Innrásin í þig Hallgrímur Helgason skrifar 8. september 2014 07:00 Stundum getur einn maður breytt heiminum, hafi hann hugrekkið til þess. Ætli við getum ekki kallað Edward Snowden slíkan mann. Nú er liðið rúmt ár frá því hann gekk úr starfi sínu fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði land og færði heimsbyggðinni fréttir sem voru svo slæmar og svo stórar að við erum enn að melta þær. Skúrkur eða hetja? spyrja landar hans enn. Eftir því sem tíminn líður hallast sífellt fleiri að því síðarnefnda. Sjálfur ber Snowden sér ekki á brjóst en þessi smávaxni, grannholda maður virðist þó búa yfir miklum innri styrk. „Þótt ég myndi enda í Guantánamo hefði ég ekki gert neitt öðruvísi.“ Slíkir menn eru dýrmætir í heimi sem ferðast sífellt hraðar frá þeirri samtíð sem við teljum okkur skilja. Án þeirra væri okkur alls ókunnugt um framferði myrkrahöfðingjanna sem líkt og í amerískri formúlukvikmynd sitja í kjarnorkubyrgjum sínum útí eyðimörkinni og sanka að sér lífum okkar allra, sjúga úr okkur staðreyndir, símtöl og ljósmyndir, sem við héldum í sakleysi okkar að við ættum ein, í mesta lagi fésbókarvinirnir líka. (Sjálfsagt mun orðið „Snowden“ tryggja tölvupósti til Fréttablaðsins, með þessari grein í viðhengi, eilíft líf í gagnaveri vestur í Utah.) Tæknin er hérinn en þekkingin er skjaldbakan, það þekkjum við Íslendingar. Okkar sérstaka skjaldbaka silast enn um slóðir hérans fyrir hrun. Og á meðan tæknin fær að athafna sig utan við upplýsta umræðu, í rökkrinu sem ríkir handan við núið og internetið, mun hún alltaf ganga lengra en löglegt er. Það er víst í eðli mannsins, spennandi nýjungar gera hann óprúttinn. En ekki þarf nema einn mann til að kveikja ljósið og þá blasa myrkraverkin við. Og heimurinn rankar við sér: Innrásin í Írak gat af sér aðra: Innrásina í þig. Því miður hefur umræðan um Snowden farið fram hjá mörgum hérlendis sem annarstaðar. Af því tilefni er efnt til upplestra víða um heim í kvöld, 8. september. Í alþjóðlegu átaki kemur fólk saman og les upp orð hans, allt frá Lillehammer til Cape Town, frá Nýja-Sjálandi til Kólumbíu. Framlag okkar verður á Loft Hostel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Stundum getur einn maður breytt heiminum, hafi hann hugrekkið til þess. Ætli við getum ekki kallað Edward Snowden slíkan mann. Nú er liðið rúmt ár frá því hann gekk úr starfi sínu fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði land og færði heimsbyggðinni fréttir sem voru svo slæmar og svo stórar að við erum enn að melta þær. Skúrkur eða hetja? spyrja landar hans enn. Eftir því sem tíminn líður hallast sífellt fleiri að því síðarnefnda. Sjálfur ber Snowden sér ekki á brjóst en þessi smávaxni, grannholda maður virðist þó búa yfir miklum innri styrk. „Þótt ég myndi enda í Guantánamo hefði ég ekki gert neitt öðruvísi.“ Slíkir menn eru dýrmætir í heimi sem ferðast sífellt hraðar frá þeirri samtíð sem við teljum okkur skilja. Án þeirra væri okkur alls ókunnugt um framferði myrkrahöfðingjanna sem líkt og í amerískri formúlukvikmynd sitja í kjarnorkubyrgjum sínum útí eyðimörkinni og sanka að sér lífum okkar allra, sjúga úr okkur staðreyndir, símtöl og ljósmyndir, sem við héldum í sakleysi okkar að við ættum ein, í mesta lagi fésbókarvinirnir líka. (Sjálfsagt mun orðið „Snowden“ tryggja tölvupósti til Fréttablaðsins, með þessari grein í viðhengi, eilíft líf í gagnaveri vestur í Utah.) Tæknin er hérinn en þekkingin er skjaldbakan, það þekkjum við Íslendingar. Okkar sérstaka skjaldbaka silast enn um slóðir hérans fyrir hrun. Og á meðan tæknin fær að athafna sig utan við upplýsta umræðu, í rökkrinu sem ríkir handan við núið og internetið, mun hún alltaf ganga lengra en löglegt er. Það er víst í eðli mannsins, spennandi nýjungar gera hann óprúttinn. En ekki þarf nema einn mann til að kveikja ljósið og þá blasa myrkraverkin við. Og heimurinn rankar við sér: Innrásin í Írak gat af sér aðra: Innrásina í þig. Því miður hefur umræðan um Snowden farið fram hjá mörgum hérlendis sem annarstaðar. Af því tilefni er efnt til upplestra víða um heim í kvöld, 8. september. Í alþjóðlegu átaki kemur fólk saman og les upp orð hans, allt frá Lillehammer til Cape Town, frá Nýja-Sjálandi til Kólumbíu. Framlag okkar verður á Loft Hostel.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun