Frá Leifsstöð á hjóli Pawel Bartoszek skrifar 15. ágúst 2014 07:57 „Samsetning reiðhjóla er BÖNNUÐ í flugstöðinni.“ Svona skilaboð blöstu við mér, þrykkt á hurð í komusal Leifsstöðvar þaðan sem von var á mínum „sérstæða“ farangri, innpökkuðu hjóli eldri sonarins sem ég hafði keypt einhvers staðar í Evrópusambandinu. Ekki að til hafi staðið að draga fram skiptilykilinn, skrúfa framhjólið og pedalana á, rétta við stýrið og senda barnið hjólandi til höfuðborgarinnar en ég velti því samt fyrir mér hvort það væri ekki dálítið glatað að þetta færu fyrstu skilaboðin sem hjólreiðamenn fengju við komuna til landsins. Ekki bara: „Vinsamlegast ekki skrúfa hjólin saman hérna í komusalnum, hér er lítið pláss.“ Nei: „Gjörvöll millilandaflugstöðin er of lítil til að rúma þetta furðulega áhugamál ykkar. Verið úti.“Hjól manns maki Þegar inn í flugrútuna var komið var mér tilkynnt að ég ætti eftir að greiða fyrir hjólið. Að flytja hjól sem var pakkað í kassa af stærð 140 x 80 x 20 cm, og komst inn í farangurshólfið án teljandi vandræða kostaði það sama og að flytja fullorðinn farþega í sæti. Nú ætla ég ekki gráta mörgum tárum yfir þessum tvöþúsundkalli. Það er samkeppni á þessari leið og sem ábyrgur neytandi hefði maður kannski átt að ganga milli miðasölustanda og láta rútufyrirtækin bítast um að flytja hjólið manns á sem ódýrastan máta. Hitt er svo annað að heimasíða Flybus þegir þunnu hljóði yfir þessum viðbótarkostnaði og það virðist ekki vera hægt að panta flutning á hjóli á netinu. Dálítið ófagmannlegt.Alltaf rukkaðir Það er annars skondið hvað þetta handhæga farartæki sem sjálft er svo hjálplegt þegar kemur að því að flytja mann á milli staða er til trafala þegar það sjálft þarfnast flutnings. Það þarf að skrúfa það í sundur og pakka því í sérstakan kassa og jafnvel þannig kostar stundum sitt að flytja það einn fluglegg. Ég las eitt sinn blogg, raunir manns sem ferðast hafði um heiminn með ferðareiðhjólið sitt. Hann var með ráðleggingar í ellefu liðum. Fjórir af þeim ellefu liðum voru „Ekki hringja í flugfélagið!“ Ástæðan var þessi: Upplýsingarnar sem flugfélagið myndi veita myndu hvort sem er ekki standast og maður væri bara látinn borga eitthvað. Hans villta ráð var að mæta bara á staðinn og vona það besta. Annað ráðið var að flytja reiðhjólið í sem venjulegastri tösku og reyna að fela öll ummerki þess að um reiðhjól væri að ræða. Þannig var oft hægt að komast hjá því að vera rukkaður um aukagjald. Ef flugvallastarfsfólkið spurði hvað væri í töskunni var svarið: „Reiðhjólapartar.“Hraðbrautin Á Reykjanesbrautinni rakst maður reyndar á einhverja ferðamenn sem greinilega höfðu ætlað sér að hjóla til Reykjavíkur, sem var raunar ekki galin hugmynd enda var þetta um miðjan dag og veðrið ágætt. Það er draumur margra að banna mönnum að hjóla á Reykjanesbrautinni. Einhvern tímann voru meira að segja sett upp skilti sem bönnuðu hjólafólki að fara yfir mislægu gatnamótin á leiðinni, án þess þó að neitt lægi fyrir um hvaða aðra leið ætti að fara í staðinn. Ég skil þennan hraðbrautardraum svo sem ágætlega og til að gæta sanngirni þá eru hjólreiðar á hraðbrautum almennt ekki leyfðar. Vandinn er bara sá að Reykjanesbrautin er enn sem komið er ekki hraðbraut og fólk sem vill fara þessa leið á hjóli hefur engan annan valkost. Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanesbrautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Sá stígur gæti að hluta til legið í vegstæði gamla Keflavíkurvegarins og náð allavega að Vatnsleysustrandarveginum þaðan sem hjóla mætti til Voga og svo í gegnum Reykjanesbæ. Þetta myndi hugsanlega vera örlítið lengri leið en mun fjölskylduvænni upplifun en vegöxl Reykjanesbrautar.Ímyndum okkur Ég er ungur náttúruunnandi. Ég kem til landsins á hjóli. Labba út úr flugstöðinni. Við mér blasir skilti með merki af hjóli á bláum fleti ásamt ör og nokkrum vegalengdum: Keflavík (5 km) Vogar (16 km) Hafnarfjörður (45 km) Reykjavík (55 km) Væru þetta ekki vingjarnlegri móttökur en „Viltu gjöra svo vel að vera úti með þetta hjól þitt“? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
„Samsetning reiðhjóla er BÖNNUÐ í flugstöðinni.“ Svona skilaboð blöstu við mér, þrykkt á hurð í komusal Leifsstöðvar þaðan sem von var á mínum „sérstæða“ farangri, innpökkuðu hjóli eldri sonarins sem ég hafði keypt einhvers staðar í Evrópusambandinu. Ekki að til hafi staðið að draga fram skiptilykilinn, skrúfa framhjólið og pedalana á, rétta við stýrið og senda barnið hjólandi til höfuðborgarinnar en ég velti því samt fyrir mér hvort það væri ekki dálítið glatað að þetta færu fyrstu skilaboðin sem hjólreiðamenn fengju við komuna til landsins. Ekki bara: „Vinsamlegast ekki skrúfa hjólin saman hérna í komusalnum, hér er lítið pláss.“ Nei: „Gjörvöll millilandaflugstöðin er of lítil til að rúma þetta furðulega áhugamál ykkar. Verið úti.“Hjól manns maki Þegar inn í flugrútuna var komið var mér tilkynnt að ég ætti eftir að greiða fyrir hjólið. Að flytja hjól sem var pakkað í kassa af stærð 140 x 80 x 20 cm, og komst inn í farangurshólfið án teljandi vandræða kostaði það sama og að flytja fullorðinn farþega í sæti. Nú ætla ég ekki gráta mörgum tárum yfir þessum tvöþúsundkalli. Það er samkeppni á þessari leið og sem ábyrgur neytandi hefði maður kannski átt að ganga milli miðasölustanda og láta rútufyrirtækin bítast um að flytja hjólið manns á sem ódýrastan máta. Hitt er svo annað að heimasíða Flybus þegir þunnu hljóði yfir þessum viðbótarkostnaði og það virðist ekki vera hægt að panta flutning á hjóli á netinu. Dálítið ófagmannlegt.Alltaf rukkaðir Það er annars skondið hvað þetta handhæga farartæki sem sjálft er svo hjálplegt þegar kemur að því að flytja mann á milli staða er til trafala þegar það sjálft þarfnast flutnings. Það þarf að skrúfa það í sundur og pakka því í sérstakan kassa og jafnvel þannig kostar stundum sitt að flytja það einn fluglegg. Ég las eitt sinn blogg, raunir manns sem ferðast hafði um heiminn með ferðareiðhjólið sitt. Hann var með ráðleggingar í ellefu liðum. Fjórir af þeim ellefu liðum voru „Ekki hringja í flugfélagið!“ Ástæðan var þessi: Upplýsingarnar sem flugfélagið myndi veita myndu hvort sem er ekki standast og maður væri bara látinn borga eitthvað. Hans villta ráð var að mæta bara á staðinn og vona það besta. Annað ráðið var að flytja reiðhjólið í sem venjulegastri tösku og reyna að fela öll ummerki þess að um reiðhjól væri að ræða. Þannig var oft hægt að komast hjá því að vera rukkaður um aukagjald. Ef flugvallastarfsfólkið spurði hvað væri í töskunni var svarið: „Reiðhjólapartar.“Hraðbrautin Á Reykjanesbrautinni rakst maður reyndar á einhverja ferðamenn sem greinilega höfðu ætlað sér að hjóla til Reykjavíkur, sem var raunar ekki galin hugmynd enda var þetta um miðjan dag og veðrið ágætt. Það er draumur margra að banna mönnum að hjóla á Reykjanesbrautinni. Einhvern tímann voru meira að segja sett upp skilti sem bönnuðu hjólafólki að fara yfir mislægu gatnamótin á leiðinni, án þess þó að neitt lægi fyrir um hvaða aðra leið ætti að fara í staðinn. Ég skil þennan hraðbrautardraum svo sem ágætlega og til að gæta sanngirni þá eru hjólreiðar á hraðbrautum almennt ekki leyfðar. Vandinn er bara sá að Reykjanesbrautin er enn sem komið er ekki hraðbraut og fólk sem vill fara þessa leið á hjóli hefur engan annan valkost. Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanesbrautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Sá stígur gæti að hluta til legið í vegstæði gamla Keflavíkurvegarins og náð allavega að Vatnsleysustrandarveginum þaðan sem hjóla mætti til Voga og svo í gegnum Reykjanesbæ. Þetta myndi hugsanlega vera örlítið lengri leið en mun fjölskylduvænni upplifun en vegöxl Reykjanesbrautar.Ímyndum okkur Ég er ungur náttúruunnandi. Ég kem til landsins á hjóli. Labba út úr flugstöðinni. Við mér blasir skilti með merki af hjóli á bláum fleti ásamt ör og nokkrum vegalengdum: Keflavík (5 km) Vogar (16 km) Hafnarfjörður (45 km) Reykjavík (55 km) Væru þetta ekki vingjarnlegri móttökur en „Viltu gjöra svo vel að vera úti með þetta hjól þitt“?
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun