Eitt eilífðar smáblóm Sigríður Pétursdóttir skrifar 15. desember 2014 08:00 Árið er 1966, hjarn yfir öllu og stjörnubjart. Afi og amma sitja hugfangin við útvarpstækið og hlusta á ítalska óperusöngvarann Caruso syngja. Amma þurrkar tár af hvarmi og þó ég sé bara fimm ára gæti ég þess vel að trufla þau ekki. Stundin er mögnuð. Mínar fyrstu minningar hverfast flestar um útvarp enda ætlaði ég að verða Ingibjörg Þorbergs þegar ég yrði stór. Ingibjörg sá um barnatímann og var mín helsta fyrirmynd utan fjölskyldunnar. Amma og afi höfðu ekki tækifæri til langrar skólagöngu en fáum hef ég kynnst sem hafa verið betur menntaðir. Þeirra háskóli var Rás 1 og síðar Sjónvarpið. Nutu menningar, lærðu um nýjustu undur í heimi vísinda og afi æpti og sló sér á lær í hita leiksins yfir fótboltalýsingum. Þau voru stolt framsóknarfólk og ég veit að þau yrðu sorgmædd yfir aðgerðum núverandi stjórnvalda. Þau skildu hlutverk almannaútvarps og vissu hve mikilvægt það er þegar kemur að sjálfsmynd þjóðar. Hartnær hálfri öld síðar bý ég í London, vinn sem verktaki fyrir RÚV og fæ fyrir tilstilli Sambíóanna einstakt tækifæri til að taka sjónvarpsviðtöl fyrir Djöflaeyjuna við frægustu kvikmyndaleikara heims. Á gömlu og virðulegu hóteli sit ég innan um sjónvarpsfólk víðsvegar að úr heiminum og eins og gengur berum við saman bækur okkar. Þeim finnst magnað að frá jafn fámennri þjóð og Íslandi komi heimsfrægir listamenn og spyrja mikið út í menningu landsins. Meðan á spjallinu stendur komumst við að því að kollegar mínir eru á allt að nífalt hærri launum fyrir þennan dag. Sama hvort þau koma frá Sviss, Írlandi, Ísrael eða Noregi. Ég er sú eina sem borga ferðakostnað úr eigin vasa, er ekki með síma á vegum vinnustaðarins né nokkur önnur hlunnindi. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að nú þegar ég er ekki lengur fastráðinn starfsmaður hef ég þörf fyrir að benda á að hjá RÚV starfar vinnulúið fólk fyrir afskaplega lág laun. Í nóvember árið 2008 var öllum gert að skrifa undir plagg þar sem viðkomandi samþykkti strípuð laun án greiðslu fyrir yfirvinnu þó vinnuálagið myndi aukast. Ef starfsmenn skrifuðu ekki undir var litið á það sem uppsögn. Næstu ár gerðum við okkar besta til að hlustendur yrðu sem minnst varir við breytingar. Nokkuð er síðan aftur var farið að greiða fyrir yfirvinnu en síðan hefur starfsmönnum fækkað mikið. Ég er full aðdáunar á fyrrum samstarfsmönnum mínum sem reyna af veikum mætti að halda dagskrá RÚV í horfinu, búa til frábæra þætti þó sífellt þurfi að skila meiri vinnu og það sé nánast orðið ógerlegt að vanda sig jafn mikið og nauðsynlegt er.Afdrifaríkar afleiðingar Það er ekki hægt að skera meira niður án þess að breytingarnar hafi afdrifaríkar afleiðingar. Eins og komið hefur fram borga Íslendingar nú þegar lægra útvarpsgjald en nágrannaþjóðir, auk þess sem RÚV fær aðeins hluta útvarpsgjaldsins. Listamenn á borð við Mugison og Skálmöld hafa bent á mikilvægi almannaútvarps; að þeir hefðu einfaldlega ekki náð eyrum þjóðarinnar án þess. Í framhaldi af því vil ég benda á menningarverðmæti í safni útvarpsins sem eru í mikilli hættu núna. Ef ekki væri fyrir RÚV þykir mér ólíklegt að til væru viðtöl við Björk og Sigur Rós að taka sín fyrstu skref. Nærtækasta dæmið er Jóhann Jóhannsson sem nú er tilnefndur til hinna virtu Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Í safni RÚV má finna fjölmörg viðtöl við hann sem hafa verið tekin gegnum tíðina. Viðtöl frá því áður en hann varð þekktur. Ég efast um að aðrir ljósvakamiðlar búi yfir slíkum fjársjóði. Fjársjóði sem er í eigu þjóðarinnar. Kæru þingmenn! Mikið myndi það gleðja mig ef þið, allir sem einn, mynduð skoða hvernig hefur farið fyrir þjóðum sem ekki eiga almannaútvarp, hafa aldrei átt eða glatað því. Ég ætla ekki að nefna þessar þjóðir, þið finnið út úr þessu. Jólaóskin mín er sú að RÚV fái að halda reisn sinni sem almannaútvarp svo allir hafi sama tækifæri til að njóta menntunar þess og menningar og við höldum áfram að eiga listamenn sem bera þjóðinni okkar fagurt vitni jafnt heima fyrir sem á erlendri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golden Globes Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið er 1966, hjarn yfir öllu og stjörnubjart. Afi og amma sitja hugfangin við útvarpstækið og hlusta á ítalska óperusöngvarann Caruso syngja. Amma þurrkar tár af hvarmi og þó ég sé bara fimm ára gæti ég þess vel að trufla þau ekki. Stundin er mögnuð. Mínar fyrstu minningar hverfast flestar um útvarp enda ætlaði ég að verða Ingibjörg Þorbergs þegar ég yrði stór. Ingibjörg sá um barnatímann og var mín helsta fyrirmynd utan fjölskyldunnar. Amma og afi höfðu ekki tækifæri til langrar skólagöngu en fáum hef ég kynnst sem hafa verið betur menntaðir. Þeirra háskóli var Rás 1 og síðar Sjónvarpið. Nutu menningar, lærðu um nýjustu undur í heimi vísinda og afi æpti og sló sér á lær í hita leiksins yfir fótboltalýsingum. Þau voru stolt framsóknarfólk og ég veit að þau yrðu sorgmædd yfir aðgerðum núverandi stjórnvalda. Þau skildu hlutverk almannaútvarps og vissu hve mikilvægt það er þegar kemur að sjálfsmynd þjóðar. Hartnær hálfri öld síðar bý ég í London, vinn sem verktaki fyrir RÚV og fæ fyrir tilstilli Sambíóanna einstakt tækifæri til að taka sjónvarpsviðtöl fyrir Djöflaeyjuna við frægustu kvikmyndaleikara heims. Á gömlu og virðulegu hóteli sit ég innan um sjónvarpsfólk víðsvegar að úr heiminum og eins og gengur berum við saman bækur okkar. Þeim finnst magnað að frá jafn fámennri þjóð og Íslandi komi heimsfrægir listamenn og spyrja mikið út í menningu landsins. Meðan á spjallinu stendur komumst við að því að kollegar mínir eru á allt að nífalt hærri launum fyrir þennan dag. Sama hvort þau koma frá Sviss, Írlandi, Ísrael eða Noregi. Ég er sú eina sem borga ferðakostnað úr eigin vasa, er ekki með síma á vegum vinnustaðarins né nokkur önnur hlunnindi. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að nú þegar ég er ekki lengur fastráðinn starfsmaður hef ég þörf fyrir að benda á að hjá RÚV starfar vinnulúið fólk fyrir afskaplega lág laun. Í nóvember árið 2008 var öllum gert að skrifa undir plagg þar sem viðkomandi samþykkti strípuð laun án greiðslu fyrir yfirvinnu þó vinnuálagið myndi aukast. Ef starfsmenn skrifuðu ekki undir var litið á það sem uppsögn. Næstu ár gerðum við okkar besta til að hlustendur yrðu sem minnst varir við breytingar. Nokkuð er síðan aftur var farið að greiða fyrir yfirvinnu en síðan hefur starfsmönnum fækkað mikið. Ég er full aðdáunar á fyrrum samstarfsmönnum mínum sem reyna af veikum mætti að halda dagskrá RÚV í horfinu, búa til frábæra þætti þó sífellt þurfi að skila meiri vinnu og það sé nánast orðið ógerlegt að vanda sig jafn mikið og nauðsynlegt er.Afdrifaríkar afleiðingar Það er ekki hægt að skera meira niður án þess að breytingarnar hafi afdrifaríkar afleiðingar. Eins og komið hefur fram borga Íslendingar nú þegar lægra útvarpsgjald en nágrannaþjóðir, auk þess sem RÚV fær aðeins hluta útvarpsgjaldsins. Listamenn á borð við Mugison og Skálmöld hafa bent á mikilvægi almannaútvarps; að þeir hefðu einfaldlega ekki náð eyrum þjóðarinnar án þess. Í framhaldi af því vil ég benda á menningarverðmæti í safni útvarpsins sem eru í mikilli hættu núna. Ef ekki væri fyrir RÚV þykir mér ólíklegt að til væru viðtöl við Björk og Sigur Rós að taka sín fyrstu skref. Nærtækasta dæmið er Jóhann Jóhannsson sem nú er tilnefndur til hinna virtu Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Í safni RÚV má finna fjölmörg viðtöl við hann sem hafa verið tekin gegnum tíðina. Viðtöl frá því áður en hann varð þekktur. Ég efast um að aðrir ljósvakamiðlar búi yfir slíkum fjársjóði. Fjársjóði sem er í eigu þjóðarinnar. Kæru þingmenn! Mikið myndi það gleðja mig ef þið, allir sem einn, mynduð skoða hvernig hefur farið fyrir þjóðum sem ekki eiga almannaútvarp, hafa aldrei átt eða glatað því. Ég ætla ekki að nefna þessar þjóðir, þið finnið út úr þessu. Jólaóskin mín er sú að RÚV fái að halda reisn sinni sem almannaútvarp svo allir hafi sama tækifæri til að njóta menntunar þess og menningar og við höldum áfram að eiga listamenn sem bera þjóðinni okkar fagurt vitni jafnt heima fyrir sem á erlendri grundu.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar