Innlent

Göngubrú yfir Fossvog geti borið strætisvagna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Tengja á Kópavog og Reykjavík með brú úr Kársnesi yfir Fossvoginn.
Tengja á Kópavog og Reykjavík með brú úr Kársnesi yfir Fossvoginn. Mynd/Alark

Samstaða er milli borgaryfirvalda í Reykjavík og bæjaryfirvalda í Kópavogi um að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði hönnuð þannig að hún geti borið strætisvagna þótt hún sé fyrst og fremst ætluð fyrir gangandi vegfarendur og hjólafólk.



Málefni Fossvogs voru rædd á fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra fyrir rúmri viku. Þar var samþykkt að halda fund með Vegagerðinni varðandi Fossvogsbrú því mannvirkið væri svokallaður stofnstígur milli sveitarfélaga. Þá var embættismönnum falið að ræða við siglingamenn sem gagnrýnt hafa brúaráformin.



Á fundinum var einnig rætt um staðsetningu sameiginlegrar sundlaugar í Fossvogsdal. Skoða á þrjá staði nánar. Að því loknu verður unnið sameiginlegt skipulag fyrir dalinn í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×