The Roommates (Gudda - An Epic Tale) Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 10:15 Sambúðin var augsýnilega ekki hin auðveldasta en einstaklega frjó á köflum ... segir í dómnum. Fréttablaðið/Valli Leiksýningin Gudda frumsýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu, 28. ágúst á leiklistarhátíðinni Lókal Þátttakendur: Vala Höskuldsdóttir, Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir og Eva Rún Snorradóttir Guðbjörg (Gudda) og Vala leigðu íbúð á Bárugötunni í vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginkonu Völu frá 2012 til 2014. Sambúðin var augsýnilega ekki hin auðveldasta en einstaklega frjó á köflum og frekar súrrealísk ef marka má afraksturinn sem hægt er að sjá á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal um þessar mundir. Lókal er vettvangur sviðslistatilrauna og þar á Gudda vel heima. Verkið er hvort tveggja tilraun með sviðslistaformið og tilraun til þess að hjálpa Guddu að veita orku sinni í skapandi farveg án þess að fulkomnunarárátta hennar taki öll völd. Vala setur henni markmið byggð á lífi Guddu sem hún síðan framkvæmir innan skýrra tímamarka. Sviðsetningin er fábrotin í fyrstu en springur síðan út eins og pottablóm þegar líður á sýninguna, í góðum takt við uppbrot á sýningunni sem þróast í óvænta og einlæga átt í seinni helmingnum. Áhrifamestu atriðin eiga sér stað þegar Gudda sjálf fær lausan tauminn til að vera hún sjálf, leika sér og sýna sína innri manneskju, eða í sumum tilfellum heilt þorp af persónum sem búa innra með henni. Sérstaklega eftirminnilegt er atriði þar sem þær gefa áhorfendum magnaða og átakanlega innsýn í hinn gráa heim þunglyndis. Einnig er frábært augnablik þar sem Gudda leikur á sinn einstaka hátt Lé konung, Macbeth, lafði Macbeth og Thisbe úr Draumur á Jónsmessunótt í einni hendingu, á sjö mínútum. Þrátt fyrir að samband meðleigjendanna sé grunnurinn að verkinu er ekki kafað nógu djúpt í samband þeirra heldur er fókusinn aðallega á Guddu sjálfri. Stilla þarf sýninguna betur af og fá rödd Völu, sem er líka með virkilega skemmtilega nærveru, meira inn í sýninguna og skerpa innri ramma verksins sem birtist á mjög fallegan hátt undir lokin sem falleg vinátta með öllum sínum blæbrigðum. (Sýningin fer fram að mestu á ensku). Sigríður JónsdóttirNiðurstaða: Áhugaverð sviðslistatilraun sem hittir reglulega beint í hjartastað en þyrfti skýrari driffjöður. Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiksýningin Gudda frumsýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu, 28. ágúst á leiklistarhátíðinni Lókal Þátttakendur: Vala Höskuldsdóttir, Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir og Eva Rún Snorradóttir Guðbjörg (Gudda) og Vala leigðu íbúð á Bárugötunni í vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginkonu Völu frá 2012 til 2014. Sambúðin var augsýnilega ekki hin auðveldasta en einstaklega frjó á köflum og frekar súrrealísk ef marka má afraksturinn sem hægt er að sjá á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal um þessar mundir. Lókal er vettvangur sviðslistatilrauna og þar á Gudda vel heima. Verkið er hvort tveggja tilraun með sviðslistaformið og tilraun til þess að hjálpa Guddu að veita orku sinni í skapandi farveg án þess að fulkomnunarárátta hennar taki öll völd. Vala setur henni markmið byggð á lífi Guddu sem hún síðan framkvæmir innan skýrra tímamarka. Sviðsetningin er fábrotin í fyrstu en springur síðan út eins og pottablóm þegar líður á sýninguna, í góðum takt við uppbrot á sýningunni sem þróast í óvænta og einlæga átt í seinni helmingnum. Áhrifamestu atriðin eiga sér stað þegar Gudda sjálf fær lausan tauminn til að vera hún sjálf, leika sér og sýna sína innri manneskju, eða í sumum tilfellum heilt þorp af persónum sem búa innra með henni. Sérstaklega eftirminnilegt er atriði þar sem þær gefa áhorfendum magnaða og átakanlega innsýn í hinn gráa heim þunglyndis. Einnig er frábært augnablik þar sem Gudda leikur á sinn einstaka hátt Lé konung, Macbeth, lafði Macbeth og Thisbe úr Draumur á Jónsmessunótt í einni hendingu, á sjö mínútum. Þrátt fyrir að samband meðleigjendanna sé grunnurinn að verkinu er ekki kafað nógu djúpt í samband þeirra heldur er fókusinn aðallega á Guddu sjálfri. Stilla þarf sýninguna betur af og fá rödd Völu, sem er líka með virkilega skemmtilega nærveru, meira inn í sýninguna og skerpa innri ramma verksins sem birtist á mjög fallegan hátt undir lokin sem falleg vinátta með öllum sínum blæbrigðum. (Sýningin fer fram að mestu á ensku). Sigríður JónsdóttirNiðurstaða: Áhugaverð sviðslistatilraun sem hittir reglulega beint í hjartastað en þyrfti skýrari driffjöður.
Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira