Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2015 20:35 Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Guðmundsson. Vísir/Daníel Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld. Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld.
Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira