Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Andri Ólafsson skrifar 23. júní 2014 07:00 Samherji vill meina að Ingveldur hafi brotið lög með að heimila húsleit hjá Samherja, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög. Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög.
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira