Ískaldir fingur djasspíanistans Jónas Sen skrifar 18. desember 2014 13:30 Hold "Lögin virka fyrst og fremst sem bakgrunnstónlist þegar maður vill hafa það huggulegt,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Hold Árni Karlsson tríó Mold Music Árni Karlsson er framúrskarandi djasspíanóleikari. Hann spilar hér ásamt Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Píanóleikurinn er tær, glitrandi og öruggur. Tímasetningar eru hárnákvæmar, tónahlaupin eru jöfn og óheft, áslátturinn mjúkur og þægilegur áheyrnar. Sömu sögu er að segja um kontrabassaleikinn, sem er skemmtilega líflegur. Trommuleikurinn er líka akkúrat, hóflega afslappaður og svalur. Öll tónlistin er eftir Árna og hún er einnig útsett af honum. Stemningin er ljúf, samspil hljóðfæraraddanna er fínlega ofið. Þar er hvergi neinu ofaukið, samhljómurinn samsvarar sér prýðilega. Laglínurnar sjálfar eru þó ekki beint grípandi. Fátt í tónlistinni er virkilega heillandi. Tónlistin er alltaf armslengd í burtu. Lögin virka fyrst og fremst sem bakgrunnstónlist þegar maður vill hafa það huggulegt. Hún er ekkert að trana sér fram, æpir ekki á athygli. Það er því ekki hægt að segja að hún risti djúpt. En stundum er svoleiðis músík engu að síður alveg bráðnauðsynleg.Niðurstaða: Áheyrileg, nokkuð kuldaleg djasstónlist, en góð til síns brúks. Gagnrýni Menning Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist: Hold Árni Karlsson tríó Mold Music Árni Karlsson er framúrskarandi djasspíanóleikari. Hann spilar hér ásamt Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Píanóleikurinn er tær, glitrandi og öruggur. Tímasetningar eru hárnákvæmar, tónahlaupin eru jöfn og óheft, áslátturinn mjúkur og þægilegur áheyrnar. Sömu sögu er að segja um kontrabassaleikinn, sem er skemmtilega líflegur. Trommuleikurinn er líka akkúrat, hóflega afslappaður og svalur. Öll tónlistin er eftir Árna og hún er einnig útsett af honum. Stemningin er ljúf, samspil hljóðfæraraddanna er fínlega ofið. Þar er hvergi neinu ofaukið, samhljómurinn samsvarar sér prýðilega. Laglínurnar sjálfar eru þó ekki beint grípandi. Fátt í tónlistinni er virkilega heillandi. Tónlistin er alltaf armslengd í burtu. Lögin virka fyrst og fremst sem bakgrunnstónlist þegar maður vill hafa það huggulegt. Hún er ekkert að trana sér fram, æpir ekki á athygli. Það er því ekki hægt að segja að hún risti djúpt. En stundum er svoleiðis músík engu að síður alveg bráðnauðsynleg.Niðurstaða: Áheyrileg, nokkuð kuldaleg djasstónlist, en góð til síns brúks.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira