Þægilegt að geta horfið í smástund Baldvin Þormóðsson skrifar 15. ágúst 2014 15:00 Ýr Jóhannsdóttir sérhæfir sig í að prjóna peysur eftir sínu eigin höfði og er umtöluð fyrir nýstárlega hönnun. mynd/einkasafn „Stundum langar mann bara að leggjast niður og fela sig við alls konar aðstæður,“ segir Ýr Jóhannsdóttir en hún hefur vakið mikla athygli fyrir prjónaflíkur sínar undanfarin misseri. Ýr prjónar undir merkinu Ýrúrarí en á Menningarnótt mun hún sýna sitt stærsta verkefni til þessa. „Þetta er peysa með hettu sem þú getur klæðst og lagst niður og þá ertu eins og steinn,“ lýsir Ýr en hún vann peysuna í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi og sýndi hana á lokasýningu sumarsins. „Ég lagðist þá bara niður í fimm mínútur og hafði algjöra þögn,“ segir Ýr en verkefnið heitir Ég er steinn. „Ég held að margir lendi í þessu, það er þægilegt að geta horfið í smástund og verið steinn.“Sýnir á Menningarnótt Sýningin verður í búðinni ANNA MARIA á Skólavörðustíg en í næstu viku mun ljósmyndarinn Magnús Andersen taka ljósmyndir af verkefninu til þess að sýna fram á virkni peysunnar og munu þær ljósmyndir einnig verða til sýnis á sýningunni. Ungi hönnuðurinn ætlar svo sannarlega ekki að slá slöku við í vetur en hún mun hefja nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík, auk þess sem hún ætlar að opna netverslun fyrir Ýrúrarí. „Ég ætla allavega að reyna að láta þetta ganga,“ segir Ýr. „Spurning hvort að fólk sé tilbúið að ganga í svona skrítnum fötum.“ Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Stundum langar mann bara að leggjast niður og fela sig við alls konar aðstæður,“ segir Ýr Jóhannsdóttir en hún hefur vakið mikla athygli fyrir prjónaflíkur sínar undanfarin misseri. Ýr prjónar undir merkinu Ýrúrarí en á Menningarnótt mun hún sýna sitt stærsta verkefni til þessa. „Þetta er peysa með hettu sem þú getur klæðst og lagst niður og þá ertu eins og steinn,“ lýsir Ýr en hún vann peysuna í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi og sýndi hana á lokasýningu sumarsins. „Ég lagðist þá bara niður í fimm mínútur og hafði algjöra þögn,“ segir Ýr en verkefnið heitir Ég er steinn. „Ég held að margir lendi í þessu, það er þægilegt að geta horfið í smástund og verið steinn.“Sýnir á Menningarnótt Sýningin verður í búðinni ANNA MARIA á Skólavörðustíg en í næstu viku mun ljósmyndarinn Magnús Andersen taka ljósmyndir af verkefninu til þess að sýna fram á virkni peysunnar og munu þær ljósmyndir einnig verða til sýnis á sýningunni. Ungi hönnuðurinn ætlar svo sannarlega ekki að slá slöku við í vetur en hún mun hefja nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík, auk þess sem hún ætlar að opna netverslun fyrir Ýrúrarí. „Ég ætla allavega að reyna að láta þetta ganga,“ segir Ýr. „Spurning hvort að fólk sé tilbúið að ganga í svona skrítnum fötum.“
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira