Ung kona með heila – GISP! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. september 2014 10:00 Emma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauðsyn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugardaginn. Átakið gengur út á það að virkja einn milljarð karlmanna í baráttunni gegn kynjamismunun. Ræða Watson vakti heimsathygli og varla til sá fjölmiðill í hinum vestræna heimi sem ekki hefur slegið henni upp í helstu fréttum. Ástæðan er þó varla sú að ræðan hafi innihaldið einhver ný sannindi, þar var satt best að segja ekkert að finna sem ekki hefur margsinnis verið tönnlast á áður. Nei, það hlýtur að vera frægð leikkonunnar, útlit og ungur aldur sem veldur þessum viðbrögðum. Tuttugu og fjögurra ára kvenkyns Hollywood-stjarna, fyrrverandi barnastjarna meira að segja, sem getur hugsað heila hugsun og þorir að setja hana fram þykir sem sagt afspyrnu fréttnæmt fyrirbæri. Hefði ræðuhaldarinn verið þekktur femínisti á sextugsaldri, til dæmis, hefði varla nokkur fjölmiðill nennt að slá því upp að henni fyndist jafnrétti kynjanna snerta bæði kynin. Segir það sig ekki líka sjálft? Það er mikið talað um æskudýrkun samtímans og eflaust einhverjir sem vilja flokka þessa athygli sem ræða Watson fær sem enn eitt dæmið um hana. En sé dæmið sett í samhengi við þá umfjöllun sem ungt fólk fær sem vitsmunaverur og aktívistar er mun nær að flokka athyglina sem furðu yfir því að konan skuli yfirhöfuð hafa heila. Hver umfjöllunin um svokallaða millennials, fólk sem var unglingar eða börn um aldamótin, rekur aðra og útgangspunktur þeirra flestra er að Y-kynslóðin, eins og þessi aldurshópur er líka kallaður, sé sjálfhverf, löt, tölvu- og klámsjúk og hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Það vakti mikla athygli í undanfara sjálfstæðiskosninganna í Skotlandi hversu ungt fólk lét sig málið miklu skipta, þar sem almannarómurinn segir að það hafi ekki áhuga á pólitík, og hér heima má nánast daglega lesa einhverja hrokafulla athugasemd í bloggum eða Facebook-statusum um „fréttabörnin“ sem ekkert kunna og ekkert skilja og eru víst að leggja íslenska fjölmiðlun í rúst. Kynslóðin sem umræðunni stjórnar, aðallega fólk á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldri, virðist engan veginn skilja það að meint áhugaleysi ungu kynslóðarinnar á samfélagsmálum og pólitík er ekki áhugaleysi á þeim málaflokkum sem slíkum heldur hefur þetta unga fólk bara engan áhuga á að taka þátt í þeirri umræðuhefð, almennu leiðindum og hrossakaupapólitík sem fyrrnefndar kynslóðir hafa skapað. Þau vilja, eins og allar kynslóðir á undan þeim, fá að skilgreina samfélagið og pólitíkina út frá eigin forsendum, finna sínar leiðir til lausna og tengja þjóðfélagsmál og pólitík við eigin upplifanir og þann heim sem þau lifa í, ekki þann heim sem fólk yfir fimmtugu ólst upp í. Það hlýtur að vera sjálfsögð kurteisi að gefa þeim tíma og svigrúm til að þróa sína hugmyndafræði og koma sinni heimssýn á framfæri án þess ýmist að fordæma æsku þeirra og reynsluleysi eða hefja það upp til skýjanna að ungt fólk hafi skoðun yfirleitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Emma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauðsyn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugardaginn. Átakið gengur út á það að virkja einn milljarð karlmanna í baráttunni gegn kynjamismunun. Ræða Watson vakti heimsathygli og varla til sá fjölmiðill í hinum vestræna heimi sem ekki hefur slegið henni upp í helstu fréttum. Ástæðan er þó varla sú að ræðan hafi innihaldið einhver ný sannindi, þar var satt best að segja ekkert að finna sem ekki hefur margsinnis verið tönnlast á áður. Nei, það hlýtur að vera frægð leikkonunnar, útlit og ungur aldur sem veldur þessum viðbrögðum. Tuttugu og fjögurra ára kvenkyns Hollywood-stjarna, fyrrverandi barnastjarna meira að segja, sem getur hugsað heila hugsun og þorir að setja hana fram þykir sem sagt afspyrnu fréttnæmt fyrirbæri. Hefði ræðuhaldarinn verið þekktur femínisti á sextugsaldri, til dæmis, hefði varla nokkur fjölmiðill nennt að slá því upp að henni fyndist jafnrétti kynjanna snerta bæði kynin. Segir það sig ekki líka sjálft? Það er mikið talað um æskudýrkun samtímans og eflaust einhverjir sem vilja flokka þessa athygli sem ræða Watson fær sem enn eitt dæmið um hana. En sé dæmið sett í samhengi við þá umfjöllun sem ungt fólk fær sem vitsmunaverur og aktívistar er mun nær að flokka athyglina sem furðu yfir því að konan skuli yfirhöfuð hafa heila. Hver umfjöllunin um svokallaða millennials, fólk sem var unglingar eða börn um aldamótin, rekur aðra og útgangspunktur þeirra flestra er að Y-kynslóðin, eins og þessi aldurshópur er líka kallaður, sé sjálfhverf, löt, tölvu- og klámsjúk og hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Það vakti mikla athygli í undanfara sjálfstæðiskosninganna í Skotlandi hversu ungt fólk lét sig málið miklu skipta, þar sem almannarómurinn segir að það hafi ekki áhuga á pólitík, og hér heima má nánast daglega lesa einhverja hrokafulla athugasemd í bloggum eða Facebook-statusum um „fréttabörnin“ sem ekkert kunna og ekkert skilja og eru víst að leggja íslenska fjölmiðlun í rúst. Kynslóðin sem umræðunni stjórnar, aðallega fólk á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldri, virðist engan veginn skilja það að meint áhugaleysi ungu kynslóðarinnar á samfélagsmálum og pólitík er ekki áhugaleysi á þeim málaflokkum sem slíkum heldur hefur þetta unga fólk bara engan áhuga á að taka þátt í þeirri umræðuhefð, almennu leiðindum og hrossakaupapólitík sem fyrrnefndar kynslóðir hafa skapað. Þau vilja, eins og allar kynslóðir á undan þeim, fá að skilgreina samfélagið og pólitíkina út frá eigin forsendum, finna sínar leiðir til lausna og tengja þjóðfélagsmál og pólitík við eigin upplifanir og þann heim sem þau lifa í, ekki þann heim sem fólk yfir fimmtugu ólst upp í. Það hlýtur að vera sjálfsögð kurteisi að gefa þeim tíma og svigrúm til að þróa sína hugmyndafræði og koma sinni heimssýn á framfæri án þess ýmist að fordæma æsku þeirra og reynsluleysi eða hefja það upp til skýjanna að ungt fólk hafi skoðun yfirleitt.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar