Er þetta hættuspil? Jón Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun