Horfa til nýrrar holu í Surtsey Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Að morgni 14. nóvember 1963 varð vart neðansjávareldgoss suður af Vestmannaeyjum. Á endanum varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs. Eyjan var friðlýst árið 1965. Mynd/Erling Ólafsson Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar. Surtsey Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar.
Surtsey Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira