu. Þyngsta skömm sem hægt er að hugsa sér er líklega sú að vera viðfangsefni andúðar í eigin samfélagi. Þar vill enginn lenda. Þess vegna hendum við andúðinni og skömminni á milli okkar, enginn vill sjá þær stöllur en miklu heldur hafa þær á tryggum stað hjá einhverjum öðrum; framsóknar-rasistum, pólitískum rétttrúnaðar-popúlistum, síðskeggjuðum handhöggvandi heiðursmorða-múslimum eða ¥°€åßµ˜ç~! Svo lýkur kosningum, rykið sest og við erum öll hér og það er enginn að fara neitt. Þá er þörf á að ræða saman og reyna að skilja hvað gerðist. Hvernig stendur á því að önnur eins tilfinningabylgja skuli geta gengið yfir eina þjóð og haft augljós pólitísk áhrif? Þar sem er reykur þar er eldur segja menn. Eins mætti segja: Þar sem er andúð þar er skömm.Tími samræðunnar Skyldi andúðin sem leyst var úr læðingi í moskumálinu m.a. eiga rætur í sameiginlegri skömm? Allt frá því við hjónin vorum ungt háskólafólk á 9. áratugnum og „uppakynslóðin“ var og hét teljum við að tilfinning almennings fyrir því að vera peð í samfélaginu hafi farið stigvaxandi og að hún hafi náð vissum hæðum í fjármálabólunni og hruninu. Auðvitað eru engar svona skýringar tæmandi. Samt grunar okkur að dræm kjörsókn ásamt andúðar- og skammarmiðaðri kosningaumræðu eigi að hluta til skýringu sína í því að stórir hlutar samfélagsins upplifi sig setta til hliðar með einum eða öðrum hætti og að þjóðin sem heild sé þjökuð af þeirri spennu sem fylgi vaxandi mismunun. Hvers vegna ætti maður að taka þátt í kosningum í samfélagi sem sífellt skammar mann og bregður fyrir mann fæti? Og þegar hið opinbera samtal er lítið annað en skömm og ásökun, andúð og afsakanir er þá ekki rökrétt að grípa fegins hendi þegar kostur gefst á því að varpa skömminni á tiltekna þjóðfélagshópa? Ég er þó ekki síðskeggjaður múslimi eða grunsamlegur innflytjandi frá Austur-Evrópu. Ég er þó ekki hættulegur og óhreinn eins og sumir. Og þegar allt er hvort eð er ekkert annað en keppni um að koma sér að er þá ekki best að vera í góða liðinu, hafa fallegustu og réttustu skoðanirnar og vera slyngastur við að koma þeim á framfæri svo að maður sé örugglega hreinn og geðfelldur, óumdeildur og jafnvel sérfræðingur! Í nútímasamfélagi skammar og andúðar eru sérfræðingar þeir einu sem eru hólpnir, því þeir hafa engin trúarbrögð. Sérfræðingurinn er sá eini sem ekki þarf að skammast sín. Hann gefur álit en óhreinkar sig ekki, horfir án þess að snerta, gaumgæfir til þess að meta en er sjálfur ósnertur af öllu og öllum. Hann á sjónarhorn guðsins sem dó einhvers staðar í allri óreiðunni – hið hlutlausa sjónarhorn. Getur hugsast að nú sé að renna upp tími samræðunnar? Að við getum farið að setjast yfir verkefnið að vera manneskjur, hræddar og auðsæranlegar manneskjur sem erum hvert og eitt að reyna að finna út úr tilverunni og óttumst ekkert meir en þá stöðu að við eða börnin okkar sitji uppi með Svarta Pétur við spilaborð lífsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar sveitarstjórnarkosningar með sinni óvæntu trúarbragðaumræðu eru að baki langar okkur að fylgja eftir grein okkar sem birtist í Morgunblaðinu og á vef þjóðkirkjunnar, tru.is, þann 30. maí sl. og bar heitið stóra moskumálið. Þar leiddum við rök að því að þau viðhorf sem forysta Framsóknar í Reykjavík bar fram varðandi stöðu ólíkra trúarbragða í borginni sé í grunninn ekki svo fjarri því viðhorfi sem Siðmennt hefur haldið á lofti og hlotið stuðning fráfarandi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Framsóknarforystan í borginni mælir fram með meirihlutavaldi í trúarefnum á meðan mannréttindaráðsmenn vilja í krafti sama valds halda orðræðu trúarbragða utan almannarýmisins en einskorða hið opinbera samtal við almenn siðgildi byggð á veraldlegri heimsmynd og mannhyggju. Í grein okkar hvetjum við til þess að farin sé þriðja leiðin þótt ekki sé hún fyrirhafnarlaus; að ástunda samræðu og miðla gildum þvert á allar hugmyndir um aðgreiningu hins opinbera lífs frá einkalífinu. Segja má að tvær tilfinningar hafi einkennt moskumálið eins og það birtist í þjóðarsamtalinu. Annars vegar lá andúð í loftinu og var markvisst beitt á báða bóga og svo var öll umræðan líka skammar-miðuð ef svo má að orði komast. Andúð og skömm eru sterkar tilfinningar sem eiga mikla viðspyrnu innra með okkur hverju og einu. Þyngsta skömm sem hægt er að hugsa sér er líklega sú að vera viðfangsefni andúðar í eigin samfélagi. Þar vill enginn lenda. Þess vegna hendum við andúðinni og skömminni á milli okkar, enginn vill sjá þær stöllur en miklu heldur hafa þær á tryggum stað hjá einhverjum öðrum; framsóknar-rasistum, pólitískum rétttrúnaðar-popúlistum, síðskeggjuðum handhöggvandi heiðursmorða-múslimum eða ¥°€åßµ˜ç~! Svo lýkur kosningum, rykið sest og við erum öll hér og það er enginn að fara neitt. Þá er þörf á að ræða saman og reyna að skilja hvað gerðist. Hvernig stendur á því að önnur eins tilfinningabylgja skuli geta gengið yfir eina þjóð og haft augljós pólitísk áhrif? Þar sem er reykur þar er eldur segja menn. Eins mætti segja: Þar sem er andúð þar er skömm.Tími samræðunnar Skyldi andúðin sem leyst var úr læðingi í moskumálinu m.a. eiga rætur í sameiginlegri skömm? Allt frá því við hjónin vorum ungt háskólafólk á 9. áratugnum og „uppakynslóðin“ var og hét teljum við að tilfinning almennings fyrir því að vera peð í samfélaginu hafi farið stigvaxandi og að hún hafi náð vissum hæðum í fjármálabólunni og hruninu. Auðvitað eru engar svona skýringar tæmandi. Samt grunar okkur að dræm kjörsókn ásamt andúðar- og skammarmiðaðri kosningaumræðu eigi að hluta til skýringu sína í því að stórir hlutar samfélagsins upplifi sig setta til hliðar með einum eða öðrum hætti og að þjóðin sem heild sé þjökuð af þeirri spennu sem fylgi vaxandi mismunun. Hvers vegna ætti maður að taka þátt í kosningum í samfélagi sem sífellt skammar mann og bregður fyrir mann fæti? Og þegar hið opinbera samtal er lítið annað en skömm og ásökun, andúð og afsakanir er þá ekki rökrétt að grípa fegins hendi þegar kostur gefst á því að varpa skömminni á tiltekna þjóðfélagshópa? Ég er þó ekki síðskeggjaður múslimi eða grunsamlegur innflytjandi frá Austur-Evrópu. Ég er þó ekki hættulegur og óhreinn eins og sumir. Og þegar allt er hvort eð er ekkert annað en keppni um að koma sér að er þá ekki best að vera í góða liðinu, hafa fallegustu og réttustu skoðanirnar og vera slyngastur við að koma þeim á framfæri svo að maður sé örugglega hreinn og geðfelldur, óumdeildur og jafnvel sérfræðingur! Í nútímasamfélagi skammar og andúðar eru sérfræðingar þeir einu sem eru hólpnir, því þeir hafa engin trúarbrögð. Sérfræðingurinn er sá eini sem ekki þarf að skammast sín. Hann gefur álit en óhreinkar sig ekki, horfir án þess að snerta, gaumgæfir til þess að meta en er sjálfur ósnertur af öllu og öllum. Hann á sjónarhorn guðsins sem dó einhvers staðar í allri óreiðunni – hið hlutlausa sjónarhorn. Getur hugsast að nú sé að renna upp tími samræðunnar? Að við getum farið að setjast yfir verkefnið að vera manneskjur, hræddar og auðsæranlegar manneskjur sem erum hvert og eitt að reyna að finna út úr tilverunni og óttumst ekkert meir en þá stöðu að við eða börnin okkar sitji uppi með Svarta Pétur við spilaborð lífsins?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun