Fór á skíðum niður Herðubreið Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 08:00 Tómas var einn á ferð þegar hann fór upp Herðubreið og því engin önnur leið en að taka eina góða "selfie“ á toppnum. Fólk„Það er mjög óvenjulegt að geta skíðað niður þetta fjall, ekki síst í júlí en það var einmitt snilldin við þetta,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem renndi sér nýverið niður Herðubreið á skíðum en óvenju mikill snjór hefur verið í fjöllum á norðanverðu hálendinu í sumar. Þetta var í fimmtánda sinn sem Tómas gekk á Herðubreið en segir að þessi ferð hafi verið sú allra eftirminnilegasta enda löng og brött brekka niður fjallið. „Það var hópur frá Fjallafélaginu sem hafði gengið á fjallið helgina á undan og þau sögðu mér að þarna væri mikill snjór. Ég var með fjallaskíðin í bílnum og gat ekki hætt að hugsa um þetta, enda lengi dreymt um að skíða þarna niður. Síðan plataði ég konuna til þess að keyra með mér að rótum fjallsins,“ segir Tómas, sem var um tvo og hálfan tíma að komast upp á topp með fjallaskíðin á bakinu.Tómas tók þessa mynd á toppi Herðubreiða og sjást Kverkfjöll og Herðubreiðartögl í baksýn.Tómas kveðst ekki vera sá fyrsti til þess að skíða niður Herðubreið en þó hafi ekki mjög margir látið á þetta reyna. Veðrið var gott á leiðinni og það tók hann ekki nema um korter að renna sér niður. „Það var ekki alveg heiðskírt en það var sól og frábært skyggni. Hlýtt veður olli þó grjóthruni í hamrabeltinu sem gerði gönguna varasama en það er hætta sem ég vissi af.“ Tómas er mikill fjallgöngumaður en hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður á meðan hann var í læknanámi. Hann segir frábært að geta sameinað fjallgönguna og skíðaáhugann. „Mér finnst alveg magnað að geta prílað þarna upp og farið niður á skíðunum. Þetta er svolítið nýja æðið í fjallamennsku á Íslandi og sem betur fer eru sífellt fleiri að uppgötva fjallaskíðin. Í rauninni fara skíðin miklu betur með líkamann og þá sérstaklega hnjáliðina. Uppgangan er auðveld en mest munar um minna álag á hnén, þegar gengið er aftur niður.“ Hér er Tómas á fleygiferð niður Kverkfjöllin en í baksýn má sjá Dyngjujökul.mynd/ólafur már BjörnssonTómas lét ferðina á Herðubreið þó ekki nægja í sumar. „Þetta er annað sumarið í röð sem ég er með skíðin í bílnum á ferðalagi um landið. Ég skíðaði með Ólafi Má Björnssyni augnlækni niður Kverkfjöllin í sumar og svo skelltum við okkur einnig niður Birnudalstind í sunnanverðum Vatnajökli. Svo fór ég á gönguskíðum inn í Öskju að skoða hamfarahlaupið svo sumarfríið mitt var í rauninni skíðafrí.“ Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Fólk„Það er mjög óvenjulegt að geta skíðað niður þetta fjall, ekki síst í júlí en það var einmitt snilldin við þetta,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem renndi sér nýverið niður Herðubreið á skíðum en óvenju mikill snjór hefur verið í fjöllum á norðanverðu hálendinu í sumar. Þetta var í fimmtánda sinn sem Tómas gekk á Herðubreið en segir að þessi ferð hafi verið sú allra eftirminnilegasta enda löng og brött brekka niður fjallið. „Það var hópur frá Fjallafélaginu sem hafði gengið á fjallið helgina á undan og þau sögðu mér að þarna væri mikill snjór. Ég var með fjallaskíðin í bílnum og gat ekki hætt að hugsa um þetta, enda lengi dreymt um að skíða þarna niður. Síðan plataði ég konuna til þess að keyra með mér að rótum fjallsins,“ segir Tómas, sem var um tvo og hálfan tíma að komast upp á topp með fjallaskíðin á bakinu.Tómas tók þessa mynd á toppi Herðubreiða og sjást Kverkfjöll og Herðubreiðartögl í baksýn.Tómas kveðst ekki vera sá fyrsti til þess að skíða niður Herðubreið en þó hafi ekki mjög margir látið á þetta reyna. Veðrið var gott á leiðinni og það tók hann ekki nema um korter að renna sér niður. „Það var ekki alveg heiðskírt en það var sól og frábært skyggni. Hlýtt veður olli þó grjóthruni í hamrabeltinu sem gerði gönguna varasama en það er hætta sem ég vissi af.“ Tómas er mikill fjallgöngumaður en hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður á meðan hann var í læknanámi. Hann segir frábært að geta sameinað fjallgönguna og skíðaáhugann. „Mér finnst alveg magnað að geta prílað þarna upp og farið niður á skíðunum. Þetta er svolítið nýja æðið í fjallamennsku á Íslandi og sem betur fer eru sífellt fleiri að uppgötva fjallaskíðin. Í rauninni fara skíðin miklu betur með líkamann og þá sérstaklega hnjáliðina. Uppgangan er auðveld en mest munar um minna álag á hnén, þegar gengið er aftur niður.“ Hér er Tómas á fleygiferð niður Kverkfjöllin en í baksýn má sjá Dyngjujökul.mynd/ólafur már BjörnssonTómas lét ferðina á Herðubreið þó ekki nægja í sumar. „Þetta er annað sumarið í röð sem ég er með skíðin í bílnum á ferðalagi um landið. Ég skíðaði með Ólafi Má Björnssyni augnlækni niður Kverkfjöllin í sumar og svo skelltum við okkur einnig niður Birnudalstind í sunnanverðum Vatnajökli. Svo fór ég á gönguskíðum inn í Öskju að skoða hamfarahlaupið svo sumarfríið mitt var í rauninni skíðafrí.“
Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira