Er þetta hættuspil? Jón Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun