Hjakkað í sama farinu Stjórnarmaðurinn skrifar 12. nóvember 2014 09:00 Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. Við þetta má svo bæta þeirri staðreynd að Ísland er enn fast í viðjum gjaldeyrishafta, með tilheyrandi skorti á fjárfestingakostum og furðulegum hlutabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir eru nánast eini markverði þátttakandinn. Þetta eru ekki heilbrigðismerki á þjóð og þjóðfélagi, sem aldrei virðist geta rætt málin án þess að skipa sér í sveit og beina röddinni á háa c-ið. Vitandi hið fornkveðna um að hæst bylur í tómri tunnu, halda skynsamir menn og konur sig frekar til hlés en að hætta sér inn á hála braut þjóðfélagsumræðu á villigötum. Þetta er einfaldlega ekki þess virði. Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Leiðréttingunni er ætlað að bæta tilteknum þjóðfélagshópi upp tap sem varð í atburðum sem urðu fyrir réttum sex árum. Áætlaður kostnaður sem fellur á ríkissjóð er 80 milljarðar króna, að viðbættum töpuðum skatttekjum upp á um 20 milljarða til viðbótar. Þetta er gert á sama tíma og menn virðast sammála um að heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Árið 2013 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála rúmlega 160 milljörðum króna. Þegar allt er talið felst um 100 milljarða reikningur stílaður á ríkissjóð í skuldaleiðréttingunni. Einungis brot af þeirri fjárhæð gæti skipt sköpum til frambúðar hvað heilbrigðiskerfið varðar. Menntamál og heilbrigðismál eru dæmi um fjárfestingu í nútíð og framtíð. Almennar skattalækkanir eru annað úrræði sem aflögufær ríkissjóður getur beitt til að rýmka andrými þegnanna og ýta undir vöxt. Þá er ekki minnst á landbúnaðarkerfi sem er bæði óhagkvæmt og heldur þeim sem styrkina þiggja í fátæktargildru. Hugaðri stjórnmálamenn hefðu staldrað við einhvern af þessum kostum. Skuldaleiðréttingin svokallaða er hins vegar retróspektív aðgerð sem nýtist bara sumum en er fjármögnuð af öllum. Þetta er ekki bara popúlísk aðgerð, heldur var hún einnig til þess fallin að skapa ástand óvissu og eftirvæntingar í hagkerfi sem fyrst og fremst þurfti á staðfestu og stöðugleika að halda. Skuldaleiðréttingin var óréttlát, óskynsamleg og allt of seint fram komin. Látum hér við sitja, og ekki orð um það meir. Það er kominn tími til að líta fram á veginn.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. Við þetta má svo bæta þeirri staðreynd að Ísland er enn fast í viðjum gjaldeyrishafta, með tilheyrandi skorti á fjárfestingakostum og furðulegum hlutabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir eru nánast eini markverði þátttakandinn. Þetta eru ekki heilbrigðismerki á þjóð og þjóðfélagi, sem aldrei virðist geta rætt málin án þess að skipa sér í sveit og beina röddinni á háa c-ið. Vitandi hið fornkveðna um að hæst bylur í tómri tunnu, halda skynsamir menn og konur sig frekar til hlés en að hætta sér inn á hála braut þjóðfélagsumræðu á villigötum. Þetta er einfaldlega ekki þess virði. Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Leiðréttingunni er ætlað að bæta tilteknum þjóðfélagshópi upp tap sem varð í atburðum sem urðu fyrir réttum sex árum. Áætlaður kostnaður sem fellur á ríkissjóð er 80 milljarðar króna, að viðbættum töpuðum skatttekjum upp á um 20 milljarða til viðbótar. Þetta er gert á sama tíma og menn virðast sammála um að heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Árið 2013 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála rúmlega 160 milljörðum króna. Þegar allt er talið felst um 100 milljarða reikningur stílaður á ríkissjóð í skuldaleiðréttingunni. Einungis brot af þeirri fjárhæð gæti skipt sköpum til frambúðar hvað heilbrigðiskerfið varðar. Menntamál og heilbrigðismál eru dæmi um fjárfestingu í nútíð og framtíð. Almennar skattalækkanir eru annað úrræði sem aflögufær ríkissjóður getur beitt til að rýmka andrými þegnanna og ýta undir vöxt. Þá er ekki minnst á landbúnaðarkerfi sem er bæði óhagkvæmt og heldur þeim sem styrkina þiggja í fátæktargildru. Hugaðri stjórnmálamenn hefðu staldrað við einhvern af þessum kostum. Skuldaleiðréttingin svokallaða er hins vegar retróspektív aðgerð sem nýtist bara sumum en er fjármögnuð af öllum. Þetta er ekki bara popúlísk aðgerð, heldur var hún einnig til þess fallin að skapa ástand óvissu og eftirvæntingar í hagkerfi sem fyrst og fremst þurfti á staðfestu og stöðugleika að halda. Skuldaleiðréttingin var óréttlát, óskynsamleg og allt of seint fram komin. Látum hér við sitja, og ekki orð um það meir. Það er kominn tími til að líta fram á veginn.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira