Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Jón Bender, formaður KKDÍ, fyrir miðju. Með honum á myndinni eru Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Vísir/Daníel „Dómararnir eru alltof dýrir. Það er varla til það lið sem kemur út í hagnaði eftir heimaleiki því það fara allar tekjur í dómarakostnað,“ segir Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, við Fréttablaðið. Félögin í landinu vilja nú ólm lækka dómarakostnað, að því er virðist við litla hrifningu dómaranna sjálfra. Þessi mál voru rædd á formannafundi KKÍ á mánudagskvöldið en þar var formönnum félaganna greint frá því að fyrsta tilboði um 25 prósenta lækkun hafi verið hafnað af Körfuknattleiksdómarafélagi Íslands. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn úrvalsdeildarliða í gær og voru allir sammála um að laun dómara fyrir leiki í efstu deild væru sanngjörn. Dómari sem dæmir leik í efstu deild fær 13.900 krónur fyrir frá viðkomandi félagi. Aftur á móti eru það aksturs- og fæðispeningar sem snarhækka launin.Með öndina í hálsinum Dómari sem ekur frá Reykjavík til Reykjanesbæjar til að dæma leik í Dominos-deild karla fær rétt tæpar 30.000 krónur í sinn hlut. Komi tveir af þremur dómurum tríósins þetta langt að, og það sama á við um dómara utan af landi sem dæma í bænum, getur dómarakostnaður hlaupið á 70-100 þúsund krónum fyrir heimaliðið. „Það er mjög sjaldan sem tekjur af heimaleikjum ná upp í dómarakostnað. Ég hef rætt þetta við marga formenn og þeir eru á sama máli. Gjaldkerinn er alltaf með öndina í hálsinum fyrir hvern leik – vonandi að dómararnir komi frá Reykjavík. Ef einn kemur frá Njarðvík og annar úr Borgarnesi kostar þetta um 70-80 þúsund krónur. Þetta er alltof mikið. Það eru allir sammála því. Það er leiðinlegt að koma alltaf út í mínus,“ segir Elvar Guðmundsson.Eru okkar starfsmenn Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, er á sama máli og hinir formennirnir. „Við berum fulla virðingu fyrir dómurunum. Þeir eru að vinna gríðarlega gott starf. Launin sjálf eru ekkert of há en það þarf að lækka þessa aksturs- og fæðispeninga sem er auðvitað bara falinn kostnaður. Ef við eigum að geta haldið hér úti tveimur liðum verðum við að ná þessum þáttum niður,“ segir Gunnar við Fréttablaðið, en dómarakostnaður hjá Snæfelli er um 100 þúsund krónur á leik hjá Snæfelli og aldrei næst upp í það með tekjum af heimaleikjum. Ekki fyrr en komið er út í úrslitakeppni. „Ég get farið með kvennaliðið á ágætis hótel og borgað svipaðan pening og kostar mig að fæða þrjá dómara. Ef við eigum að nenna að standa í þessu í þessari sjálfboðaliðahreyfingu verðum við að ná þessari tölu niður. Það má ekki gleyma því að þetta eru starfsmenn okkar – starfsmenn leiksins,“ segir Gunnar.Engin svör Fréttablaðið hafði samband við Jón Bender, körfuknattleiksdómara og formann Körfuknattleiksdómarafélagsins. Hann vildi ekkert ræða málin, ólíkt öllum öðrum í hreyfingunni. Aðspurður hver afstaða dómara væri til beiðni félaganna um að lækka kostnaðinn sagði Jón: „Við eigum í samningsviðræðum og þær ganga vel.“ Þegar blaðamaður bar undir hann orð formannanna og spurði hvort viðræður gengju virkilega vel í ljósi þess að fyrsta tilboði hefði verið hafnað var svarið það sama. Það var reyndar það sama við hverri einustu spurningu. Áhuginn á að ræða málið var enginn. Gunnari Svanlaugssyni hjá Snæfelli komu þessi viðbrögð ekkert á óvart. „Upplifun þeirra sem fóru á þennan fyrsta fund var svipuð. Þetta var ekki þægilegur fundur. Við hljótum að geta verið kurteis hvert við annað og geta talað saman eins og fólk,“ segir hann. Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira
„Dómararnir eru alltof dýrir. Það er varla til það lið sem kemur út í hagnaði eftir heimaleiki því það fara allar tekjur í dómarakostnað,“ segir Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, við Fréttablaðið. Félögin í landinu vilja nú ólm lækka dómarakostnað, að því er virðist við litla hrifningu dómaranna sjálfra. Þessi mál voru rædd á formannafundi KKÍ á mánudagskvöldið en þar var formönnum félaganna greint frá því að fyrsta tilboði um 25 prósenta lækkun hafi verið hafnað af Körfuknattleiksdómarafélagi Íslands. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn úrvalsdeildarliða í gær og voru allir sammála um að laun dómara fyrir leiki í efstu deild væru sanngjörn. Dómari sem dæmir leik í efstu deild fær 13.900 krónur fyrir frá viðkomandi félagi. Aftur á móti eru það aksturs- og fæðispeningar sem snarhækka launin.Með öndina í hálsinum Dómari sem ekur frá Reykjavík til Reykjanesbæjar til að dæma leik í Dominos-deild karla fær rétt tæpar 30.000 krónur í sinn hlut. Komi tveir af þremur dómurum tríósins þetta langt að, og það sama á við um dómara utan af landi sem dæma í bænum, getur dómarakostnaður hlaupið á 70-100 þúsund krónum fyrir heimaliðið. „Það er mjög sjaldan sem tekjur af heimaleikjum ná upp í dómarakostnað. Ég hef rætt þetta við marga formenn og þeir eru á sama máli. Gjaldkerinn er alltaf með öndina í hálsinum fyrir hvern leik – vonandi að dómararnir komi frá Reykjavík. Ef einn kemur frá Njarðvík og annar úr Borgarnesi kostar þetta um 70-80 þúsund krónur. Þetta er alltof mikið. Það eru allir sammála því. Það er leiðinlegt að koma alltaf út í mínus,“ segir Elvar Guðmundsson.Eru okkar starfsmenn Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, er á sama máli og hinir formennirnir. „Við berum fulla virðingu fyrir dómurunum. Þeir eru að vinna gríðarlega gott starf. Launin sjálf eru ekkert of há en það þarf að lækka þessa aksturs- og fæðispeninga sem er auðvitað bara falinn kostnaður. Ef við eigum að geta haldið hér úti tveimur liðum verðum við að ná þessum þáttum niður,“ segir Gunnar við Fréttablaðið, en dómarakostnaður hjá Snæfelli er um 100 þúsund krónur á leik hjá Snæfelli og aldrei næst upp í það með tekjum af heimaleikjum. Ekki fyrr en komið er út í úrslitakeppni. „Ég get farið með kvennaliðið á ágætis hótel og borgað svipaðan pening og kostar mig að fæða þrjá dómara. Ef við eigum að nenna að standa í þessu í þessari sjálfboðaliðahreyfingu verðum við að ná þessari tölu niður. Það má ekki gleyma því að þetta eru starfsmenn okkar – starfsmenn leiksins,“ segir Gunnar.Engin svör Fréttablaðið hafði samband við Jón Bender, körfuknattleiksdómara og formann Körfuknattleiksdómarafélagsins. Hann vildi ekkert ræða málin, ólíkt öllum öðrum í hreyfingunni. Aðspurður hver afstaða dómara væri til beiðni félaganna um að lækka kostnaðinn sagði Jón: „Við eigum í samningsviðræðum og þær ganga vel.“ Þegar blaðamaður bar undir hann orð formannanna og spurði hvort viðræður gengju virkilega vel í ljósi þess að fyrsta tilboði hefði verið hafnað var svarið það sama. Það var reyndar það sama við hverri einustu spurningu. Áhuginn á að ræða málið var enginn. Gunnari Svanlaugssyni hjá Snæfelli komu þessi viðbrögð ekkert á óvart. „Upplifun þeirra sem fóru á þennan fyrsta fund var svipuð. Þetta var ekki þægilegur fundur. Við hljótum að geta verið kurteis hvert við annað og geta talað saman eins og fólk,“ segir hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira