Vondir útlendingar Stjórnarmaðurinn skrifar 1. október 2014 15:00 Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. Stjórnarmaðurinn las því af athygli grein forstjóra Kaffitárs í Markaðnum í síðustu viku, þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulag við útboðsferlið, og að til standi að gera samning við „alþjóðlegt stórfyrirtæki sem rekur um þrjú þúsund verslanir og sérhæfir sig í rekstri í flugstöðvum”. Í tengslum við útboðsferlið hefur jafnframt komið fram að danska kaffihúsakeðjan Joe & the Juice sé eitt þeirra fyrirtækja sem fái pláss í flugstöðinni, og þá væntanlega sem undirleigutaki hjá fyrrnefndu alþjóðlegu stórfyrirtæki. Fréttir hafa verið sagðar af því að þetta fari fyrir brjóstið á þeim sem fyrir eru á fleti, enda þyki skorta á íslenskan varning og áherslur hjá Joe & the Juice. Forstjóri Kaffitárs og kollegar hennar spila þarna út þekktu spili, sem sumir myndu kalla útlendingsspilið, og gefa í skyn að Isavia sé að bregðast þjóð sinni. Rétt hefði verið að úthluta leiguplássum í fríhöfninni á þjóðernislegum forsendum. Stjórnarmaðurinn er sem fyrr segir aðdáandi Kaffitárs, enda fyrirtækið eitt þeirra sem þakka má þá framúrskarandi kaffimenningu sem nú þrífst á Íslandi. Hann er þó ósammála því að sérstök þjóðernisrök eigi að ráða för þegar verslunarplássi er úthlutað. Þess utan er hæpið að segja Kaffitár að einhverju leyti „íslenskara“ en til dæmis Joe & the Juice. Kaffitár er tiltölulega hefðbundin kaffihúsakeðja að erlendri fyrirmynd – stjórnarmaðurinn veit a.m.k. ekki til þess að hafin sé kaffibaunarækt í ylhúsum í Hveragerði. Með sömu rökum er hæpið að kalla Joe & the Juice „danska kaffihúsakeðju”, enda íslensk útgáfa þess ágæta staðar rekin af hérlendu rekstrarfélagi, með íslenska kennitölu og höfuðstöðvar, þótt félagið borgi vafalaust erlendu eignarhaldsfélagi mánaðarlegt leyfisgjald. Við skulum því anda rólega, og fagna því að „alþjóðlegt stórfyrirtæki” sækist eftir því að stunda viðskipti hér á landi.Að gleypa fréttatilkynningu Stjórnarmanninum hefur lengi þótt vanta ákafann í íslenska viðskiptablaðamenn, enda virðist nokkuð landlægt í þeirri ágætu stétt að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Því kom honum ekki á óvart að sjá einfaldar fyrirsagnir á borð við „MP banki selur MP Pension Fund Baltic”, þegar greint var frá sölu MP banka á litháísku dótturfélagi sínu. Þarna vantaði að menn spyrðu sig hvers vegna bankinn losaði þessa erlendu eign sína, sem á tíma gjaldeyrishafta hlýtur að teljast nokkuð eftirsóknarverð. Kannski hefði eðlilegri fyrirsögn verið eitthvað á þessa leið:„Vantar MP banka reiðufé?“ Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 „Hækkun á virðisaukaskatti á bækur fer illa saman við yfirlýsta stefnu stjórnvalda" Stjórn Kennarasambands Íslands mótmælir harðlega áformum stjórnvalda að hækka lægra þrep virðisaukaskatts úr 7% í 12% en þetta kemur fram í ályktun frá KÍ. 19. september 2014 13:36 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. Stjórnarmaðurinn las því af athygli grein forstjóra Kaffitárs í Markaðnum í síðustu viku, þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulag við útboðsferlið, og að til standi að gera samning við „alþjóðlegt stórfyrirtæki sem rekur um þrjú þúsund verslanir og sérhæfir sig í rekstri í flugstöðvum”. Í tengslum við útboðsferlið hefur jafnframt komið fram að danska kaffihúsakeðjan Joe & the Juice sé eitt þeirra fyrirtækja sem fái pláss í flugstöðinni, og þá væntanlega sem undirleigutaki hjá fyrrnefndu alþjóðlegu stórfyrirtæki. Fréttir hafa verið sagðar af því að þetta fari fyrir brjóstið á þeim sem fyrir eru á fleti, enda þyki skorta á íslenskan varning og áherslur hjá Joe & the Juice. Forstjóri Kaffitárs og kollegar hennar spila þarna út þekktu spili, sem sumir myndu kalla útlendingsspilið, og gefa í skyn að Isavia sé að bregðast þjóð sinni. Rétt hefði verið að úthluta leiguplássum í fríhöfninni á þjóðernislegum forsendum. Stjórnarmaðurinn er sem fyrr segir aðdáandi Kaffitárs, enda fyrirtækið eitt þeirra sem þakka má þá framúrskarandi kaffimenningu sem nú þrífst á Íslandi. Hann er þó ósammála því að sérstök þjóðernisrök eigi að ráða för þegar verslunarplássi er úthlutað. Þess utan er hæpið að segja Kaffitár að einhverju leyti „íslenskara“ en til dæmis Joe & the Juice. Kaffitár er tiltölulega hefðbundin kaffihúsakeðja að erlendri fyrirmynd – stjórnarmaðurinn veit a.m.k. ekki til þess að hafin sé kaffibaunarækt í ylhúsum í Hveragerði. Með sömu rökum er hæpið að kalla Joe & the Juice „danska kaffihúsakeðju”, enda íslensk útgáfa þess ágæta staðar rekin af hérlendu rekstrarfélagi, með íslenska kennitölu og höfuðstöðvar, þótt félagið borgi vafalaust erlendu eignarhaldsfélagi mánaðarlegt leyfisgjald. Við skulum því anda rólega, og fagna því að „alþjóðlegt stórfyrirtæki” sækist eftir því að stunda viðskipti hér á landi.Að gleypa fréttatilkynningu Stjórnarmanninum hefur lengi þótt vanta ákafann í íslenska viðskiptablaðamenn, enda virðist nokkuð landlægt í þeirri ágætu stétt að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Því kom honum ekki á óvart að sjá einfaldar fyrirsagnir á borð við „MP banki selur MP Pension Fund Baltic”, þegar greint var frá sölu MP banka á litháísku dótturfélagi sínu. Þarna vantaði að menn spyrðu sig hvers vegna bankinn losaði þessa erlendu eign sína, sem á tíma gjaldeyrishafta hlýtur að teljast nokkuð eftirsóknarverð. Kannski hefði eðlilegri fyrirsögn verið eitthvað á þessa leið:„Vantar MP banka reiðufé?“ Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 „Hækkun á virðisaukaskatti á bækur fer illa saman við yfirlýsta stefnu stjórnvalda" Stjórn Kennarasambands Íslands mótmælir harðlega áformum stjórnvalda að hækka lægra þrep virðisaukaskatts úr 7% í 12% en þetta kemur fram í ályktun frá KÍ. 19. september 2014 13:36 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00
„Hækkun á virðisaukaskatti á bækur fer illa saman við yfirlýsta stefnu stjórnvalda" Stjórn Kennarasambands Íslands mótmælir harðlega áformum stjórnvalda að hækka lægra þrep virðisaukaskatts úr 7% í 12% en þetta kemur fram í ályktun frá KÍ. 19. september 2014 13:36