Segir aðgengi 25 ára og eldri að framhaldsskólum skerðast Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. september 2014 10:00 Stjórn Kennarasambands Íslands segir styrk íslenska framhaldsskólans hafa falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. VÍSIR/GVA Aðgengi eldri nemenda að framhaldsskólum landsins verður skert samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. „Takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár. Ég finn engar mótvægisaðgerðir í fjárliðum sem tengjast símenntun og fullorðinsfræðslu. Þessir liðir hækka ekki á móti. Þessi úrræði eru auk þess miklu dýrari en framhaldsskólinn.“Guðríður ArnardóttirGuðríður bendir jafnframt á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar síðastliðnum hafi komið fram að framlög til framhaldsskólanna hafi dregist saman um 2 milljarða frá 2008 til 2012. Þar komi einnig fram að bæði fulltrúar menntamálaráðuneytisins og framhaldsskólanna séu á einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. „Í fjárlagafrumvarpinu er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu. Gert er ráð fyrir frekari niðurskurði, meðal annars á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7 prósent strax á næsta ári. Ólíklegt er að skólar nái að bregðast við þessari kröfu strax um áramót. Þetta mun leggjast á af tvöföldum þunga á haustönn,“ segir Guðríður. Fulltrúar Kennarasambands Íslands voru ekki boðaðir til samráðs um tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra sem lögð var fram í vor, að því er Guðríður greinir frá. „Við höfum beðið eftir því að vera boðuð til samráðs. Í Hvítbókinni eru lagðar fram tillögur sem menntamálaráðherra segir að séu umræðugrundvöllur. Það er sérkennilegt að sjá fyrir sér vinnu við stefnumótun í menntamálum þegar fulltrúar 10 þúsunda manna stéttarfélags fagmanna á öllum skólastigum eru ekki kallaðir að borðinu. Með þessari skerðingu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sýnist mér að búið sé að taka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs. Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Stefnan sem lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu er algjör viðsnúningur.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Aðgengi eldri nemenda að framhaldsskólum landsins verður skert samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. „Takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár. Ég finn engar mótvægisaðgerðir í fjárliðum sem tengjast símenntun og fullorðinsfræðslu. Þessir liðir hækka ekki á móti. Þessi úrræði eru auk þess miklu dýrari en framhaldsskólinn.“Guðríður ArnardóttirGuðríður bendir jafnframt á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar síðastliðnum hafi komið fram að framlög til framhaldsskólanna hafi dregist saman um 2 milljarða frá 2008 til 2012. Þar komi einnig fram að bæði fulltrúar menntamálaráðuneytisins og framhaldsskólanna séu á einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. „Í fjárlagafrumvarpinu er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu. Gert er ráð fyrir frekari niðurskurði, meðal annars á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7 prósent strax á næsta ári. Ólíklegt er að skólar nái að bregðast við þessari kröfu strax um áramót. Þetta mun leggjast á af tvöföldum þunga á haustönn,“ segir Guðríður. Fulltrúar Kennarasambands Íslands voru ekki boðaðir til samráðs um tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra sem lögð var fram í vor, að því er Guðríður greinir frá. „Við höfum beðið eftir því að vera boðuð til samráðs. Í Hvítbókinni eru lagðar fram tillögur sem menntamálaráðherra segir að séu umræðugrundvöllur. Það er sérkennilegt að sjá fyrir sér vinnu við stefnumótun í menntamálum þegar fulltrúar 10 þúsunda manna stéttarfélags fagmanna á öllum skólastigum eru ekki kallaðir að borðinu. Með þessari skerðingu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sýnist mér að búið sé að taka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs. Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Stefnan sem lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu er algjör viðsnúningur.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira