Sérstakt sukk Skjóðan skrifar 3. desember 2014 13:00 Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari hefur allt frá hruni haft her manna í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála og að auki hafa menn í fullu starfi annars staðar verið í umfangsmikilli verktakavinnu fyrir sérstakan og þegið milljónir og jafnvel milljónatugi ofan á dagvinnulaunin sín. Sérstaka athygli vekur að verktakagreiðslur til Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafa numið rúmlega 18 milljónum frá árinu 2010. Sigurður Tómas Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fær nokkru hærri greiðslur en aðstoðarlögreglustjórinn, eða ríflega 51 milljón frá árinu 2009. Telst það kannski ekki fullt starf að vera aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eða lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík? Er svo lítið að gera í vinnunni að menn geti varið tugum stunda í mánuði hverjum í vinnu annars staðar? Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari á væntanlega við að hann treysti því að þessir tveir lögfræðingar hafi lært af mistökum vegna þess að árangur af saksóknarastörfum þeirra fram til þessa hefur í besta falli verið hóflegur. Jón H.B. Snorrason var yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Á ferli hans þar ber hæst stóra málverkamálið, sem eyðilagðist vegna klúðurs af hálfu deildarinnar. Baugsmálið klúðraðist nær fullkomlega í höndum efnahagsbrotadeildar Jóns H.B. og var flestum ákæruatriðum vísað frá dómi vegna þess hve óskýr og illa framsett ákæran var. Sigurður Tómas Magnússon tók við saksókn Baugsmálsins eftir klúðrið og endurákærði. Lítil frægðarför varð úr þeirri saksókn og niðurstaða Baugsmálsins fyrir Hæstarétti varð sú að nær ekkert stóð eftir af upphaflegum ákæruefnum og kærandi málsins hlaut dóm til jafns á við upphaflegan höfuðsakborning og dómurinn felldi nær allan málskostnað á ríkið. Þetta eru sérfræðingarnir sem Sérstakur saksóknari greiðir milljónatugi fyrir sérfræðiaðstoð og kann það að skýra ýmsan málatilbúnað af hálfu embættisins. Sakamál eru byggð á kærum sem embættinu berast en lítt rannsökuð sjálfstætt. Sérstakur saksóknari virðist hafa tekið að sér að vera refsivöndur í þágu hins nýja íslenska fjármálakerfis gegn einstaklingum og lögaðilum, sem stunduðu viðskipti á Íslandi fyrir hrun en eru ekki í hópi vildarvina fjármálakerfisins eftir hrun. Þetta hlýtur að teljast alveg sérstakt sukk og vandséð að til hagsbóta sé fyrir endurreisn íslensks atvinnu- og viðskiptalífs eftir hrun. En sérstakur er náttúrulega með reynslubolta í vinnu við þetta á verktakagreiðslum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur allt frá hruni haft her manna í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála og að auki hafa menn í fullu starfi annars staðar verið í umfangsmikilli verktakavinnu fyrir sérstakan og þegið milljónir og jafnvel milljónatugi ofan á dagvinnulaunin sín. Sérstaka athygli vekur að verktakagreiðslur til Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafa numið rúmlega 18 milljónum frá árinu 2010. Sigurður Tómas Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fær nokkru hærri greiðslur en aðstoðarlögreglustjórinn, eða ríflega 51 milljón frá árinu 2009. Telst það kannski ekki fullt starf að vera aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eða lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík? Er svo lítið að gera í vinnunni að menn geti varið tugum stunda í mánuði hverjum í vinnu annars staðar? Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari á væntanlega við að hann treysti því að þessir tveir lögfræðingar hafi lært af mistökum vegna þess að árangur af saksóknarastörfum þeirra fram til þessa hefur í besta falli verið hóflegur. Jón H.B. Snorrason var yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Á ferli hans þar ber hæst stóra málverkamálið, sem eyðilagðist vegna klúðurs af hálfu deildarinnar. Baugsmálið klúðraðist nær fullkomlega í höndum efnahagsbrotadeildar Jóns H.B. og var flestum ákæruatriðum vísað frá dómi vegna þess hve óskýr og illa framsett ákæran var. Sigurður Tómas Magnússon tók við saksókn Baugsmálsins eftir klúðrið og endurákærði. Lítil frægðarför varð úr þeirri saksókn og niðurstaða Baugsmálsins fyrir Hæstarétti varð sú að nær ekkert stóð eftir af upphaflegum ákæruefnum og kærandi málsins hlaut dóm til jafns á við upphaflegan höfuðsakborning og dómurinn felldi nær allan málskostnað á ríkið. Þetta eru sérfræðingarnir sem Sérstakur saksóknari greiðir milljónatugi fyrir sérfræðiaðstoð og kann það að skýra ýmsan málatilbúnað af hálfu embættisins. Sakamál eru byggð á kærum sem embættinu berast en lítt rannsökuð sjálfstætt. Sérstakur saksóknari virðist hafa tekið að sér að vera refsivöndur í þágu hins nýja íslenska fjármálakerfis gegn einstaklingum og lögaðilum, sem stunduðu viðskipti á Íslandi fyrir hrun en eru ekki í hópi vildarvina fjármálakerfisins eftir hrun. Þetta hlýtur að teljast alveg sérstakt sukk og vandséð að til hagsbóta sé fyrir endurreisn íslensks atvinnu- og viðskiptalífs eftir hrun. En sérstakur er náttúrulega með reynslubolta í vinnu við þetta á verktakagreiðslum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira