Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Sigríður Björk Á fundi stjórnskipunarnefndar Lögreglustjórar kannast ekki við það verklag sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í lekamálinu. Fréttablaðið/GVA Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Lekamálið Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds.
Lekamálið Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira