Matthew svaf Knútsmegin í rúminu hennar Önnu á Hofi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 10:15 Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39
Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30
Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30
Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31
Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43