Gróðarekstur í velferðarkerfinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 26. júní 2014 07:00 Fyrir tæplega ári síðan lýsti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra því yfir að hann teldi að ýmis rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu væri betur sett hjá einkaaðilum en hinu opinbera. Með öðrum orðum var heilbrigðisráðherra að mæla með auknum einkarekstri heilbrigðiskerfisins og þar með einkavæðingu þess. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé. Svipuð sjónarmið hafa reglulega skotið upp kollinum hérlendis og og urðu beinlínis að trúboði með tilkomu nýfrjálshyggjunnar enda skilgetið afkvæmi hennar. En það hlýtur að teljast bæði áhyggju- og undrunarefni að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé að daðra við slíkt nú, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða og biturrar reynslu okkar sjálfra af einkavæðingu.Afleit reynsla Svía Í Svíþjóð hefur farið fram mikil umræða um einkarekstur undanfarin misseri. Eftir hægrisveiflu í sænskum stjórnmálum í síðustu tvennum kosningum hefur stór hluti heilbrigðiskerfisins verið færður í hendur einkaaðila með útboðum. Oftast er um að ræða fjölþjóðleg stórfyrirtæki sem sérhæfa sig í að bjóða í opinberan rekstur, enda getur „heilbrigðisiðnaðurinn“ verið mjög ábatasamur. Þannig kom til dæmis í ljós árið 2011 að Carema Care, sem rekur elliheimili og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Svíþjóð, hafði veitt æðstu yfirmönnum fyrirtækisins leynilegar bónusgreiðslur í gegnum skúffufyrirtæki í skattaparadísinni Lúxemborg. Á móti var skorið rækilega niður í þjónustu við vistmennina, meðal annars með því að sinna ekki eðlilegri þjálfun starfsmanna. Allt var þetta gert í boði sænskra skattgreiðenda, enda er starfsemi Carema fjármögnuð með skattfé.Skert þjónusta, launamunur og skattaundanskot Carema-skandallinn er langt frá því að vera einsdæmi. Saga einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sýnir að þar gerist iðulega þrennt: Í fyrsta lagi er allt skorið niður sem ekki er sérstaklega kveðið á um í samningnum við viðkomandi fyrirtæki. Einkafyrirtæki hafa að markmiði að hámarka gróða sinn og munu því óhjákvæmilega leitast við að nýta sér glufur í samningum við ríkið til að skera niður í þjónustunni. Í öðru lagi eykst launamunur milli almennra starfsmanna svo sem sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ræstitækna annars vegar og yfirmanna og ýmissa „ráðgjafa“ hins vegar. (Og þar sem konur eru fjölmennari í fyrrnefnda hópnum eykur þetta launamun kynjanna.) Í þriðja lagi gera þessi fyrirtæki allt sem þau geta til forðast að greiða eðlilega skatta af hagnaði sínum, og nýta til þess ýmsar ósvífnar aðferðir eins og að láta skúffufyrirtæki í skattaskjólum lána dótturfyrirtækjum á háum vöxtum til að þurfa ekki að greiða skatt af hagnaðinum í upprunalandinu. Samkvæmt nýlegri úttekt Dagens Nyheter greiddu fimm stærstu einkareknu velferðarfyrirtæki Svíþjóðar aðeins um 440 milljónir íslenskra króna í skatt, en áætlaður hagnaðar þeirra nam 20 milljörðum. Það gerir um 2,2% heildarskatt að meðaltali.Vinstri græn ein með skýra afstöðu Einkarekstur er í eðli sínu gróðarekstur. Ekkert venjulegt fyrirtæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata með einum eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur umræðan nú farið að snúast um hvort réttlætanlegt sé að verja takmörkuðum fjármunum hins opinbera í arðgreiðslur til gróðafyrirtækja sem hegða sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirgnæfandi meirihluti Svía – um 70% – svarar því neitandi samkvæmt nýlegri könnun Som-stofnunarinnar og telur að einkafyrirtæki eigi ekki að geta grætt á rekstri heilbrigðisstofnana og skóla. Fróðlegt væri að gera sambærilega könnun hér á landi, en undirritaður efast um að niðurstaðan yrði önnur. Allt er þetta áhugavert í ljósi þess að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa talað fyrir eða opnað á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þar á meðal Björt framtíð sem með því eins og fleiru undirstrikar stöðu sína hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Samfylkingin hefur verið veikluleg á köflum í þessari umræðu og ekki þarf að ræða um Framsóknarflokkinn, allra síst þegar hann er í samstarfi við Íhaldið eins og dæmin sanna. Aðeins einn flokkur tekur hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn gróðareknu heilbrigðis- og menntakerfi; það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega ári síðan lýsti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra því yfir að hann teldi að ýmis rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu væri betur sett hjá einkaaðilum en hinu opinbera. Með öðrum orðum var heilbrigðisráðherra að mæla með auknum einkarekstri heilbrigðiskerfisins og þar með einkavæðingu þess. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé. Svipuð sjónarmið hafa reglulega skotið upp kollinum hérlendis og og urðu beinlínis að trúboði með tilkomu nýfrjálshyggjunnar enda skilgetið afkvæmi hennar. En það hlýtur að teljast bæði áhyggju- og undrunarefni að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé að daðra við slíkt nú, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða og biturrar reynslu okkar sjálfra af einkavæðingu.Afleit reynsla Svía Í Svíþjóð hefur farið fram mikil umræða um einkarekstur undanfarin misseri. Eftir hægrisveiflu í sænskum stjórnmálum í síðustu tvennum kosningum hefur stór hluti heilbrigðiskerfisins verið færður í hendur einkaaðila með útboðum. Oftast er um að ræða fjölþjóðleg stórfyrirtæki sem sérhæfa sig í að bjóða í opinberan rekstur, enda getur „heilbrigðisiðnaðurinn“ verið mjög ábatasamur. Þannig kom til dæmis í ljós árið 2011 að Carema Care, sem rekur elliheimili og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Svíþjóð, hafði veitt æðstu yfirmönnum fyrirtækisins leynilegar bónusgreiðslur í gegnum skúffufyrirtæki í skattaparadísinni Lúxemborg. Á móti var skorið rækilega niður í þjónustu við vistmennina, meðal annars með því að sinna ekki eðlilegri þjálfun starfsmanna. Allt var þetta gert í boði sænskra skattgreiðenda, enda er starfsemi Carema fjármögnuð með skattfé.Skert þjónusta, launamunur og skattaundanskot Carema-skandallinn er langt frá því að vera einsdæmi. Saga einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sýnir að þar gerist iðulega þrennt: Í fyrsta lagi er allt skorið niður sem ekki er sérstaklega kveðið á um í samningnum við viðkomandi fyrirtæki. Einkafyrirtæki hafa að markmiði að hámarka gróða sinn og munu því óhjákvæmilega leitast við að nýta sér glufur í samningum við ríkið til að skera niður í þjónustunni. Í öðru lagi eykst launamunur milli almennra starfsmanna svo sem sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ræstitækna annars vegar og yfirmanna og ýmissa „ráðgjafa“ hins vegar. (Og þar sem konur eru fjölmennari í fyrrnefnda hópnum eykur þetta launamun kynjanna.) Í þriðja lagi gera þessi fyrirtæki allt sem þau geta til forðast að greiða eðlilega skatta af hagnaði sínum, og nýta til þess ýmsar ósvífnar aðferðir eins og að láta skúffufyrirtæki í skattaskjólum lána dótturfyrirtækjum á háum vöxtum til að þurfa ekki að greiða skatt af hagnaðinum í upprunalandinu. Samkvæmt nýlegri úttekt Dagens Nyheter greiddu fimm stærstu einkareknu velferðarfyrirtæki Svíþjóðar aðeins um 440 milljónir íslenskra króna í skatt, en áætlaður hagnaðar þeirra nam 20 milljörðum. Það gerir um 2,2% heildarskatt að meðaltali.Vinstri græn ein með skýra afstöðu Einkarekstur er í eðli sínu gróðarekstur. Ekkert venjulegt fyrirtæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata með einum eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur umræðan nú farið að snúast um hvort réttlætanlegt sé að verja takmörkuðum fjármunum hins opinbera í arðgreiðslur til gróðafyrirtækja sem hegða sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirgnæfandi meirihluti Svía – um 70% – svarar því neitandi samkvæmt nýlegri könnun Som-stofnunarinnar og telur að einkafyrirtæki eigi ekki að geta grætt á rekstri heilbrigðisstofnana og skóla. Fróðlegt væri að gera sambærilega könnun hér á landi, en undirritaður efast um að niðurstaðan yrði önnur. Allt er þetta áhugavert í ljósi þess að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa talað fyrir eða opnað á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þar á meðal Björt framtíð sem með því eins og fleiru undirstrikar stöðu sína hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Samfylkingin hefur verið veikluleg á köflum í þessari umræðu og ekki þarf að ræða um Framsóknarflokkinn, allra síst þegar hann er í samstarfi við Íhaldið eins og dæmin sanna. Aðeins einn flokkur tekur hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn gróðareknu heilbrigðis- og menntakerfi; það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun