Innlent

Minntust fallinna barna á Gasa

ingvar haraldsson skrifar
Margrét Pála Ólafsdóttir segir að athöfnin á Silfurtorginu á Ísafirði í gær snerti alla sem þar voru djúpt.
Margrét Pála Ólafsdóttir segir að athöfnin á Silfurtorginu á Ísafirði í gær snerti alla sem þar voru djúpt. vísir/hafþór
Fleiri börn hafa fallið í átökunum á Gasa en stunda nám við grunnskólann á Ísafirði. Meðal annars vegna þessa skipulagði hópur kvenna á Ísafirði mótmæla- og minningarfund á Silfurtorgi Ísafjarðar síðdegis í gær. Þar var hengd upp ein flík fyrir hvert barn sem látist hefur í átökunum.

Margrét Pála Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem tóku þátt í athöfninni, sem hún sagði hafa snert alla viðstadda djúpt. „Þessi einfalda athöfn, að hengja upp föt af börnum, færði hörmungar og sorgina inn á torgið til okkar.“

Margrét Pála segir allir fundargesti hafa „sameinast um þá hugsun að hvað sem hver segir þá verður alheimurinn að standa saman um að vernda börn“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×