Hvað er mest spennandi á Airwaves? Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. október 2014 09:00 Frá Airwaves í fyrra. vísir/valli Nú styttist í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gangi í garð en hún hefst þarnæsta miðvikudag, 5. nóvember. Í tilefni af því tók Fréttablaðið saman tíu mest spennandi erlendu flytjendurna sem jafnframt eru rísandi stjörnur í tónlistarbransanum. Alls munu 219 hljómsveitir troða upp og er því nóg að velja úr.Perfect PussyPerfect Pussy er rokksveit frá New York en félagar hennar eru allir úr pönk-, harðkjarna- og hávaðasenunni. Söngkonan Meredith Graves syngur einlæga texta undir hnausþykkum hávaðavegg.Jaakko Eino KaleviJaakko Eino Kalevi er költfígúra í heimaborg sinni Helsinki þar sem hann vinnur sem sporvagnsstjóri ásamt því að gera tónlist. Hann er skemmtilega fjölhæfur tónlistarmaður en á plötunni hans Modern Life frá 2010 má greina marga mismunandi stíla, allt frá hressu partípoppi yfir í kaldara elektró.Son LuxSon Lux gaf út fyrstu plötuna sína hjá plötuútgáfunni Anticon, sem er þekkt fyrir óvenjulegt og ljóðrænt rapp, en á undanförnum árum hefur hann gert efni sem á meira skylt við síðrokk og trip-hop heldur en rapp. Hann hefur einnig samið kvikmyndatónlist, til dæmis fyrir myndina Looper, og unnið með fjölmörgum stjörnum eins og Laurie Anderson, Sufjan Stevens og Busdriver.Future IslandsFuture Islands frá Baltimore slógu í gegn í ár þegar þeir fluttu lagið Seasons (Waiting on You) í spjallþætti Davids Letterman, The Late Show, þó að sveitin hafi reyndar starfað í mörg ár. Danstaktar söngvarans Gerrits Welmer vöktu einnig mikla lukku. Tónlist Future Islands mætti lýsa sem skemmtilegri blöndu af „northern soul“ og synþapoppi.KelelaBetra er seint en aldrei í tilfelli söngkonunnar Kelela frá Los Angeles. Hún náði loksins að komast á kortið í fyrra með fyrstu plötunni sinni Cut 4 Me, þar sem hún syngur yfir fútúríska takta eftir einhverja fremstu taktsmiði heims, meðal annars Nguzunguzu sem koma einnig fram á hátíðinni. Lagið Bank Head með pródúsernum Kingdom var kallað besta lag ársins 2013 í tímaritinu Dazed & Confused.NguzunguzuTvíeykið Nguzunguzu ásamt fyrrnefndri Kelelu, gefur út hjá plötufyrirtækinu Fade to Mind, sem gefur út framsýnustu klúbbatónlistina í dag. Tónlistin er furðuleg og framsækin – ryður veginn fyrir hljóm framtíðarinnar.Jessy LanzaJessy Lanza er frá Kanada og gefur út hjá plötufyrirtækinu Hyperdub sem er einn helsti framvörður nútímalegrar raftónlistar í dag. Plata hennar Pull My Hair Back sem kom út í fyrra er sneisafull af ljúfu elektrópoppi.Unknown Mortal OrchestraSöngvarinn og gítarleikarinn Ruban Nielson frá Nýja-Sjálandi stofnaði sveitina Unknown Mortal Orchestra sem hefur slegið í gegn á undanförnum árum. Um er að ræða gæða sixtís sækadelíu í nútímalegum poppbúningi.How to Dress Well er listamannsnafn Bandaríkjamannsins Tom Krell. Tónlistin hans er einhvers konar „avant-garde“ R&B sem er afar brothætt og jafnvel drungalegt á tíðum.Jungle er sjö manna hópur frá London sem spilar nútímalega sálartónlist. Samnefnd plata þeirra, sem kom út hjá XL Recordings í ár, hefur hlotið góða dóma og er sveitin þekkt fyrir líflega tónleika. Airwaves Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Spennandi klippimyndir Tíska og hönnun Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Nú styttist í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gangi í garð en hún hefst þarnæsta miðvikudag, 5. nóvember. Í tilefni af því tók Fréttablaðið saman tíu mest spennandi erlendu flytjendurna sem jafnframt eru rísandi stjörnur í tónlistarbransanum. Alls munu 219 hljómsveitir troða upp og er því nóg að velja úr.Perfect PussyPerfect Pussy er rokksveit frá New York en félagar hennar eru allir úr pönk-, harðkjarna- og hávaðasenunni. Söngkonan Meredith Graves syngur einlæga texta undir hnausþykkum hávaðavegg.Jaakko Eino KaleviJaakko Eino Kalevi er költfígúra í heimaborg sinni Helsinki þar sem hann vinnur sem sporvagnsstjóri ásamt því að gera tónlist. Hann er skemmtilega fjölhæfur tónlistarmaður en á plötunni hans Modern Life frá 2010 má greina marga mismunandi stíla, allt frá hressu partípoppi yfir í kaldara elektró.Son LuxSon Lux gaf út fyrstu plötuna sína hjá plötuútgáfunni Anticon, sem er þekkt fyrir óvenjulegt og ljóðrænt rapp, en á undanförnum árum hefur hann gert efni sem á meira skylt við síðrokk og trip-hop heldur en rapp. Hann hefur einnig samið kvikmyndatónlist, til dæmis fyrir myndina Looper, og unnið með fjölmörgum stjörnum eins og Laurie Anderson, Sufjan Stevens og Busdriver.Future IslandsFuture Islands frá Baltimore slógu í gegn í ár þegar þeir fluttu lagið Seasons (Waiting on You) í spjallþætti Davids Letterman, The Late Show, þó að sveitin hafi reyndar starfað í mörg ár. Danstaktar söngvarans Gerrits Welmer vöktu einnig mikla lukku. Tónlist Future Islands mætti lýsa sem skemmtilegri blöndu af „northern soul“ og synþapoppi.KelelaBetra er seint en aldrei í tilfelli söngkonunnar Kelela frá Los Angeles. Hún náði loksins að komast á kortið í fyrra með fyrstu plötunni sinni Cut 4 Me, þar sem hún syngur yfir fútúríska takta eftir einhverja fremstu taktsmiði heims, meðal annars Nguzunguzu sem koma einnig fram á hátíðinni. Lagið Bank Head með pródúsernum Kingdom var kallað besta lag ársins 2013 í tímaritinu Dazed & Confused.NguzunguzuTvíeykið Nguzunguzu ásamt fyrrnefndri Kelelu, gefur út hjá plötufyrirtækinu Fade to Mind, sem gefur út framsýnustu klúbbatónlistina í dag. Tónlistin er furðuleg og framsækin – ryður veginn fyrir hljóm framtíðarinnar.Jessy LanzaJessy Lanza er frá Kanada og gefur út hjá plötufyrirtækinu Hyperdub sem er einn helsti framvörður nútímalegrar raftónlistar í dag. Plata hennar Pull My Hair Back sem kom út í fyrra er sneisafull af ljúfu elektrópoppi.Unknown Mortal OrchestraSöngvarinn og gítarleikarinn Ruban Nielson frá Nýja-Sjálandi stofnaði sveitina Unknown Mortal Orchestra sem hefur slegið í gegn á undanförnum árum. Um er að ræða gæða sixtís sækadelíu í nútímalegum poppbúningi.How to Dress Well er listamannsnafn Bandaríkjamannsins Tom Krell. Tónlistin hans er einhvers konar „avant-garde“ R&B sem er afar brothætt og jafnvel drungalegt á tíðum.Jungle er sjö manna hópur frá London sem spilar nútímalega sálartónlist. Samnefnd plata þeirra, sem kom út hjá XL Recordings í ár, hefur hlotið góða dóma og er sveitin þekkt fyrir líflega tónleika.
Airwaves Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Spennandi klippimyndir Tíska og hönnun Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira