Níu þúsund hafa smitast Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2014 07:00 Hjálparstarfsmenn meðhöndla fórnarlamb Ebólu veirunnar í Sierra Leone. vísir/afp Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús.
Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira