Munu Skotar taka upp skoskt pund? Bolli Héðinsson skrifar 9. september 2014 12:00 Því er fljótsvarað og svarið er nei. En hvers vegna munu þeir ekki vilja það? Þeir átta sig á að til þess er hagkerfi þeirra of smátt og þjóðin of fámenn til að það borgi sig að stofna til eigin gjaldmiðils vilji þeir vera með samkeppnisfært atvinnulíf. Skotar munu á næstunni ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort þeir eigi áfram að vera hluti af Stóra-Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Eitt stærsta málið í kosningunum hefur verið spurningin um gjaldmiðilinn sem þeir ætla sér að nota í framtíðinni ef þeir kjósa sjálfstæði. Það hvarflar nánast ekki að nokkrum manni í Skotlandi að koma sér upp eigin mynt, t.d. skosku pundi. Þeir átta sig á að slíkur gjaldmiðill væri allt of smár fyrir opið hagkerfi þeirra þó það yrði alls engin örmynt líkt og íslenska krónan.Þjóð meðal þjóða innan ESB Ef Skotar kjósa sjálfstæði munu þeir annaðhvort leita ásjár hjá stjórninni í Lundúnum og falast eftir að fá að nota sterlingspundið áfram eða að taka upp evru í framhaldi af aðild að Evrópusambandinu (ESB). Skoskir sjálfstæðissinnar hyggjast sækja um aðild að Evrópusambandinu og telja að aðild að ESB sé einmitt besta staðfesting sem völ er á, því að sjálfstæðir Skotar verði þar með orðnir fullgild þjóð meðal þjóða. Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðarskipan peningamála. Í ljósi þess hvernig Skotar meta þá stöðu sem þeir eru í þá ætti það að verða mönnum umhugsunarefni sem halda því fram að Íslandi sé best borgið með eigin gjaldmiðil, íslenska krónu. Krónan er gjaldmiðill sem varð að nánast engu á þeim 90 árum sem hún hefur þraukað frá því verðgildi hennar var slitið frá verðgildi dönsku krónunnar. Þannig hefur þetta verið þrátt fyrir að krónan hafi verið meira og minna í höftum nánast allan þennan tíma og ekki fyrirséð að hún eigi sér lífdaga nema í áframhaldandi höftum og verðtryggingu. Nýjustu fréttir herma að stýrivextir evrunnar séu komnir niður í 0,05%. Nýjasta stýrivaxtaákvörðun fyrir íslensku krónuna var 5%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Því er fljótsvarað og svarið er nei. En hvers vegna munu þeir ekki vilja það? Þeir átta sig á að til þess er hagkerfi þeirra of smátt og þjóðin of fámenn til að það borgi sig að stofna til eigin gjaldmiðils vilji þeir vera með samkeppnisfært atvinnulíf. Skotar munu á næstunni ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort þeir eigi áfram að vera hluti af Stóra-Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Eitt stærsta málið í kosningunum hefur verið spurningin um gjaldmiðilinn sem þeir ætla sér að nota í framtíðinni ef þeir kjósa sjálfstæði. Það hvarflar nánast ekki að nokkrum manni í Skotlandi að koma sér upp eigin mynt, t.d. skosku pundi. Þeir átta sig á að slíkur gjaldmiðill væri allt of smár fyrir opið hagkerfi þeirra þó það yrði alls engin örmynt líkt og íslenska krónan.Þjóð meðal þjóða innan ESB Ef Skotar kjósa sjálfstæði munu þeir annaðhvort leita ásjár hjá stjórninni í Lundúnum og falast eftir að fá að nota sterlingspundið áfram eða að taka upp evru í framhaldi af aðild að Evrópusambandinu (ESB). Skoskir sjálfstæðissinnar hyggjast sækja um aðild að Evrópusambandinu og telja að aðild að ESB sé einmitt besta staðfesting sem völ er á, því að sjálfstæðir Skotar verði þar með orðnir fullgild þjóð meðal þjóða. Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðarskipan peningamála. Í ljósi þess hvernig Skotar meta þá stöðu sem þeir eru í þá ætti það að verða mönnum umhugsunarefni sem halda því fram að Íslandi sé best borgið með eigin gjaldmiðil, íslenska krónu. Krónan er gjaldmiðill sem varð að nánast engu á þeim 90 árum sem hún hefur þraukað frá því verðgildi hennar var slitið frá verðgildi dönsku krónunnar. Þannig hefur þetta verið þrátt fyrir að krónan hafi verið meira og minna í höftum nánast allan þennan tíma og ekki fyrirséð að hún eigi sér lífdaga nema í áframhaldandi höftum og verðtryggingu. Nýjustu fréttir herma að stýrivextir evrunnar séu komnir niður í 0,05%. Nýjasta stýrivaxtaákvörðun fyrir íslensku krónuna var 5%.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar