Íslenskir yfirburðir í norsku úrvalsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2014 06:00 Hjörtur Logi hefur verið duglegur að mata samherja sína. vísir/vilhelm Það er óhætt að segja að íslenskir leikmenn hafi gert það gott í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Eins og margoft hefur komið fram er Viðar Örn Kjartansson markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk í 22 leikjum. Selfyssingurinn, sem leikur með Vålerenga, á markakóngstitilinn vísan, en næsti maður á markalistanum, Alexander Søderlund, leikmaður Rosenborg, hefur skorað 13 mörk. Stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar er fyrrverandi samherji Søderlunds hjá FH, Hjörtur Logi Valgarðsson. Vinstri bakvörðurinn hefur lagt upp átta mörk í 20 leikjum fyrir Sogndal. Christian Grindheim, leikmaður Vålerenga, og Lillestrøm-maðurinn Petter Vaagan Moen hafa einnig átt átta stoðsendingar, en þeir hafa hins vegar spilað fleiri leiki (22 og 21) en Hjörtur sem hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu frá því í nóvember 2012.Gullskórinn (nánast) tryggður Íslenskir framherjar hafa oft verið duglegir að skora í Noregi, en aldrei eins og Viðar í ár, en ef engar fótboltahamfarir eiga sér stað verður hann fyrsti Íslendingurinn til að vinna markakóngstitilinn í norsku úrvalsdeildinni. Íslenskir leikmenn hafa hins vegar þrisvar unnið silfurskóinn og bronsskóinn einu sinni. Árið 2000 varð Ríkharður Daðason næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 15 mörk í 23 leikjum fyrir Viking. Þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar það ár var einnig íslenskur, Tryggvi Guðmundsson, þáverandi leikmaður Tromsø. Hann skoraði einnig 15 mörk, en í fleiri leikjum en Ríkharður. Þetta er í eina skiptið sem tveir Íslendingar hafa verið á meðal þriggja markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. Tveimur árum síðar tryggði Tryggvi sér silfurskóinn með 15 mörkum í 25 leikjum fyrir Stabæk. Og árið 2006 varð Veigar Páll Gunnarsson svo næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 18 mörk í 15 leikjum fyrir Stabæk, en fyrir árið í ár hafði enginn Íslendingur skorað jafn mörg mörk í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili.Listin að leggja upp Hjörtur yrði hins vegar ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til að eiga flestar stoðsendingar í norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar Páll gaf til að mynda flestar stoðsendingar í deildinni tvö ár í röð, 2007 og 2008. Fyrra árið lagði hann upp 17 mörk, auk þess að skora 15, en aldrei hefur íslenskur leikmaður komið að jafn mörgum mörkum (32) í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili. Tímabilið á eftir lagði Garðbæingurinn upp 14 mörk til viðbótar við þau tíu mörk sem hann skoraði. Tímabilið 2010 gaf Veigar Páll svo næstflestar stoðsendingar í deildinni, eða tíu talsins. Aldamótaárið 2000 var gott fyrir Íslendinga í Noregi, en auk þess að vera númer tvö og þrjú á markalistanum gáfu Tryggvi og Ríkharður flestar stoðsendingar í deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir lögðu báðir upp níu mörk og komu því að 24 mörkum hvor á tímabilinu. Þá lagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, þáverandi leikmaður Sandnes Ulf, upp átta mörk árið 2012, en aðeins tveir leikmenn gáfu fleiri stoðsendingar það tímabilið. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að íslenskir leikmenn hafi gert það gott í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Eins og margoft hefur komið fram er Viðar Örn Kjartansson markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk í 22 leikjum. Selfyssingurinn, sem leikur með Vålerenga, á markakóngstitilinn vísan, en næsti maður á markalistanum, Alexander Søderlund, leikmaður Rosenborg, hefur skorað 13 mörk. Stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar er fyrrverandi samherji Søderlunds hjá FH, Hjörtur Logi Valgarðsson. Vinstri bakvörðurinn hefur lagt upp átta mörk í 20 leikjum fyrir Sogndal. Christian Grindheim, leikmaður Vålerenga, og Lillestrøm-maðurinn Petter Vaagan Moen hafa einnig átt átta stoðsendingar, en þeir hafa hins vegar spilað fleiri leiki (22 og 21) en Hjörtur sem hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu frá því í nóvember 2012.Gullskórinn (nánast) tryggður Íslenskir framherjar hafa oft verið duglegir að skora í Noregi, en aldrei eins og Viðar í ár, en ef engar fótboltahamfarir eiga sér stað verður hann fyrsti Íslendingurinn til að vinna markakóngstitilinn í norsku úrvalsdeildinni. Íslenskir leikmenn hafa hins vegar þrisvar unnið silfurskóinn og bronsskóinn einu sinni. Árið 2000 varð Ríkharður Daðason næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 15 mörk í 23 leikjum fyrir Viking. Þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar það ár var einnig íslenskur, Tryggvi Guðmundsson, þáverandi leikmaður Tromsø. Hann skoraði einnig 15 mörk, en í fleiri leikjum en Ríkharður. Þetta er í eina skiptið sem tveir Íslendingar hafa verið á meðal þriggja markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. Tveimur árum síðar tryggði Tryggvi sér silfurskóinn með 15 mörkum í 25 leikjum fyrir Stabæk. Og árið 2006 varð Veigar Páll Gunnarsson svo næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 18 mörk í 15 leikjum fyrir Stabæk, en fyrir árið í ár hafði enginn Íslendingur skorað jafn mörg mörk í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili.Listin að leggja upp Hjörtur yrði hins vegar ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til að eiga flestar stoðsendingar í norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar Páll gaf til að mynda flestar stoðsendingar í deildinni tvö ár í röð, 2007 og 2008. Fyrra árið lagði hann upp 17 mörk, auk þess að skora 15, en aldrei hefur íslenskur leikmaður komið að jafn mörgum mörkum (32) í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili. Tímabilið á eftir lagði Garðbæingurinn upp 14 mörk til viðbótar við þau tíu mörk sem hann skoraði. Tímabilið 2010 gaf Veigar Páll svo næstflestar stoðsendingar í deildinni, eða tíu talsins. Aldamótaárið 2000 var gott fyrir Íslendinga í Noregi, en auk þess að vera númer tvö og þrjú á markalistanum gáfu Tryggvi og Ríkharður flestar stoðsendingar í deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir lögðu báðir upp níu mörk og komu því að 24 mörkum hvor á tímabilinu. Þá lagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, þáverandi leikmaður Sandnes Ulf, upp átta mörk árið 2012, en aðeins tveir leikmenn gáfu fleiri stoðsendingar það tímabilið.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti