Fimm konur í fyrsta sinn 23. desember 2014 07:00 Vísir Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 59. sinn í upphafi næsta árs en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Listinn er sögulegur að þessu sinni. Konunum á listanum fjölgar nefnilega um þrjár frá því í fyrra þegar þær voru aðeins tvær. Þetta er því metár fyrir konur á listanum sem hafa sex sinnum verið fjórar inni á topp tíu en eru nú í fyrsta sinn í sögunni jafnmargar og karlarnir.Sjá einnig: Þrjár hinna fjögurra fræknu vilja að konurnar berjist við karlana um titilinn Íþróttamaður ársins Sara Björk Gunnarsdóttir er eina konan sem er á listanum annað árið í röð en fimm af tíu íþróttamönnum á topp tíu í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru auk Söru þeir Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson. Tvær sundkonur eru á listanum að þessu sinni, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir, en það hefur ekki gerst í 45 ár eða síðan á listanum fyrir árið 1969. Eygló Ósk Gústafsdóttir er annar tveggja nýliða á topp tíu listanum en hinn er frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir. Sif Pálsdóttir er fyrsta fimleikakonan sem kemst inn á topp tíu listann fyrir bæði áhaldafimleika (2006) og hópfimleika (2014). Hún er jafnframt elsta fimleikakonan sem kemst í hóp tíu bestu íþróttamanna ársins en Sif er 27 ára. Hafdís Sigurðardóttir er fyrsti spretthlauparinn í fjórtán ár til að komast inn á topp tíu listann eða síðan Guðrún Arnardóttir var meðal tíu efstu árið 2000. Guðrún sérhæfði sig í 400 metra grindahlaupi og það þarf því að fara 30 ár aftur í tímann til að finna 100 og 200 metra hlaupara á listanum en Oddur Sigurðsson var meðal tíu efstu árið 1984. Jón Arnór Stefánsson er bæði elsti körfuboltamaðurinn sem hefur komist inn á topp tíu listann og fyrsti körfuboltamaðurinn sem nær því að vera meðal tíu efstu í níunda skiptið. Jón Arnór bætir nú met Þorsteins Hallgrímssonar sem var átta sinnum á topp tíu á sínum tíma. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í sjöunda sinn á ferlinum en hann er einn af þremur sem hafa hlotið sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, ríkjandi íþróttamaður ársins, og svo handboltamaðurinn Aron Pálmarsson sem var kosinn árið á undan. Aron er á topp tíu listanum fimmta árið í röð og sá eini sem hefur verið á listanum á öllum árum þessa áratugar. Jón Margeir Sverrisson er á topp tíu listanum í annað skiptið á þremur árum en aðeins tveir aðrir fatlaðir íþróttakarlar hafa komist tvisvar inn á topp tíu en það eru þeir Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) og Ólafur Eiríksson (1990 og 1992).Tilnefningar í flokki liðs ársins.VísirAuk þess að kjósa íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og karlalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Alfreð Gíslason, Heimir Hallgrímsson og Rúnar Páll Sigmundsson. Kjörinu á íþróttamanni ársins 2014 verður lýst í hófi í Gullhömrum í Grafarholti laugardaginn 3. janúar 2015 en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningar í flokki þjálfara ársins.VísirÍþróttamaður ársinsEfstu tíu sæti í stafrófsröð Aron Pálmarsson (handbolti) Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar íþróttir) Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) Sif Pálsdóttir (fimleikar) Lið ársinsEfstu þrjú sæti í stafrófsröð Knattspyrnulandslið karla Körfuknattleikslandslið karla Meistaraflokkur karla Stjörnunnar í knattspyrnu Þjálfari ársins Efstu þrjú sæti í stafrófsröð Alfreð Gíslason Heimir Hallgrímsson Rúnar Páll Sigmundsson Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 59. sinn í upphafi næsta árs en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Listinn er sögulegur að þessu sinni. Konunum á listanum fjölgar nefnilega um þrjár frá því í fyrra þegar þær voru aðeins tvær. Þetta er því metár fyrir konur á listanum sem hafa sex sinnum verið fjórar inni á topp tíu en eru nú í fyrsta sinn í sögunni jafnmargar og karlarnir.Sjá einnig: Þrjár hinna fjögurra fræknu vilja að konurnar berjist við karlana um titilinn Íþróttamaður ársins Sara Björk Gunnarsdóttir er eina konan sem er á listanum annað árið í röð en fimm af tíu íþróttamönnum á topp tíu í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru auk Söru þeir Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson. Tvær sundkonur eru á listanum að þessu sinni, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir, en það hefur ekki gerst í 45 ár eða síðan á listanum fyrir árið 1969. Eygló Ósk Gústafsdóttir er annar tveggja nýliða á topp tíu listanum en hinn er frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir. Sif Pálsdóttir er fyrsta fimleikakonan sem kemst inn á topp tíu listann fyrir bæði áhaldafimleika (2006) og hópfimleika (2014). Hún er jafnframt elsta fimleikakonan sem kemst í hóp tíu bestu íþróttamanna ársins en Sif er 27 ára. Hafdís Sigurðardóttir er fyrsti spretthlauparinn í fjórtán ár til að komast inn á topp tíu listann eða síðan Guðrún Arnardóttir var meðal tíu efstu árið 2000. Guðrún sérhæfði sig í 400 metra grindahlaupi og það þarf því að fara 30 ár aftur í tímann til að finna 100 og 200 metra hlaupara á listanum en Oddur Sigurðsson var meðal tíu efstu árið 1984. Jón Arnór Stefánsson er bæði elsti körfuboltamaðurinn sem hefur komist inn á topp tíu listann og fyrsti körfuboltamaðurinn sem nær því að vera meðal tíu efstu í níunda skiptið. Jón Arnór bætir nú met Þorsteins Hallgrímssonar sem var átta sinnum á topp tíu á sínum tíma. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í sjöunda sinn á ferlinum en hann er einn af þremur sem hafa hlotið sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, ríkjandi íþróttamaður ársins, og svo handboltamaðurinn Aron Pálmarsson sem var kosinn árið á undan. Aron er á topp tíu listanum fimmta árið í röð og sá eini sem hefur verið á listanum á öllum árum þessa áratugar. Jón Margeir Sverrisson er á topp tíu listanum í annað skiptið á þremur árum en aðeins tveir aðrir fatlaðir íþróttakarlar hafa komist tvisvar inn á topp tíu en það eru þeir Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) og Ólafur Eiríksson (1990 og 1992).Tilnefningar í flokki liðs ársins.VísirAuk þess að kjósa íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og karlalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Alfreð Gíslason, Heimir Hallgrímsson og Rúnar Páll Sigmundsson. Kjörinu á íþróttamanni ársins 2014 verður lýst í hófi í Gullhömrum í Grafarholti laugardaginn 3. janúar 2015 en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningar í flokki þjálfara ársins.VísirÍþróttamaður ársinsEfstu tíu sæti í stafrófsröð Aron Pálmarsson (handbolti) Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar íþróttir) Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) Sif Pálsdóttir (fimleikar) Lið ársinsEfstu þrjú sæti í stafrófsröð Knattspyrnulandslið karla Körfuknattleikslandslið karla Meistaraflokkur karla Stjörnunnar í knattspyrnu Þjálfari ársins Efstu þrjú sæti í stafrófsröð Alfreð Gíslason Heimir Hallgrímsson Rúnar Páll Sigmundsson
Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Sjá meira