Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2015 20:35 Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Guðmundsson. Vísir/Daníel Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld. Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld.
Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira