Valkostur til samtals og friðar Ersan Koyuncu og Toshiki Toma skrifar 29. október 2014 00:00 Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Sjá meira
Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun