Vikulangt vopnahlé ekki virt Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. júní 2014 08:57 Þyrlan sem skotin var niður í gær. Vísir/AFP Níu menn fórust með úkraínskri herþyrlu sem uppreisnarmenn í austurhluta landsins skutu niður í gær. Þetta gerðist þrátt fyrir að uppreisnarmenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu virða vikulangt vopnahlé sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða um síðustu helgi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti í gær Úkraínustjórn til þess að hafa vopnahléið lengra en eina viku. Þá skoraði hann á Úkraínustjórn að nota vopnahléið til þess að ræða beint við leiðtoga uppreisnarmanna. Þá hefur Pútín skrifað rússneska þjóðþinginu bréf, þar sem hann óskar eftir því að þingið afturkalli heimild rússneska hersins til þess að beita hervaldi í Úkraínu. Hann sjálfur hafði óskað eftir því að þingið veitti þessa heimild og samþykkti þingið hana 1. mars síðastliðinn. Fastlega er reiknað með því að þingið muni fúslega verða við ósk hans um að afturkalla heimildina. Úkraínustjórn fagnar því að heimildin verði afturkölluð og sagði það mikilvægt skref í áttina til þess að koma á friði á ný. Pútín hefur tekið vel í friðaráætlun Úkraínuforseta, sem segir vopnahléið ætlað til þess að uppreisnarmenn fái svigrúm til þess að leggja niður vopn og koma sér burt, vilji þeir fara burt. Evrópusambandið hefur hótað Rússlandi frekari refsiaðgerðum, sýni rússnesk stjórnvöld ekki raunverulega viðleitni til þess að koma á friði í Úkraínu. Pútín hefur frest þangað til á föstudag, þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn. Sameinuðu þjóðirnar segja að 423 manns hafi látið lífið í átökum í austanverðri Úkraínu á tímabilinu frá 15. apríl til 20. júní. Rúmlega 46 þúsund manns hafa hrakist að heiman, þar af hafa um 11.500 manns flúið frá Krímskaga sem Rússland hefur nú innlimað. Úkraínustjórn hefur sakað rússneska hermenn um að hafa, um það leyti sem Krímskagi var innlimaður, komið fyrir jarðsprengjum á mörkum Krímskaga, til þess að hindra för úkraínskra hermanna inn á skagann. Rússar hafa undanfarið verið með um 40 þúsund manna herlið við landamæri Úkraínu, og hafa Úkraínumenn margir litið á það sem hótun um að rússneski herinn muni ráðast inn í landið telji rússnesk stjórnvöld ástæðu til. Úkraína Tengdar fréttir Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00 Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00 Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Níu menn fórust með úkraínskri herþyrlu sem uppreisnarmenn í austurhluta landsins skutu niður í gær. Þetta gerðist þrátt fyrir að uppreisnarmenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu virða vikulangt vopnahlé sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða um síðustu helgi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti í gær Úkraínustjórn til þess að hafa vopnahléið lengra en eina viku. Þá skoraði hann á Úkraínustjórn að nota vopnahléið til þess að ræða beint við leiðtoga uppreisnarmanna. Þá hefur Pútín skrifað rússneska þjóðþinginu bréf, þar sem hann óskar eftir því að þingið afturkalli heimild rússneska hersins til þess að beita hervaldi í Úkraínu. Hann sjálfur hafði óskað eftir því að þingið veitti þessa heimild og samþykkti þingið hana 1. mars síðastliðinn. Fastlega er reiknað með því að þingið muni fúslega verða við ósk hans um að afturkalla heimildina. Úkraínustjórn fagnar því að heimildin verði afturkölluð og sagði það mikilvægt skref í áttina til þess að koma á friði á ný. Pútín hefur tekið vel í friðaráætlun Úkraínuforseta, sem segir vopnahléið ætlað til þess að uppreisnarmenn fái svigrúm til þess að leggja niður vopn og koma sér burt, vilji þeir fara burt. Evrópusambandið hefur hótað Rússlandi frekari refsiaðgerðum, sýni rússnesk stjórnvöld ekki raunverulega viðleitni til þess að koma á friði í Úkraínu. Pútín hefur frest þangað til á föstudag, þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn. Sameinuðu þjóðirnar segja að 423 manns hafi látið lífið í átökum í austanverðri Úkraínu á tímabilinu frá 15. apríl til 20. júní. Rúmlega 46 þúsund manns hafa hrakist að heiman, þar af hafa um 11.500 manns flúið frá Krímskaga sem Rússland hefur nú innlimað. Úkraínustjórn hefur sakað rússneska hermenn um að hafa, um það leyti sem Krímskagi var innlimaður, komið fyrir jarðsprengjum á mörkum Krímskaga, til þess að hindra för úkraínskra hermanna inn á skagann. Rússar hafa undanfarið verið með um 40 þúsund manna herlið við landamæri Úkraínu, og hafa Úkraínumenn margir litið á það sem hótun um að rússneski herinn muni ráðast inn í landið telji rússnesk stjórnvöld ástæðu til.
Úkraína Tengdar fréttir Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00 Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00 Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00
Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00
Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15