Fimm Íslendingalið féllu í Svíþjóð og Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2014 09:15 Hjörtur logi er einn þeirra Íslendinga sem féllu í haust. Fréttablaðið/vilhelm Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, og liðsfélagar hans í norska stórliðinu Brann féllu úr úrvalsdeildinni þar í landi í fyrrakvöld þegar það tapaði fyrir smáliðinu Mjöndalen í umspili um síðasta lausa sætið. Þar með lauk keppnistíðinni í efstu deildum Noregs og Svíþjóðar formlega og var Birkir ekki eini Íslendingurinn sem féll. Í heildina féllu fimm „Íslendingalið“ úr úrvalsdeildum Noregs og Svíþjóðar. Tvö lið féllu í Svíþjóð; Mjällby með Guðmann Þórisson innanborðs og Brommapojkarna sem Kristinn Jónsson spilaði með. Guðmann ætlar að vera áfram en Kristinn vill losna frá félaginu. Þriðja Íslendingaliðið, Gefle, sem KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson spilar með, hafnaði svo í þriðja neðsta sæti deildarinnar og fór í umspil gegn 1. deildar liðinu Ljungskile. Þar hafði Gefle betur. Í Noregi fóru aftur á móti þrjú Íslendingalið niður. Sandnes Ulf, með þá Hannes Þór Halldórsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, hafnaði í neðsta sæti deildarinnar og Hjörtur Logi Valgarðsson og hans menn í Sogndal fylgdu. Það var svo á þriðjudaginn sem Brann féll og varð þar með fimmta Íslendingaliðið sem kvaddi úrvalsdeildir Noregs og Svíþjóðar. Ekki fara allir Íslendingarnir þó með liðunum niður. Hannes Þór Halldórsson er eftirsóttur af betri liðum og Birkir Már er á leið til Hammarby eins og kemur fram hér í Fréttablaðinu. Sem fyrr segir ætla bæði Kristinn og Guðmann að kveðja fallliðin í Svíþjóð. Einhverjir af þeim gætu fengið símtal frá smáliðinu Mjöndalen, en þjálfari þess segist hafa fylgst grannt með Íslendingum og Svíum. „Við höfum verið að skoða leikmenn í Svíþjóð og á Íslandi í allt haust og höfum góða mynd af markaðnum þar. Ekki láta ykkur koma á óvart ef íslenskur eða sænskur leikmaður á flott tímabil með liðinu næsta sumar,“ sagði Vegard Hansen, þjálfari liðsins, við Dagbladet. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, og liðsfélagar hans í norska stórliðinu Brann féllu úr úrvalsdeildinni þar í landi í fyrrakvöld þegar það tapaði fyrir smáliðinu Mjöndalen í umspili um síðasta lausa sætið. Þar með lauk keppnistíðinni í efstu deildum Noregs og Svíþjóðar formlega og var Birkir ekki eini Íslendingurinn sem féll. Í heildina féllu fimm „Íslendingalið“ úr úrvalsdeildum Noregs og Svíþjóðar. Tvö lið féllu í Svíþjóð; Mjällby með Guðmann Þórisson innanborðs og Brommapojkarna sem Kristinn Jónsson spilaði með. Guðmann ætlar að vera áfram en Kristinn vill losna frá félaginu. Þriðja Íslendingaliðið, Gefle, sem KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson spilar með, hafnaði svo í þriðja neðsta sæti deildarinnar og fór í umspil gegn 1. deildar liðinu Ljungskile. Þar hafði Gefle betur. Í Noregi fóru aftur á móti þrjú Íslendingalið niður. Sandnes Ulf, með þá Hannes Þór Halldórsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, hafnaði í neðsta sæti deildarinnar og Hjörtur Logi Valgarðsson og hans menn í Sogndal fylgdu. Það var svo á þriðjudaginn sem Brann féll og varð þar með fimmta Íslendingaliðið sem kvaddi úrvalsdeildir Noregs og Svíþjóðar. Ekki fara allir Íslendingarnir þó með liðunum niður. Hannes Þór Halldórsson er eftirsóttur af betri liðum og Birkir Már er á leið til Hammarby eins og kemur fram hér í Fréttablaðinu. Sem fyrr segir ætla bæði Kristinn og Guðmann að kveðja fallliðin í Svíþjóð. Einhverjir af þeim gætu fengið símtal frá smáliðinu Mjöndalen, en þjálfari þess segist hafa fylgst grannt með Íslendingum og Svíum. „Við höfum verið að skoða leikmenn í Svíþjóð og á Íslandi í allt haust og höfum góða mynd af markaðnum þar. Ekki láta ykkur koma á óvart ef íslenskur eða sænskur leikmaður á flott tímabil með liðinu næsta sumar,“ sagði Vegard Hansen, þjálfari liðsins, við Dagbladet.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira