Minningin lifir Kolbrún Baldursdóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Minningar eru ótrúlega stór hluti af lífi okkar þegar við förum að hugsa um það. Sérhvern dag birtast ljóslifandi í huga okkar alls konar minningar, góðar, slæmar, bjartar, dimmar eða litlausar. Minningarnar varða atburði, okkur sjálf og annað fólk. Sumar valda tilfinningalegu uppnámi, kalla fram gleði, sorg eða eru allt að áhrifalausar. Ótal atriði í daglega lífi okkar geta kallað fram minningar. Oft nægir að við finnum lykt og yfir okkur hellast minningar um eitthvað sem þessi ákveðna lykt framkallar. Neikvæðar minningar geta án nokkurrar viðvörunar valdið uppþoti í huga okkar og tilfinningalegri óreiðu. Að sama skapi getur minning um eitthvað jákvætt laðað fram bros, jafnvel hlátur og kátínu. Hver hefur ekki einhvern tímann skellihlegið með sjálfum sér þegar skemmtileg minning skýtur upp kollinum? Minningar geta á einni svipstundu hrifið okkur brott, farið með okkur langt aftur í tímann þannig að við gleymum stund og stað. Minningar snúast allt eins um okkur sjálf eins og aðra eða einhverja atburði. Við munum hvernig við brugðumst við ólíku áreiti og hvernig við komum fram við vissar aðstæður. Það eru einmitt minningarnar um hegðun og framkomu sem mig langar að veita sérstaka athygli nú í þessari grein. Minningarnar um að hafa greitt götu einhvers, liðsinnt eða aðstoðað eru skemmtilegar minningar sem ylja. En öll eigum við sennilega líka einhverjar neikvæðar minningar um okkur sjálf, um að hafa gert eitthvað eða sagt sem við erum ekki stolt af eða myndum gjarnan viljað hafa gert öðruvísi. Ansans ári hvað þær minningar geta lifað jafnvel þótt við margsegjum okkur að það hafi ekkert upp á sig að dvelja í fortíðinni, henni verður ekki breytt og nú sé best að sleppa takinu og allt þar fram eftir götu Minningin um að hafa verið strítt eða lagður í einelti geta lifað lengi með einstaklingnum. En minningar um að hafa meitt einhvern eru ekki síður þrautseigar. Þetta vita þeir fagaðilar sem vinna við að hjálpa fólki að byggja upp sjálfsmynd og sjálfsöryggi eftir að hafa verið beitt ofbeldi af einhverju tagi þ.á.m. lagðir í einelti. Þegar unnið er með þolanda eineltis verðum við að fá hann til að trúa að það er hægt að líða betur. Þolandi eineltis má aldrei að missa vonina. Það er rétt að sárin gróa seint, örin jafnvel aldrei, en það eru til aðferðir sem styrkja sjálfsmyndina og milda höfnunartilfinninguna.Jákvæð staðarmenning Þegar við segjum að sárin gróa seint og örin jafnvel aldrei þá erum við að tala um að minningin um eineltið lifir. Eins og óþekktarormar hinir mestu, dúkka þessar sáru minningarnar upp oft við hið minnsta tilefni, stundum við einhverjar aðstæður/kringumstæður, þegar mætt er einhverjum aðila sem tengist tímabilinu eða þegar mætt er gerandanum á förnum vegi og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30-40 ár. Á svipstundu getur hin sára minning um eineltið og höfnunartilfinningu sem því fylgir komið upp í hugann. En minningar um að hafa meitt einhvern valda oft ekki síður usla í sál gerandans þótt langt sé jafnvel um liðið. Sektarkennd vegna þess að hafa vísvitandi meitt eða sært einhvern er ekki góður lífsförunautur. Stríðni og einelti fyrirfinnst víða þar sem börn eða fullorðnir koma saman en vissulega í mismiklum mæli. Sé staðarmenning jákvæð, má gera því skóna að færri mál af þessu tagi komi upp eða nái að þrífast. Þess vegna þarf forvarnarboltanum að vera haldið á lofti allt árið um kring. Kjarni hans er umræða og fræðsla um góða samskiptahætti. Krafan er sú að öllum ber að koma vel fram við aðra, hvernig svo sem þeim kann að líka við manneskjuna. Í umhverfi þar sem börn eru í námi, íþróttum eða æskulýðsstörfum verða hinir fullorðnu að vera vakandi og grípa strax inn verði einhverjar uppákomur í samskiptum eða atvik. Að öðrum kosti er hætta á að slíkt geti vaxið og orðið að stærra og umfangsmeira máli. Mest um vert er að allar stofnanir og fyrirtæki hafi skýrar verklagsreglur í eineltismálum sem eru aðgengilegar á heimasíðu. Til dæmis með hvaða hætti er hægt að tilkynna mál, hverjir taka við þeim og hvernig er úrvinnslunni háttað? Loðin og óljós viðbrögð og flókið og óreiðukennt ferli er ávísun á að mál af þessu tagi geti orðið að martröð sem lifir í minningunni jafnvel árum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Minningar eru ótrúlega stór hluti af lífi okkar þegar við förum að hugsa um það. Sérhvern dag birtast ljóslifandi í huga okkar alls konar minningar, góðar, slæmar, bjartar, dimmar eða litlausar. Minningarnar varða atburði, okkur sjálf og annað fólk. Sumar valda tilfinningalegu uppnámi, kalla fram gleði, sorg eða eru allt að áhrifalausar. Ótal atriði í daglega lífi okkar geta kallað fram minningar. Oft nægir að við finnum lykt og yfir okkur hellast minningar um eitthvað sem þessi ákveðna lykt framkallar. Neikvæðar minningar geta án nokkurrar viðvörunar valdið uppþoti í huga okkar og tilfinningalegri óreiðu. Að sama skapi getur minning um eitthvað jákvætt laðað fram bros, jafnvel hlátur og kátínu. Hver hefur ekki einhvern tímann skellihlegið með sjálfum sér þegar skemmtileg minning skýtur upp kollinum? Minningar geta á einni svipstundu hrifið okkur brott, farið með okkur langt aftur í tímann þannig að við gleymum stund og stað. Minningar snúast allt eins um okkur sjálf eins og aðra eða einhverja atburði. Við munum hvernig við brugðumst við ólíku áreiti og hvernig við komum fram við vissar aðstæður. Það eru einmitt minningarnar um hegðun og framkomu sem mig langar að veita sérstaka athygli nú í þessari grein. Minningarnar um að hafa greitt götu einhvers, liðsinnt eða aðstoðað eru skemmtilegar minningar sem ylja. En öll eigum við sennilega líka einhverjar neikvæðar minningar um okkur sjálf, um að hafa gert eitthvað eða sagt sem við erum ekki stolt af eða myndum gjarnan viljað hafa gert öðruvísi. Ansans ári hvað þær minningar geta lifað jafnvel þótt við margsegjum okkur að það hafi ekkert upp á sig að dvelja í fortíðinni, henni verður ekki breytt og nú sé best að sleppa takinu og allt þar fram eftir götu Minningin um að hafa verið strítt eða lagður í einelti geta lifað lengi með einstaklingnum. En minningar um að hafa meitt einhvern eru ekki síður þrautseigar. Þetta vita þeir fagaðilar sem vinna við að hjálpa fólki að byggja upp sjálfsmynd og sjálfsöryggi eftir að hafa verið beitt ofbeldi af einhverju tagi þ.á.m. lagðir í einelti. Þegar unnið er með þolanda eineltis verðum við að fá hann til að trúa að það er hægt að líða betur. Þolandi eineltis má aldrei að missa vonina. Það er rétt að sárin gróa seint, örin jafnvel aldrei, en það eru til aðferðir sem styrkja sjálfsmyndina og milda höfnunartilfinninguna.Jákvæð staðarmenning Þegar við segjum að sárin gróa seint og örin jafnvel aldrei þá erum við að tala um að minningin um eineltið lifir. Eins og óþekktarormar hinir mestu, dúkka þessar sáru minningarnar upp oft við hið minnsta tilefni, stundum við einhverjar aðstæður/kringumstæður, þegar mætt er einhverjum aðila sem tengist tímabilinu eða þegar mætt er gerandanum á förnum vegi og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30-40 ár. Á svipstundu getur hin sára minning um eineltið og höfnunartilfinningu sem því fylgir komið upp í hugann. En minningar um að hafa meitt einhvern valda oft ekki síður usla í sál gerandans þótt langt sé jafnvel um liðið. Sektarkennd vegna þess að hafa vísvitandi meitt eða sært einhvern er ekki góður lífsförunautur. Stríðni og einelti fyrirfinnst víða þar sem börn eða fullorðnir koma saman en vissulega í mismiklum mæli. Sé staðarmenning jákvæð, má gera því skóna að færri mál af þessu tagi komi upp eða nái að þrífast. Þess vegna þarf forvarnarboltanum að vera haldið á lofti allt árið um kring. Kjarni hans er umræða og fræðsla um góða samskiptahætti. Krafan er sú að öllum ber að koma vel fram við aðra, hvernig svo sem þeim kann að líka við manneskjuna. Í umhverfi þar sem börn eru í námi, íþróttum eða æskulýðsstörfum verða hinir fullorðnu að vera vakandi og grípa strax inn verði einhverjar uppákomur í samskiptum eða atvik. Að öðrum kosti er hætta á að slíkt geti vaxið og orðið að stærra og umfangsmeira máli. Mest um vert er að allar stofnanir og fyrirtæki hafi skýrar verklagsreglur í eineltismálum sem eru aðgengilegar á heimasíðu. Til dæmis með hvaða hætti er hægt að tilkynna mál, hverjir taka við þeim og hvernig er úrvinnslunni háttað? Loðin og óljós viðbrögð og flókið og óreiðukennt ferli er ávísun á að mál af þessu tagi geti orðið að martröð sem lifir í minningunni jafnvel árum saman.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun