Íslensk drottning í Rósagarðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2014 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir tekur hér við bikarnum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna en hún er í miðjum hópnum. Mynd/Rosengård/Urszula Strin „Það var mjög skemmtilegt og mjög sérstakt fyrir mig að fá að taka við bikarnum, sérstaklega þar sem ég var ekki viðstödd þegar við tryggðum okkur titilinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir sem tók við bikarnum á sigurhátíð sænsku meistaranna í FC Rosengård um síðustu helgi. Íslenska landsliðskonan var drottningin í Rósagarðinum og er að öllum líkingum fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem tekur við stórum titli sem fyrirliði síns meistaraliðs. Sara Björk hefur byrjað atvinnumannsferilinn á nær samfelldri sigurgöngu en hún varð nú sænskur meistari í þriðja sinn á fjórum árum. Þetta tímabil var þó ólíkt hinum þremur því nú var hún komin með fyrirliðabandið.Sara Björk er einnig fyrirliði landsliðsins.vísir/gettyÞjálfarinn spurði hana „Ég var varafyrirliði í fyrra og svo tók þjálfarinn þá ákvörðun að ég yrði fyrirliði liðsins. Hann spurði mig fyrir tímabilið hvort ég vildi það og ég tók því,“ sagði Sara Björk. „Það eru eldri leikmenn í liðinu en ég veit ekki hvort þeir eru mikið reyndari. Ég hef spilað marga leiki og mikið með landsliðinu og þetta var því ekkert mál fyrir mig,“ segir Sara Björk sem er þrátt fyrir ungan aldur (24 ára) komin með 78 A-landsleiki fyrir Íslands og búin að vera byrjunarliðsleikmaður hjá stórliði í Svíþjóð í fjögur tímabil. „Við berum allar mikla virðingu hver fyrir annarri,“ segir Sara Björk spök, aðspurð hvort stórstjörnur liðsins eins og hin brasilíska Marta, hin þýska Anja Mittag og hin svissneska Ramona Bachmann hlusti eitthvað á hana.Ekki minni leiðtogi án bandsins „Ég var ekki minni leiðtogi þótt að ég væri ekki með bandið. Ég er ekki búin að breyta mér mikið en maður þarf náttúrlega að taka meiri ábyrgð. Mér finnst þetta hlutverk hafa komið til mín og ég hef alltaf verið hvetjandi og mikill leiðtogi inni á vellinum,“ segir Sara og bætir við: „Ég er samt meira svona leikmaður sem sýnir þetta inni á vellinum og er ekki með neinar svaka ræður fyrir eða eftir leik. Ég sýni það á æfingum og inni á vellinum. Ég geri miklar kröfur til mín og allra leikmannanna um að hafa mikil gæði á æfingunum og í leikjunum. Ég hef alltaf gert það og það er helsta hlutverk mitt sem fyrirliði,“ segir Sara. „Ég spila framarlega á miðjunni og er búin að vera að spila þar allt tímabilið. Það hefur gengið vel. Ég var smá vonsvikin með að hafa skorað lítið í sumar. Ég set mér alltaf markmið fyrir hvert tímabil og ég var ekki með tvö mörk í huga. Ég er því ekki alltof sátt með það en á meðan við erum að skora mörk og vinna leiki þá skiptir það ekki máli,“ sagði Sara Björk.vísir/valliSkrítið að sjá á eftir Þóru Sara Björk byrjaði tímabilið með annan Íslending með sér í liðinu en Þóra Björg Helgadóttir yfirgaf félagið um mitt sumar og fór heim til Íslands. „Það var rosalega skrítið að sjá á eftir Þóru. Öll lið myndu sjá á eftir henni því hún er heimsklassaleikmaður og maður finnur fyrir miklu öryggi þegar hún er í markinu. Það var smá munur þegar hún fór og maður fann alveg fyrir því,“ segir Sara. Tímabilið er ekki búið þótt sænski titillinn sé í höfn því liðið spilar tvo Meistaradeildarleiki í nóvember. „Seinustu ár höfum við verið smá svekktar að hafa ekki komist lengra í Meistaradeildinni. Ég veit ekki hvort við höfum verðskuldað að komast mikið lengra en mér finnst við hafa alla burði til þess í ár. Það yrði draumur að komast í úrslitaleikinn og það er markmiðið okkar. Það væri síðan toppurinn að vinna úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ segir Sara en Rosengård mætir danska liðinu Fortuna Hjörring í sextán liða úrslitunum.Mörg önnur augnablik Sara Björk tók við bikarnum á sunnudaginn umkringd stórstjörnum liðsins. „Þetta er í þriðja sinn sem við vinnum bikarinn og í fyrsta skiptið sem ég tek við bikarnum sem fyrirliði. Auðvitað var það sérstakt og þetta er sú tilfinning sem maður vill fá og ég er alltaf að vinna að því sem fótboltakona að fá að upplifa svona augnablik. Það eru mörg önnur augnablik sem mig langar líka til að upplifa,“ segir Sara.Er ennþá ung Sara Björk fór út 19 ára gömul og var orðin meistari í þriðja sinn fyrir 24 ára afmælið í lok september. „Það var frábært skref fyrir mig að fara beint í svona stórlið. Ég er enn þá ung og þegar búin að vinna þessa þrjá titla,“ segir Sara og leynir því ekki að hún ætlar sér í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem verður í Berlín í maí. „Ég hef mikla löngun í þá tilfinningu sem fylgir því að spila úrslitaleik í Meistaradeildinni. Við erum með það góðan hóp að við getum gert það en við erum jafnframt einu leikmennirnir sem hindra okkur í að komast svona langt. Við þurfum bara að hafa trú á því að við getum komist svona langt,“ sagði Sara Björk að lokum. ooj@frettabladid.is Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Það var mjög skemmtilegt og mjög sérstakt fyrir mig að fá að taka við bikarnum, sérstaklega þar sem ég var ekki viðstödd þegar við tryggðum okkur titilinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir sem tók við bikarnum á sigurhátíð sænsku meistaranna í FC Rosengård um síðustu helgi. Íslenska landsliðskonan var drottningin í Rósagarðinum og er að öllum líkingum fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem tekur við stórum titli sem fyrirliði síns meistaraliðs. Sara Björk hefur byrjað atvinnumannsferilinn á nær samfelldri sigurgöngu en hún varð nú sænskur meistari í þriðja sinn á fjórum árum. Þetta tímabil var þó ólíkt hinum þremur því nú var hún komin með fyrirliðabandið.Sara Björk er einnig fyrirliði landsliðsins.vísir/gettyÞjálfarinn spurði hana „Ég var varafyrirliði í fyrra og svo tók þjálfarinn þá ákvörðun að ég yrði fyrirliði liðsins. Hann spurði mig fyrir tímabilið hvort ég vildi það og ég tók því,“ sagði Sara Björk. „Það eru eldri leikmenn í liðinu en ég veit ekki hvort þeir eru mikið reyndari. Ég hef spilað marga leiki og mikið með landsliðinu og þetta var því ekkert mál fyrir mig,“ segir Sara Björk sem er þrátt fyrir ungan aldur (24 ára) komin með 78 A-landsleiki fyrir Íslands og búin að vera byrjunarliðsleikmaður hjá stórliði í Svíþjóð í fjögur tímabil. „Við berum allar mikla virðingu hver fyrir annarri,“ segir Sara Björk spök, aðspurð hvort stórstjörnur liðsins eins og hin brasilíska Marta, hin þýska Anja Mittag og hin svissneska Ramona Bachmann hlusti eitthvað á hana.Ekki minni leiðtogi án bandsins „Ég var ekki minni leiðtogi þótt að ég væri ekki með bandið. Ég er ekki búin að breyta mér mikið en maður þarf náttúrlega að taka meiri ábyrgð. Mér finnst þetta hlutverk hafa komið til mín og ég hef alltaf verið hvetjandi og mikill leiðtogi inni á vellinum,“ segir Sara og bætir við: „Ég er samt meira svona leikmaður sem sýnir þetta inni á vellinum og er ekki með neinar svaka ræður fyrir eða eftir leik. Ég sýni það á æfingum og inni á vellinum. Ég geri miklar kröfur til mín og allra leikmannanna um að hafa mikil gæði á æfingunum og í leikjunum. Ég hef alltaf gert það og það er helsta hlutverk mitt sem fyrirliði,“ segir Sara. „Ég spila framarlega á miðjunni og er búin að vera að spila þar allt tímabilið. Það hefur gengið vel. Ég var smá vonsvikin með að hafa skorað lítið í sumar. Ég set mér alltaf markmið fyrir hvert tímabil og ég var ekki með tvö mörk í huga. Ég er því ekki alltof sátt með það en á meðan við erum að skora mörk og vinna leiki þá skiptir það ekki máli,“ sagði Sara Björk.vísir/valliSkrítið að sjá á eftir Þóru Sara Björk byrjaði tímabilið með annan Íslending með sér í liðinu en Þóra Björg Helgadóttir yfirgaf félagið um mitt sumar og fór heim til Íslands. „Það var rosalega skrítið að sjá á eftir Þóru. Öll lið myndu sjá á eftir henni því hún er heimsklassaleikmaður og maður finnur fyrir miklu öryggi þegar hún er í markinu. Það var smá munur þegar hún fór og maður fann alveg fyrir því,“ segir Sara. Tímabilið er ekki búið þótt sænski titillinn sé í höfn því liðið spilar tvo Meistaradeildarleiki í nóvember. „Seinustu ár höfum við verið smá svekktar að hafa ekki komist lengra í Meistaradeildinni. Ég veit ekki hvort við höfum verðskuldað að komast mikið lengra en mér finnst við hafa alla burði til þess í ár. Það yrði draumur að komast í úrslitaleikinn og það er markmiðið okkar. Það væri síðan toppurinn að vinna úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ segir Sara en Rosengård mætir danska liðinu Fortuna Hjörring í sextán liða úrslitunum.Mörg önnur augnablik Sara Björk tók við bikarnum á sunnudaginn umkringd stórstjörnum liðsins. „Þetta er í þriðja sinn sem við vinnum bikarinn og í fyrsta skiptið sem ég tek við bikarnum sem fyrirliði. Auðvitað var það sérstakt og þetta er sú tilfinning sem maður vill fá og ég er alltaf að vinna að því sem fótboltakona að fá að upplifa svona augnablik. Það eru mörg önnur augnablik sem mig langar líka til að upplifa,“ segir Sara.Er ennþá ung Sara Björk fór út 19 ára gömul og var orðin meistari í þriðja sinn fyrir 24 ára afmælið í lok september. „Það var frábært skref fyrir mig að fara beint í svona stórlið. Ég er enn þá ung og þegar búin að vinna þessa þrjá titla,“ segir Sara og leynir því ekki að hún ætlar sér í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem verður í Berlín í maí. „Ég hef mikla löngun í þá tilfinningu sem fylgir því að spila úrslitaleik í Meistaradeildinni. Við erum með það góðan hóp að við getum gert það en við erum jafnframt einu leikmennirnir sem hindra okkur í að komast svona langt. Við þurfum bara að hafa trú á því að við getum komist svona langt,“ sagði Sara Björk að lokum. ooj@frettabladid.is
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira