Skreytir tréð fyrsta sunnudag í aðventu Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. nóvember 2014 10:45 Guðrún og fjölskylda njóta aðventunnar vel, þau borða smákökur og skreyta hús og jólatré. Valli „Fólk verður oft hissa þegar ég segi því að uppáhaldssmákökutegundin mín sé piparkökur og að ég baki langmest af þeim,“ segir Guðrún Bergsdóttir sem gefur uppskriftir að fallegum kökum og öðru góðgæti á síðunni Kökur og gúmmelaði Guðrúnar. „Ásamt piparkökunum baka ég alltaf súkkulaðibitakökur og hef notað sömu uppskrift frá því ég var unglingur. Með þessum hefðbundnu smákökum baka ég svo alltaf þrjár til fjórar nýjar tegundir." Guðrún gerir líka alltaf nokkrar tegundir af konfekti, mismunandi frá ári til árs. „Mér finnst skemmtilegast að prófa eitthvað nýtt þótt það séu alltaf líka einhverjar „gamlar" tegundir sem lauma sér með."Kökurnar hennar Guðrúnar eru mikið fyrir augað en líka góðar á bragðið.Guðrún og fjölskylda hennar gera mikið úr aðventunni og á sunnudögunum eru kaffiborðin hlaðin kræsingum. „Við erum ekkert í því að geyma smákökurnar fram að jólum, við reynum heldur að njóta aðventunnar, borðum kökur og skreytum bæði jólatréð og heimilið fyrsta sunnudag í aðventu,“ segir hún og hlær. Hún gefur hér uppskrift að einni af uppáhaldskökum sínum, graskersköku með rjómaostakremi og saltkaramellusósu.Graskerskaka290 g hveiti2 tsk. lyftiduft1 tsk. matarsódi2 tsk. kanill¾ tsk. allrahanda¼ tsk. engifer¼ tsk. múskat¼ tsk. negull2 tsk. vanillusykur½ tsk. salt425 g maukað grasker (fæst tilbúið í dósum)190 g súrmjólk (við stofuhita)250 g sykur170 g smjör (við stofuhita)3 stór egg (við stofuhita)100 g hakkaðar pecan-hnetur (ef vill) Aðferð: Kveikja á ofninum, 160°C. Finna til það form sem skal notað og smyrja það (1 hringform með gati í miðjunni eða 2x17cm form). Sigta saman í skál hveiti, lyftiduft, matarsóda, kanil, allrahanda, múskat, negul, engifer, vanillusykur og salt. Blandið saman í annarri skál súrmjólk og graskersmauki. Þeytið saman sykur og smjör þar til létt og ljóst, bætið næst eggjum út í og þeytið vel. Bætið svo hveitiblöndu og súrmjólkurblöndu til skiptis út í og hrærið þar til allt er blandað saman en þó ekki lengi. Séu pecan-hneturnar notaðar er þeim bætt í alveg í lokin. Bakist í um það bil 60 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út ef stungið er nálægt miðju. Kælið vel áður en kremið er sett á (ef það á við).Graskerskakan er að sögn Guðrúnar svakalega „djúsí“ og er einfaldlega með bragð af jólum. „Það er pínu piparkökukeimur af henni, rjómaostakremið gefur ferskt mótspil og saltkaramellan setur alveg punktinn yfir i-ið, algert gúmmelaði.“Rjómaostakrem200 g rjómaostur60 g smjör1-2 tsk. vanillusykur500 g flórsykursmá rjómi (ef til vill) Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er „mjúkur". Bætið þá smjöri og vanillusykri út í og þeytið saman. Næst er flórsykrinum bætt smám saman út í. Að lokum er hægt að bæta smá rjóma út í til að fá léttara krem.Saltkaramellusósa230 g sykur70 ml vatn250 ml rjómi2 tsk. vanillusykur80 g smjör½-1 tsk. gróft salt (má líka nota fínt) Aðferð: Hellið sykri og vatni saman í pott og hitið á millihita þar til sykurinn er uppleystur (hrærið í á meðan). Hækkið á hæsta hita og látið sjóða þar til blandan hefur fengið fallegan karamellulit (EKKI hræra á meðan) og takið svo pottinn af hellunni um leið og það er komið. Bætið rjómanum út í (getur bubblað upp, farið varlega), svo smjöri og vanillusykri. Loks er það saltið. Ég myl það fínt (en samt grófara en fínt) og smakka mig áfram. Ef þið viljið ekki finna smáar saltagnir í sósunni en viljið samt nota grófa saltið er betra að setja saltið þegar hún er enn heit (áður en rjóminn og rest fer út í) eða bara gera þetta auðvelt og nota fínt salt. Ef þykkri sósa óskast þá er magnið af rjóma minnkað. Framreiðsla: Hér gerir hver og einn eins og honum hentar, til dæmis er hægt að smyrja kreminu á kalda kökuna og dreifa saltkaramellusósunni yfir eða bera kökuna fram „nakta“ með kremi og sósu í skálum. Í þetta sinn bakaði ég tvo botna (17 cm) sem ég klauf í tvennt, smurði kremi á milli og dreifði sósu yfir kremið (þá verða tvær kökur eða ein há ef allir botnar eru lagðir saman). Smurði kökuna upp með kremi, hjúpaði svo með sykurmassa og skreytti. Jólamatur Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jól í anda fagurkerans Jól Erfið leiðin að jólaskónum Jól Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól
„Fólk verður oft hissa þegar ég segi því að uppáhaldssmákökutegundin mín sé piparkökur og að ég baki langmest af þeim,“ segir Guðrún Bergsdóttir sem gefur uppskriftir að fallegum kökum og öðru góðgæti á síðunni Kökur og gúmmelaði Guðrúnar. „Ásamt piparkökunum baka ég alltaf súkkulaðibitakökur og hef notað sömu uppskrift frá því ég var unglingur. Með þessum hefðbundnu smákökum baka ég svo alltaf þrjár til fjórar nýjar tegundir." Guðrún gerir líka alltaf nokkrar tegundir af konfekti, mismunandi frá ári til árs. „Mér finnst skemmtilegast að prófa eitthvað nýtt þótt það séu alltaf líka einhverjar „gamlar" tegundir sem lauma sér með."Kökurnar hennar Guðrúnar eru mikið fyrir augað en líka góðar á bragðið.Guðrún og fjölskylda hennar gera mikið úr aðventunni og á sunnudögunum eru kaffiborðin hlaðin kræsingum. „Við erum ekkert í því að geyma smákökurnar fram að jólum, við reynum heldur að njóta aðventunnar, borðum kökur og skreytum bæði jólatréð og heimilið fyrsta sunnudag í aðventu,“ segir hún og hlær. Hún gefur hér uppskrift að einni af uppáhaldskökum sínum, graskersköku með rjómaostakremi og saltkaramellusósu.Graskerskaka290 g hveiti2 tsk. lyftiduft1 tsk. matarsódi2 tsk. kanill¾ tsk. allrahanda¼ tsk. engifer¼ tsk. múskat¼ tsk. negull2 tsk. vanillusykur½ tsk. salt425 g maukað grasker (fæst tilbúið í dósum)190 g súrmjólk (við stofuhita)250 g sykur170 g smjör (við stofuhita)3 stór egg (við stofuhita)100 g hakkaðar pecan-hnetur (ef vill) Aðferð: Kveikja á ofninum, 160°C. Finna til það form sem skal notað og smyrja það (1 hringform með gati í miðjunni eða 2x17cm form). Sigta saman í skál hveiti, lyftiduft, matarsóda, kanil, allrahanda, múskat, negul, engifer, vanillusykur og salt. Blandið saman í annarri skál súrmjólk og graskersmauki. Þeytið saman sykur og smjör þar til létt og ljóst, bætið næst eggjum út í og þeytið vel. Bætið svo hveitiblöndu og súrmjólkurblöndu til skiptis út í og hrærið þar til allt er blandað saman en þó ekki lengi. Séu pecan-hneturnar notaðar er þeim bætt í alveg í lokin. Bakist í um það bil 60 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út ef stungið er nálægt miðju. Kælið vel áður en kremið er sett á (ef það á við).Graskerskakan er að sögn Guðrúnar svakalega „djúsí“ og er einfaldlega með bragð af jólum. „Það er pínu piparkökukeimur af henni, rjómaostakremið gefur ferskt mótspil og saltkaramellan setur alveg punktinn yfir i-ið, algert gúmmelaði.“Rjómaostakrem200 g rjómaostur60 g smjör1-2 tsk. vanillusykur500 g flórsykursmá rjómi (ef til vill) Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er „mjúkur". Bætið þá smjöri og vanillusykri út í og þeytið saman. Næst er flórsykrinum bætt smám saman út í. Að lokum er hægt að bæta smá rjóma út í til að fá léttara krem.Saltkaramellusósa230 g sykur70 ml vatn250 ml rjómi2 tsk. vanillusykur80 g smjör½-1 tsk. gróft salt (má líka nota fínt) Aðferð: Hellið sykri og vatni saman í pott og hitið á millihita þar til sykurinn er uppleystur (hrærið í á meðan). Hækkið á hæsta hita og látið sjóða þar til blandan hefur fengið fallegan karamellulit (EKKI hræra á meðan) og takið svo pottinn af hellunni um leið og það er komið. Bætið rjómanum út í (getur bubblað upp, farið varlega), svo smjöri og vanillusykri. Loks er það saltið. Ég myl það fínt (en samt grófara en fínt) og smakka mig áfram. Ef þið viljið ekki finna smáar saltagnir í sósunni en viljið samt nota grófa saltið er betra að setja saltið þegar hún er enn heit (áður en rjóminn og rest fer út í) eða bara gera þetta auðvelt og nota fínt salt. Ef þykkri sósa óskast þá er magnið af rjóma minnkað. Framreiðsla: Hér gerir hver og einn eins og honum hentar, til dæmis er hægt að smyrja kreminu á kalda kökuna og dreifa saltkaramellusósunni yfir eða bera kökuna fram „nakta“ með kremi og sósu í skálum. Í þetta sinn bakaði ég tvo botna (17 cm) sem ég klauf í tvennt, smurði kremi á milli og dreifði sósu yfir kremið (þá verða tvær kökur eða ein há ef allir botnar eru lagðir saman). Smurði kökuna upp með kremi, hjúpaði svo með sykurmassa og skreytti.
Jólamatur Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jól í anda fagurkerans Jól Erfið leiðin að jólaskónum Jól Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól