Íslenski Rauði krossinn tilkynnti í gær um tíu milljóna króna framlag til hjálparstarfs palestínska Rauða hálfmánans á Gasa.
Einnig hefur verið opnaður söfnunarsími fyrir þá sem vilja styðja við bakið á hjálparstarfi Rauða hálfmánans.
Sjúkraliðar Rauða hálfmánans hafa unnið hættulegt starf síðustu daga við að hjúkra særðum, flytja þá á spítala og sjá um dreifingu hjálpargagna. Sjúkraflutningamenn hafa jafnvel orðið fyrir árásum sjálfir.
Rauði krossinn styrkir Gasa
Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
