Vildi fá sjöunda gullið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2014 06:00 Hafdís með ein af sex gullverðlaunum sínum í Krikanum í gær. vísir/daníel Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom sá og sigraði á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Þessi magnaða norðlenska íþróttakona hlaut hvorki fleiri né færri en sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Eðlilega var hún í skýjunum yfir árangrinum í Krikanum. „Tilfinningin er rosalega góð. Þetta var rosalega erfið helgi. Erfið, en ánægjuleg,“ sagði hún en Hafdís var þó ekki að niðurlotum komin þrátt fyrir að keppa í sjö greinum. „Alls ekki. Þetta tekur bara á líkamann. Svo stífnar maður upp við að sitja í bíl norður. Ég gæti samt alveg hlaupið meira ef einhver myndi biðja mig um það, eða ef einhver gull væru í boði,“ segir hún og hlær við. Árangurinn kom Hafdísi ekkert svakalega á óvart. „Ég var að gæla við þennan fjölda – ég lýg því ekkert. Ég vissi samt alveg að þetta yrði hörð keppni eins og gegn Hrafnhildi Eir í 200 metra hlaupinu. Hún er í bætingarformi, en það er skemmtilegra að hafa einhverja við hliðina á sér.“vísir/daníelHafdís hljóp síðasta sprettinn fyrir UFA í 4x400 metra boðhlaupinu en laut í gras fyrir AnítuHinriksdóttur sem hljóp síðasta sprettinn fyrir ÍR. Var erfitt að sjá á eftir sjöunda gullinu? „Auðvitað hefði ég viljað fá eitt gull til viðbótar, en Aníta er ansi hörð. Ég vissi að það yrði dálítið langsótt að ég myndi ná henni. En ég reyndi mitt allra besta,“ segir Hafdís. Frjálsíþróttadrottningin átti nokkra klukkutíma eftir í bíl áður en hún lenti á Akureyri þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Það var alveg klárt hvað átti að gera um leið og heim væri komið. „Ég fæ mér auðvitað Brynjuís. Og ef ég verð ekki mætt fyrir lokun þá læt ég kærastann bara fara og kaupa þannig að ísinn bíði eftir mér heima,“ segir Hafdís Sigurðardóttir, drottningin á Meistaramótinu 2014. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59 Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07 Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom sá og sigraði á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Þessi magnaða norðlenska íþróttakona hlaut hvorki fleiri né færri en sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Eðlilega var hún í skýjunum yfir árangrinum í Krikanum. „Tilfinningin er rosalega góð. Þetta var rosalega erfið helgi. Erfið, en ánægjuleg,“ sagði hún en Hafdís var þó ekki að niðurlotum komin þrátt fyrir að keppa í sjö greinum. „Alls ekki. Þetta tekur bara á líkamann. Svo stífnar maður upp við að sitja í bíl norður. Ég gæti samt alveg hlaupið meira ef einhver myndi biðja mig um það, eða ef einhver gull væru í boði,“ segir hún og hlær við. Árangurinn kom Hafdísi ekkert svakalega á óvart. „Ég var að gæla við þennan fjölda – ég lýg því ekkert. Ég vissi samt alveg að þetta yrði hörð keppni eins og gegn Hrafnhildi Eir í 200 metra hlaupinu. Hún er í bætingarformi, en það er skemmtilegra að hafa einhverja við hliðina á sér.“vísir/daníelHafdís hljóp síðasta sprettinn fyrir UFA í 4x400 metra boðhlaupinu en laut í gras fyrir AnítuHinriksdóttur sem hljóp síðasta sprettinn fyrir ÍR. Var erfitt að sjá á eftir sjöunda gullinu? „Auðvitað hefði ég viljað fá eitt gull til viðbótar, en Aníta er ansi hörð. Ég vissi að það yrði dálítið langsótt að ég myndi ná henni. En ég reyndi mitt allra besta,“ segir Hafdís. Frjálsíþróttadrottningin átti nokkra klukkutíma eftir í bíl áður en hún lenti á Akureyri þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Það var alveg klárt hvað átti að gera um leið og heim væri komið. „Ég fæ mér auðvitað Brynjuís. Og ef ég verð ekki mætt fyrir lokun þá læt ég kærastann bara fara og kaupa þannig að ísinn bíði eftir mér heima,“ segir Hafdís Sigurðardóttir, drottningin á Meistaramótinu 2014.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59 Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07 Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59
Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07
Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35