Rammaáætlun Orkuseturs Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Enn og aftur er allt í uppnámi vegna Rammaáætlunar og lítil von til þess að sátt náist um virkjunarkosti þar. Það er þó önnur áætlun í gangi, Rammaáætlun Orkuseturs, en þar er enginn biðflokkur og virkjunarframkvæmdir nú þegar hafnar af krafti. Áður en það líður yfir landverndarfólk er rétt að nefna að þessar framkvæmdir hafa engin áhrif á náttúru landsins. Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. Þessir virkjunarkostir hafa líka þann kost að áhrif þeirra eru mest á dimmasta og kaldasta tíma ársins þegar vatnsaflsvirkjanir okkar eiga hvað erfiðast.Ljósavirkjun Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Glóperan féll á orkunýtniprófinu þar sem alltof stór hluti raforkunnar tapast sem hiti. Margir benda réttilega á að samkvæmt eðlisfræðilögmálum tapast enginn orka heldur breytist hún einungis úr einni mynd yfir í aðra. Þessar ólíku myndir orkunnar, í þessu tilfelli raforka og hitaorka, eru hins vegar misverðmætar. Á Íslandi kostar til dæmis raforka um 14 kr./kWst en hitaorka frá jarðvarma aðeins um 3 kr./kWst. Það er því lítið vit í því að hita hús með glatvarma úr glóperum. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og peninga án þessa að glata neinum lífsgæðum. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstímareiknivél bæði á vefinn og sem app. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mismunandi perur. Hagkvæmni peranna ræðst af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þegar kostnaður á ljóstíma er skoðaður kemur í ljós að í raun eru LED- og flúrperur hagstæðustu lausnirnar. Landsmenn eru þegar byrjaðir á þessum ljósaskiptum og ekki nóg með að þeir lækki eigin kostnað þá spara þeir tugi milljóna kWst sem nýta má í nýja atvinnuuppbyggingu. Þetta köllum við að virkja innan kerfis enda eru allar rafeindir, sem sparast, til þjónustu reiðubúnar annars staðar í kerfinu. Einnig lækkar aflþörfin sem eykur heildarnýtni raforkukerfisins.Varmadæluvirkjun Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann sem sér 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Þau 10 prósent sem ekki hafa aðgang að jarðhita þurfa hins vegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikill hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Með varmadælum er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í húsið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörfinni með færri kWst af hágæða raforku. Varmadælur lækka orkureikning íbúa en líka niðurgreiðsluþörf Ríkissjóðs. Til að lækka stofnkostnað varmadæluframkvæmda er nú boðið upp á eingreiðslur fyrir lögheimili auk þess sem hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum sem dælunum fylgir. Á heimasíðu Orkuseturs má finna reiknivélar sem reikna hagkvæmni varmadæla.Alvöru virkjunarkostur Með einföldun má segja að ef rafhitun og raforkunotkun lýsingar yrði helminguð með varmadælum og sparperum þá myndu losna um 300-500 GWst í raforkukerfinu sem samsvarar um 50-100 MW virkjun. Þessi virkjun þarf ekkert umhverfismat og festist aldrei í bið- eða verndarflokki. Á meðan Íslendingar deila um virkjunarkosti Rammaáætlunar rísa nú orkusparnaðarvirkjanir bak við tjöldin öllum landsmönnum til hagsbóta. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna nýrrar varmadælu eða sparperu hjá þér eða öðrum framsýnum landsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur er allt í uppnámi vegna Rammaáætlunar og lítil von til þess að sátt náist um virkjunarkosti þar. Það er þó önnur áætlun í gangi, Rammaáætlun Orkuseturs, en þar er enginn biðflokkur og virkjunarframkvæmdir nú þegar hafnar af krafti. Áður en það líður yfir landverndarfólk er rétt að nefna að þessar framkvæmdir hafa engin áhrif á náttúru landsins. Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. Þessir virkjunarkostir hafa líka þann kost að áhrif þeirra eru mest á dimmasta og kaldasta tíma ársins þegar vatnsaflsvirkjanir okkar eiga hvað erfiðast.Ljósavirkjun Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Glóperan féll á orkunýtniprófinu þar sem alltof stór hluti raforkunnar tapast sem hiti. Margir benda réttilega á að samkvæmt eðlisfræðilögmálum tapast enginn orka heldur breytist hún einungis úr einni mynd yfir í aðra. Þessar ólíku myndir orkunnar, í þessu tilfelli raforka og hitaorka, eru hins vegar misverðmætar. Á Íslandi kostar til dæmis raforka um 14 kr./kWst en hitaorka frá jarðvarma aðeins um 3 kr./kWst. Það er því lítið vit í því að hita hús með glatvarma úr glóperum. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og peninga án þessa að glata neinum lífsgæðum. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstímareiknivél bæði á vefinn og sem app. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mismunandi perur. Hagkvæmni peranna ræðst af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þegar kostnaður á ljóstíma er skoðaður kemur í ljós að í raun eru LED- og flúrperur hagstæðustu lausnirnar. Landsmenn eru þegar byrjaðir á þessum ljósaskiptum og ekki nóg með að þeir lækki eigin kostnað þá spara þeir tugi milljóna kWst sem nýta má í nýja atvinnuuppbyggingu. Þetta köllum við að virkja innan kerfis enda eru allar rafeindir, sem sparast, til þjónustu reiðubúnar annars staðar í kerfinu. Einnig lækkar aflþörfin sem eykur heildarnýtni raforkukerfisins.Varmadæluvirkjun Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann sem sér 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Þau 10 prósent sem ekki hafa aðgang að jarðhita þurfa hins vegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikill hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Með varmadælum er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í húsið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörfinni með færri kWst af hágæða raforku. Varmadælur lækka orkureikning íbúa en líka niðurgreiðsluþörf Ríkissjóðs. Til að lækka stofnkostnað varmadæluframkvæmda er nú boðið upp á eingreiðslur fyrir lögheimili auk þess sem hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum sem dælunum fylgir. Á heimasíðu Orkuseturs má finna reiknivélar sem reikna hagkvæmni varmadæla.Alvöru virkjunarkostur Með einföldun má segja að ef rafhitun og raforkunotkun lýsingar yrði helminguð með varmadælum og sparperum þá myndu losna um 300-500 GWst í raforkukerfinu sem samsvarar um 50-100 MW virkjun. Þessi virkjun þarf ekkert umhverfismat og festist aldrei í bið- eða verndarflokki. Á meðan Íslendingar deila um virkjunarkosti Rammaáætlunar rísa nú orkusparnaðarvirkjanir bak við tjöldin öllum landsmönnum til hagsbóta. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna nýrrar varmadælu eða sparperu hjá þér eða öðrum framsýnum landsmönnum.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun