Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Ingvar Haraldsson skrifar 21. júlí 2014 10:30 Yfir hundrað palestínskir borgarar og þrettán ísraelskir hermenn féllu á sunnudag, sem er mesta mannfall á einum degi frá því átökin hófust. nordicphotos/afp „Ísraelar eru að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á Palestínumönnum,“ segir Mustafa Barghouti um atburði síðustu daga á Gasa. Barghouti er palestínskur læknir og stjórnmálamaður sem rekið hefur hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Hann var þar að auki tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Í gær var blóðugasti dagurinn á Gasa frá því að átök hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Um hundrað palestínskir borgarar féllu og þrettán ísraelskir hermenn á Gasa um helgina.Mustafa BarghoutiÍ hverfinu Shejaiya í Gasaborg, sem er að mestu byggt flóttamönnum, segir Barghouti að fjöldamorð hafi verið framið á yfir sextíu Palestínumönnum: „Flestir þeirra sem dóu voru konur og börn. Ísraelski herinn sprengdi upp allt hverfið með skriðdrekum, stórskotaliði og loftárásum. Ísraelar sprengdu einnig tvo sjúkrabíla í loft upp sem reyndu að koma særðum út úr hverfinu.“ Hverfið er gjörónýtt og Sameinuðu þjóðirnar segja áttatíu þúsund manns nú vera á vergangi á Gasa. Baghouti segir: „Fólkið sem nú er á flótta er það sama og var rekið af heimilum sínum árið 1948 og hefur orðið flóttafólk oftar á ævinni en hægt er að koma tölu á.“ Barghouti segir hjálparstarf vera mjög erfitt á Gasa. „Við reynum að sinna slösuðum en það er skortur á öllum nauðsynjum. Okkur vantar lyf, vatn og eldsneyti, auk þess sem rafmagnslaust er nær alls staðar á Gasa. Hér ríkir algjört neyðarástand,“ segir Barghouti en yfir þrjú þúsund hafa særst og yfir fjögur hundruð Palestínumenn látist í átökunum. Barghouti gefur lítið fyrir útskýringar Ísraelsmanna á að þeir séu að stöðva skot flugskeyta til Ísrael. „Árásir helgarinnar eru ekki árásir á Hamas-samtökin heldur árás á alla Palestínumenn. Þeir særðu og látnu eru ekki Hamas-liðar, þetta eru óbreyttir palestínskir borgarar. Níutíu prósent þeirra látnu eru saklausir borgarar og tveir þriðju eru konur og börn.“ Barghouti kallar eftir því að lýsa þurfi vopnahléi samstundis og opna landamæri Gasa fyrir Palestínumönnum. Þar að auki segir Barghouti: „Ísraelar þurfa að láta af hernámi sínu á Palestínu sem breyst hefur í kerfi aðskilnaðar og kynþáttamismununar.“ Til að það gerist segir Barghouti að beita þurfi Ísraela þrýstingi. „Alþjóðasamfélagið þarf að setja viðskiptaþvinganir á Ísraela líkt og gert var í Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnunnar.“Algjör eyðilegging Hverfið Shejaiya er gjörónýtt eftir sprengjuregn ísraelska hersins.nordicphotos/afp Gasa Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
„Ísraelar eru að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á Palestínumönnum,“ segir Mustafa Barghouti um atburði síðustu daga á Gasa. Barghouti er palestínskur læknir og stjórnmálamaður sem rekið hefur hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Hann var þar að auki tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Í gær var blóðugasti dagurinn á Gasa frá því að átök hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Um hundrað palestínskir borgarar féllu og þrettán ísraelskir hermenn á Gasa um helgina.Mustafa BarghoutiÍ hverfinu Shejaiya í Gasaborg, sem er að mestu byggt flóttamönnum, segir Barghouti að fjöldamorð hafi verið framið á yfir sextíu Palestínumönnum: „Flestir þeirra sem dóu voru konur og börn. Ísraelski herinn sprengdi upp allt hverfið með skriðdrekum, stórskotaliði og loftárásum. Ísraelar sprengdu einnig tvo sjúkrabíla í loft upp sem reyndu að koma særðum út úr hverfinu.“ Hverfið er gjörónýtt og Sameinuðu þjóðirnar segja áttatíu þúsund manns nú vera á vergangi á Gasa. Baghouti segir: „Fólkið sem nú er á flótta er það sama og var rekið af heimilum sínum árið 1948 og hefur orðið flóttafólk oftar á ævinni en hægt er að koma tölu á.“ Barghouti segir hjálparstarf vera mjög erfitt á Gasa. „Við reynum að sinna slösuðum en það er skortur á öllum nauðsynjum. Okkur vantar lyf, vatn og eldsneyti, auk þess sem rafmagnslaust er nær alls staðar á Gasa. Hér ríkir algjört neyðarástand,“ segir Barghouti en yfir þrjú þúsund hafa særst og yfir fjögur hundruð Palestínumenn látist í átökunum. Barghouti gefur lítið fyrir útskýringar Ísraelsmanna á að þeir séu að stöðva skot flugskeyta til Ísrael. „Árásir helgarinnar eru ekki árásir á Hamas-samtökin heldur árás á alla Palestínumenn. Þeir særðu og látnu eru ekki Hamas-liðar, þetta eru óbreyttir palestínskir borgarar. Níutíu prósent þeirra látnu eru saklausir borgarar og tveir þriðju eru konur og börn.“ Barghouti kallar eftir því að lýsa þurfi vopnahléi samstundis og opna landamæri Gasa fyrir Palestínumönnum. Þar að auki segir Barghouti: „Ísraelar þurfa að láta af hernámi sínu á Palestínu sem breyst hefur í kerfi aðskilnaðar og kynþáttamismununar.“ Til að það gerist segir Barghouti að beita þurfi Ísraela þrýstingi. „Alþjóðasamfélagið þarf að setja viðskiptaþvinganir á Ísraela líkt og gert var í Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnunnar.“Algjör eyðilegging Hverfið Shejaiya er gjörónýtt eftir sprengjuregn ísraelska hersins.nordicphotos/afp
Gasa Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira