Netflix má takmarka sölu á vöru sinni og þjónustu samkvæmt reglum ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 11:55 Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða Steingrímssonar, lögmanns. Vísir Fróði Steingrímsson, lögmaður, segir að það sé ekki rétt hjá Jóni Þóri Ólafssyni, þingmanni Pírata, að Íslendingar geti keypt þjónustu Netflix á grundvelli reglna Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa vöru og þjónustu. Í viðtali við Vísi um málið síðastliðinn sunnudag vísaði Jón Þór í dóm Evrópudómstólsins sem úrskurðaði árið 2011 að einkaréttur til sjónvarpsútsendinga í ákveðnu landi gengi gegn grunnreglum ESB. Þess vegna væri löglegt fyrir Íslendinga að horfa á Netflix í gegnum Evrópulönd þar sem Netflix byði upp á þjónustu sína. Fróði segir þetta ekki rétt. „Niðurstaða Evrópudómstólsins í máli breska barsins hefur verið oftúlkuð af mörgum, einmitt með sama hætti og Jón Þór gerir. Með dómnum var fyrst og fremst talið að bresk löggjöf sem bannaði innflutning á afruglurum frá Grikklandi, á grundvelli verndar höfundarréttinda, bryti gegn grunnreglu ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarríkja,“ segir Fróði og bætir við að ekki sé hægt að bera saman beina útsendingu frá fótboltaleik og bíómyndir og sjónvarpsþætti í skilningi höfundaréttarins. „Evrópudómstóllinn byggði á því að fótboltaleikir sem slíkir uppfylla ekki skilyrði höfundarréttarins til að teljast verk. Hins vegar taldi dómstóllinn að allir aðrir þættir útsendingar frá slíkum viðburði, til dæmis öll lógó, innslög, tónlistarstef og þess háttar, væri háð höfundarrétti. Þetta er auðvitað það sem bindur útsendingar saman eins og fótboltaleikir eru sendir út í dag.“ Fróði segir að það sé sérstaklega tekið fram í niðurstöðu dómsins að það sé heimilt samkvæmt ESB að takmarka verk við tiltekið aðildarríki og sú heimild sé viðurkennd innan höfundarréttarins, bæði í löggjöf ESB og íslenskri löggjöf. Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er því lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða. „Það gilda einfaldlega aðrar reglur um rafræna dreifingu á verkum sem varin eru höfundarrétti heldur en dreifingu og sölu á fýsískum eintökum. Það er grundvallaratriði og það sem skiptir mestu máli þegar verið er að tala um Netflix, og önnur slík fyrirtæki, í þessu samhengi.“ Netflix Tengdar fréttir Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46 Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16 Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Fróði Steingrímsson, lögmaður, segir að það sé ekki rétt hjá Jóni Þóri Ólafssyni, þingmanni Pírata, að Íslendingar geti keypt þjónustu Netflix á grundvelli reglna Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa vöru og þjónustu. Í viðtali við Vísi um málið síðastliðinn sunnudag vísaði Jón Þór í dóm Evrópudómstólsins sem úrskurðaði árið 2011 að einkaréttur til sjónvarpsútsendinga í ákveðnu landi gengi gegn grunnreglum ESB. Þess vegna væri löglegt fyrir Íslendinga að horfa á Netflix í gegnum Evrópulönd þar sem Netflix byði upp á þjónustu sína. Fróði segir þetta ekki rétt. „Niðurstaða Evrópudómstólsins í máli breska barsins hefur verið oftúlkuð af mörgum, einmitt með sama hætti og Jón Þór gerir. Með dómnum var fyrst og fremst talið að bresk löggjöf sem bannaði innflutning á afruglurum frá Grikklandi, á grundvelli verndar höfundarréttinda, bryti gegn grunnreglu ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarríkja,“ segir Fróði og bætir við að ekki sé hægt að bera saman beina útsendingu frá fótboltaleik og bíómyndir og sjónvarpsþætti í skilningi höfundaréttarins. „Evrópudómstóllinn byggði á því að fótboltaleikir sem slíkir uppfylla ekki skilyrði höfundarréttarins til að teljast verk. Hins vegar taldi dómstóllinn að allir aðrir þættir útsendingar frá slíkum viðburði, til dæmis öll lógó, innslög, tónlistarstef og þess háttar, væri háð höfundarrétti. Þetta er auðvitað það sem bindur útsendingar saman eins og fótboltaleikir eru sendir út í dag.“ Fróði segir að það sé sérstaklega tekið fram í niðurstöðu dómsins að það sé heimilt samkvæmt ESB að takmarka verk við tiltekið aðildarríki og sú heimild sé viðurkennd innan höfundarréttarins, bæði í löggjöf ESB og íslenskri löggjöf. Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er því lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða. „Það gilda einfaldlega aðrar reglur um rafræna dreifingu á verkum sem varin eru höfundarrétti heldur en dreifingu og sölu á fýsískum eintökum. Það er grundvallaratriði og það sem skiptir mestu máli þegar verið er að tala um Netflix, og önnur slík fyrirtæki, í þessu samhengi.“
Netflix Tengdar fréttir Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46 Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16 Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46
Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16
Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39
Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00