Innlent

Slit stjórnmálasambands áfram til umfjöllunar

Bjarki Ármannsson skrifar
Skiptar skoðanir eru á meðal nefndarmanna um hvaða skref eigi að taka.
Skiptar skoðanir eru á meðal nefndarmanna um hvaða skref eigi að taka. Vísir/Valli
„Þetta er eitt af þeim atriðum sem við eigum að hafa uppi á borði,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um það hvort Ísland eigi að slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsmenn. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í gær, meðal annars til að ræða það hvort slíta ætti sambandinu vegna ástandsins á Gasasvæðinu.

„Við eigum ekki að ýta því frá okkur að óathuguðu máli. Það er flókið, ekki einfalt að finna því farveg, og það væri langbest auðvitað ef um það gæti orðið einhver samstaða meðal annarra ríkja sem hluti af uppstilltu átaki til að þrýsta á Ísrael.“

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, er ekki fylgjandi því að slíta sambandinu. Hann segir skiptar skoðanir, bæði á meðal nefndarmanna og annars staðar, um hvort slíkar aðgerðir beri yfir höfuð árangur.

„Málið er náttúrulega til umfjöllunar og verður áfram til umfjöllunar í næstu viku,“ segir Birgir. „Það eru einhver áhöld um það hver næstu skref eiga að vera.“


Tengdar fréttir

Það þarf að verða til heimshreyfing

Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Forsætisráðherra fordæmir ofbeldi á Gaza

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza.

Innrás Ísraelshers hafin á Gaza

sraelsmenn hafa hafið innrás á Gaza-ströndina og her þeirra fram af landi, sjó og úr lofti. Eitt helsta markmið innrásarinnar er að eyðileggja jarðgöng sem liðsmenn Hamas hafa notað til að komast inn í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×