Rétturinn til að auðkenna sig Toshiki Toma skrifar 15. október 2014 07:00 Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auðkenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórnsýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala. Ef um ferðamenn er að ræða, geta þeir vísað til vegabréfs síns eða ökuskírteinis ef þeir þurfa að auðkenna sig af einhverri ástæðu. Auðkenningin snýst um mannréttindi, er grundvallaratriði og ómissandi í athöfnum daglegs lífs.Utan kerfisins En þetta eru ekki sjálfssögð réttindi eins og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hérlendis, eða svokallaðir „hælisleitendur“, veit svo vel. Auðvitað fær fólk á flótta kennitölu. Það er utan kerfisins á Íslandi. Þegar slík manneskja er svo heppin að öðlast dvalarleyfi hérlendis til bráðabirgða og vinnu fær hún fyrst gefna út kennitölu, sem samt er bara til bráðabirgða. Reglugerð um útlendingalög kveður á að „Umsækjandi (um hæli) skal afhenda með umsókninni vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum“ (88 gr. 1. mgr.) en: „Umsækjandi um hæli […] skal eins fljótt og verða má eftir komu til landsins, fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ (92 gr. 1. mgr.) Það er hins vegar ekki alltaf farið eftir hinu síðarnefnda. Staðreyndin er sú að fólk á flótta verður að afhenda Útlendingastofnun skjöl sem það hefur með sér, en fær ekkert skírteini um hæli. Næstum enginn sem dvelur í Fit hosteli hefur skírteini sem auðkennir hann, þó að viðkomandi hafi verið hérlendis hálft ár eða jafnvel lengur. Þetta getur skapað margvísleg vandræði, jafnt stór sem smá. Það getur verið vesen að fara inn á skemmtistað ef maður getur ekki framvísað skírteini. Einnig er mér minnisstætt þegar strákur frá Afríku lenti í bílslysi og kalla þurfti á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að enginn gat staðfest hver hann var eða hvar hann bjó. Sem betur fer var slysið ekki alvarlegt en það gæti gerst í dag eða á morgun. Hver á að bera ábyrgð á slíku tilfelli? Auðkennisleysi fólks á flótta er ekkert nýtt mál. Við áhugafólk um flóttafólk höfum margsinnis bent Útlendingastofnun á vandamálið og krafist útbóta. Það tók ár þar til allir fengu skírteini. Við vorum ánægð í bili en núna, nokkrum árum seinna hef ég tekið eftir að flest flóttafólk sem ég þekki hefur ekki fengið skírteini aftur. Hvað er svona erfitt við að það gefa út auðkennisskírteini fyrir fólk á flótta á Íslandi sem staðfestir hvert það er (a.m.k. segist vera)? Eða eru réttindi fólks á flótta svo ómerkileg að það megi ekki einu sinni auðkenna sig sem manneskju, sem sjálfa sig. Ég óska þess að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái auðkennisskíreini fljótt og vel eins og reglugerðin kveður á um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auðkenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórnsýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala. Ef um ferðamenn er að ræða, geta þeir vísað til vegabréfs síns eða ökuskírteinis ef þeir þurfa að auðkenna sig af einhverri ástæðu. Auðkenningin snýst um mannréttindi, er grundvallaratriði og ómissandi í athöfnum daglegs lífs.Utan kerfisins En þetta eru ekki sjálfssögð réttindi eins og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hérlendis, eða svokallaðir „hælisleitendur“, veit svo vel. Auðvitað fær fólk á flótta kennitölu. Það er utan kerfisins á Íslandi. Þegar slík manneskja er svo heppin að öðlast dvalarleyfi hérlendis til bráðabirgða og vinnu fær hún fyrst gefna út kennitölu, sem samt er bara til bráðabirgða. Reglugerð um útlendingalög kveður á að „Umsækjandi (um hæli) skal afhenda með umsókninni vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum“ (88 gr. 1. mgr.) en: „Umsækjandi um hæli […] skal eins fljótt og verða má eftir komu til landsins, fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ (92 gr. 1. mgr.) Það er hins vegar ekki alltaf farið eftir hinu síðarnefnda. Staðreyndin er sú að fólk á flótta verður að afhenda Útlendingastofnun skjöl sem það hefur með sér, en fær ekkert skírteini um hæli. Næstum enginn sem dvelur í Fit hosteli hefur skírteini sem auðkennir hann, þó að viðkomandi hafi verið hérlendis hálft ár eða jafnvel lengur. Þetta getur skapað margvísleg vandræði, jafnt stór sem smá. Það getur verið vesen að fara inn á skemmtistað ef maður getur ekki framvísað skírteini. Einnig er mér minnisstætt þegar strákur frá Afríku lenti í bílslysi og kalla þurfti á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að enginn gat staðfest hver hann var eða hvar hann bjó. Sem betur fer var slysið ekki alvarlegt en það gæti gerst í dag eða á morgun. Hver á að bera ábyrgð á slíku tilfelli? Auðkennisleysi fólks á flótta er ekkert nýtt mál. Við áhugafólk um flóttafólk höfum margsinnis bent Útlendingastofnun á vandamálið og krafist útbóta. Það tók ár þar til allir fengu skírteini. Við vorum ánægð í bili en núna, nokkrum árum seinna hef ég tekið eftir að flest flóttafólk sem ég þekki hefur ekki fengið skírteini aftur. Hvað er svona erfitt við að það gefa út auðkennisskírteini fyrir fólk á flótta á Íslandi sem staðfestir hvert það er (a.m.k. segist vera)? Eða eru réttindi fólks á flótta svo ómerkileg að það megi ekki einu sinni auðkenna sig sem manneskju, sem sjálfa sig. Ég óska þess að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái auðkennisskíreini fljótt og vel eins og reglugerðin kveður á um.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun