Meira mál fyrir okkur en fyrir Breta að halda ÓL í London Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 06:00 Grunnskólabörn landsins taka þátt í nafnasamkeppni fyrir lukkutröllið. Vísir/Valli Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Reykjavík fyrstu sex daga júnímánaðar á næsta ári. Lukkutröll leikanna var afhjúpað í vikunni en Fréttablaðið ræddi við Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, af því tilefni. Hann segir að þetta sé einn stærsti íþróttaviðburður í sögu íslensku þjóðarinnar, sérstaklega hvað fjölda þeirra sem koma beint eða óbeint að leikunum varðar. „Við gerum ráð fyrir að fá alls 30 þúsund áhorfendur á viðburðina þessa sex daga sem mótið stendur yfir,“ segir Lárus en von er á 800 keppendum hingað til lands og 400 manna fylgdarliði þar að auki. Gert er ráð fyrir að íslenskir keppendur verði um 180 talsins. „Það er auðvitað gríðarlega mikill fjöldi fyrir ekki stærri þjóð enda teljum við að Smáþjóðaleikarnir séu gríðarlega mikilvægur viðburður fyrir íslenskt íþróttalíf,“ segir Lárus sem bar sérstakt lof á Reykjavíkurborg fyrir þær endurbætur á bæði húsnæði og tækjakosti sem gerðar hafa verið vegna leikanna. „Leikarnir leiða til þess að mannvirki verða lagfærð og tækjabúnaður endurnýjaður svo allt saman standist alþjóðlegar kröfur. Það eitt og sér skiptir miklu máli fyrir íþróttafólkið okkar.“Risastórt verkefni Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. Fréttablaðið/ArnþórÍ annað sinn á Íslandi Þetta er í annað sinn sem Smáþjóðaleikar eru haldnir hér á landi en það var árið 1997 í fyrra skiptið. Leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár síðan 1985 og þátttökuþjóðir voru þá átta – allt Evrópuþjóðir sem eiga sjálfstæða Ólympíunefnd og íbúafjölda undir einni milljón. Svartfjallaland bættist svo í þennan hóp árið 2009 og Kýpverjar hafa haldið aðild sinni þó svo að íbúafjöldinn í landinu sé nú kominn yfir milljón. „Það má segja að þetta séu okkar Ólympíuleikar. Ef við lítum á þá út frá stærðargráðunni þá er það meira mál fyrir okkur að halda Smáþjóðaleika en Breta að halda Ólympíuleika,“ bendir Lárus á. „Við eigum von á að það verði mikið um að vera en við stefnum að því að virkja skóla landsins og jafnvel félagasamtök til að tryggja að stemningin verði góð, svo þetta verði leikar allrar þjóðarinnar.“Góður stuðningur ríkisins Lárus segir að kostnaður við að halda mótið sé 5-600 milljónir króna, fyrir utan þær endurbætur sem hafa verið gerðar á húsnæði og tækjabúnaði. Hann segist ánægður með framlag ríkisstjórnarinnar í fjármögnun mótsins. „Við fengum 25 milljónir á fjárlögum fyrir árið 2015 og fáum 75 milljónir á næsta ári. Vonandi 25 milljónir á árinu þar á eftir. Það er ágætur stuðningur sem við erum ánægð með. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin verið jákvæð gagnvart íþróttahreyfingunni þó svo að það sé auðvitað hart í ári eins og menn þekkja. En menn hafa sýnt töluverðan vilja til að koma til móts við okkur.“Þurfa 1.200 sjálfboðaliða Þess má geta að ÍSÍ hefur óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar geri það á heimasíðu leikanna, iceland2015.is. Nú þegar hafa 400 manns skráð sig til þátttöku en Lárus segir að alls sé þörf fyrir 1.200 sjálfboðaliða. Alls eiga tíu sérsambönd ÍSÍ keppendur á leikunum en gert er ráð fyrir því að tíu þúsund gistinætur verði keyptar í Reykjavík vegna leikanna, 28 þúsund máltíðir framreiddar og alls 700 verðlaunapeningum útdeilt. Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Reykjavík fyrstu sex daga júnímánaðar á næsta ári. Lukkutröll leikanna var afhjúpað í vikunni en Fréttablaðið ræddi við Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, af því tilefni. Hann segir að þetta sé einn stærsti íþróttaviðburður í sögu íslensku þjóðarinnar, sérstaklega hvað fjölda þeirra sem koma beint eða óbeint að leikunum varðar. „Við gerum ráð fyrir að fá alls 30 þúsund áhorfendur á viðburðina þessa sex daga sem mótið stendur yfir,“ segir Lárus en von er á 800 keppendum hingað til lands og 400 manna fylgdarliði þar að auki. Gert er ráð fyrir að íslenskir keppendur verði um 180 talsins. „Það er auðvitað gríðarlega mikill fjöldi fyrir ekki stærri þjóð enda teljum við að Smáþjóðaleikarnir séu gríðarlega mikilvægur viðburður fyrir íslenskt íþróttalíf,“ segir Lárus sem bar sérstakt lof á Reykjavíkurborg fyrir þær endurbætur á bæði húsnæði og tækjakosti sem gerðar hafa verið vegna leikanna. „Leikarnir leiða til þess að mannvirki verða lagfærð og tækjabúnaður endurnýjaður svo allt saman standist alþjóðlegar kröfur. Það eitt og sér skiptir miklu máli fyrir íþróttafólkið okkar.“Risastórt verkefni Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. Fréttablaðið/ArnþórÍ annað sinn á Íslandi Þetta er í annað sinn sem Smáþjóðaleikar eru haldnir hér á landi en það var árið 1997 í fyrra skiptið. Leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár síðan 1985 og þátttökuþjóðir voru þá átta – allt Evrópuþjóðir sem eiga sjálfstæða Ólympíunefnd og íbúafjölda undir einni milljón. Svartfjallaland bættist svo í þennan hóp árið 2009 og Kýpverjar hafa haldið aðild sinni þó svo að íbúafjöldinn í landinu sé nú kominn yfir milljón. „Það má segja að þetta séu okkar Ólympíuleikar. Ef við lítum á þá út frá stærðargráðunni þá er það meira mál fyrir okkur að halda Smáþjóðaleika en Breta að halda Ólympíuleika,“ bendir Lárus á. „Við eigum von á að það verði mikið um að vera en við stefnum að því að virkja skóla landsins og jafnvel félagasamtök til að tryggja að stemningin verði góð, svo þetta verði leikar allrar þjóðarinnar.“Góður stuðningur ríkisins Lárus segir að kostnaður við að halda mótið sé 5-600 milljónir króna, fyrir utan þær endurbætur sem hafa verið gerðar á húsnæði og tækjabúnaði. Hann segist ánægður með framlag ríkisstjórnarinnar í fjármögnun mótsins. „Við fengum 25 milljónir á fjárlögum fyrir árið 2015 og fáum 75 milljónir á næsta ári. Vonandi 25 milljónir á árinu þar á eftir. Það er ágætur stuðningur sem við erum ánægð með. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin verið jákvæð gagnvart íþróttahreyfingunni þó svo að það sé auðvitað hart í ári eins og menn þekkja. En menn hafa sýnt töluverðan vilja til að koma til móts við okkur.“Þurfa 1.200 sjálfboðaliða Þess má geta að ÍSÍ hefur óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar geri það á heimasíðu leikanna, iceland2015.is. Nú þegar hafa 400 manns skráð sig til þátttöku en Lárus segir að alls sé þörf fyrir 1.200 sjálfboðaliða. Alls eiga tíu sérsambönd ÍSÍ keppendur á leikunum en gert er ráð fyrir því að tíu þúsund gistinætur verði keyptar í Reykjavík vegna leikanna, 28 þúsund máltíðir framreiddar og alls 700 verðlaunapeningum útdeilt.
Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira