Um fjögur þúsund manns mættu á tónlistarhátíðina ATP í Reykjanesbæ síðastliðna helgi. Þar af voru um 1.700 erlendir ferðamenn fyrir utan listamennina og fjölmiðla.
Tómas Young, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir íslensku tónlistarflóruna hafa verið á svæðinu ásamt fjölmörgum fjölmiðlamönnum. Má þar nefna Björk Guðmundsdóttur, Einar Örn Benediktsson, Óli Palli á Rás 2 og Hrefna Rósa Sætran stjörnukokkur.
Frægasti gestur hátíðarinnar var þó líklega Helena Christensen, fyrrverandi súpermódel og eiginkona söngvarans í Interpol, Paul Banks.
Lífið