Soffía Sveinsdóttir, veðurfréttakona á Stöð 2, gekk fyrir helgi á hæsta tind Norður-Afríku, hinn 4.167 metra háa Toubkal í Marokkó. Soffía var í góðum höndum í ferðinni því Leifur Örn Svavarsson Everestfari var fararstjóri.
„Gangan gekk mjög vel og það fann enginn fyrir hæðarveiki,“ segir Soffía sem gekk með þrettán manna hópi frá Trimmklúbbi Seltjarnarness.
„Þetta var sex daga gönguferð í Atlasfjöllunum í Marokkó sem lauk á því að við gengum upp Toubkal,“ segir Soffía.
