Dýrustu hestarnir fara á tugi milljóna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júlí 2014 12:00 Töluverður fjöldi hesta er seldur eftir hvert landsmót. Fréttablaðið/ karl. Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið. Hestar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið.
Hestar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira