Myndform og Netflix í viðræðum Haraldur Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum Universal. Vísir/AFP Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar. Netflix Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar.
Netflix Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira