Gunnar: Gagnrýnendur MMA þurfa að setja tilfinningarnar til hliðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2015 11:30 Gunnar var mikið í sviðsljósi fjölmiðla árið 2014. Vísir/Getty Eins og áður hefur komið fram var Gunnar Nelson valinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis. Fréttir af Gunnari voru einnig áberandi á lista Vísis yfir 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins en sjálfur segir Gunnar að hann hafi orðið var við mikinn áhuga á sér og sinni íþrótt. „Maður tekur stöðugt eftir því hversu áhuginn er mikill hjá Íslendingum,“ segir Gunnar í samtali við Vísi en hann var vitaskuld þakklátur lesendum Vísis fyrir kosninguna.Sjá einnig: Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis „Áhuginn er að vaxa og hann hefur gert það á miklum hraða. Mér fannst áhorf á íþróttina og áhuginn í samfélaginu fara upp á annað stig á árinu. Maður fann að fólk var farið að kynna sér íþróttina betur, hafa vit á henni og fylgjast betur - ekki bara því sem ég var að gera.“ „Það fannst mér afar skemmtilegt að sjá og tel að það sé byrjunin á einhverju stóru,“ segir Gunnar.„Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Vísir/GettyGagnrýnisraddir voru þó einnig áberandi á árinu en Gunnar segir að í langflestum tilfellum eigi þær rétt á sér. „Mér finnst fínt að fólk segi sína skoðun og það er óumflýjanlegt,“ segir hann en bætir við: „Mikið af því sem ég hef séð er komið frá fólki sem þekkir ekki íþróttina og horfir á hana með óreyndum augum. Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Sjá einnig: Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina „Það er kannski eðlilegt en menn verða engu að síður að setja tilfinningar sínar til hliðar ef tilgangurinn er að rýna í og koma fram með skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Það er að minnsta kosti mitt álit.“ „Ég held að margt af því sem er sagt er sagt í flýti. En að sama skapi verða ummælin til þess að það er hægt að koma með góð svör á móti og mennta fólk aðeins betur í þessum fræðum. Það er jákvætt að það sé hægt að svara gagnrýninni þó svo að það sé alltaf leiðinlegt að hlusta þegar svona þvæla kemur upp.“Gunnar með Haraldi, föður sínum og umboðsmanni.Vísir/Friðrik ÞórGunnar stefnir á að berjast snemma á nýju ári - seint í febrúar eða í byrjun mars - þó svo að ekkert liggi fyrir um staðsetningu bardagans eða andstæðing. Hann segir ekki ólíklegt að hann muni berjast í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn á ferlinum. „Það er þó ekkert öðruvísi að keppa þar en í öðrum borgum,“ segir Gunnar. „Las Vegas er vissulega mekka fyrir íþróttina og á sér stað í hjartarótum manna sem hafa fylgst með UFC frá upphafi. En í dag eru stærstu „show-in“ ekkert í Vegas.“Sjá einnig: 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi „Auðvitað er gaman fyrir menn að koma til borgar eins og Las Vegas en fyrir íþróttamanninn skiptir það ekki öllu máli að keppa þar. Ég hef svo gaman að því að koma á nýja staði og keppa og væri líka spenntur fyrir því að fara til Japan og jafnvel Brasilíu í framtíðinni.“ Hann mun þó áfram búa á Íslandi. „Það er að minnsta kosti stefnan. Ég mun áfram fara út í æfinga- og keppnisferðir en verð áfram búsettur hér.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram var Gunnar Nelson valinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis. Fréttir af Gunnari voru einnig áberandi á lista Vísis yfir 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins en sjálfur segir Gunnar að hann hafi orðið var við mikinn áhuga á sér og sinni íþrótt. „Maður tekur stöðugt eftir því hversu áhuginn er mikill hjá Íslendingum,“ segir Gunnar í samtali við Vísi en hann var vitaskuld þakklátur lesendum Vísis fyrir kosninguna.Sjá einnig: Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis „Áhuginn er að vaxa og hann hefur gert það á miklum hraða. Mér fannst áhorf á íþróttina og áhuginn í samfélaginu fara upp á annað stig á árinu. Maður fann að fólk var farið að kynna sér íþróttina betur, hafa vit á henni og fylgjast betur - ekki bara því sem ég var að gera.“ „Það fannst mér afar skemmtilegt að sjá og tel að það sé byrjunin á einhverju stóru,“ segir Gunnar.„Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Vísir/GettyGagnrýnisraddir voru þó einnig áberandi á árinu en Gunnar segir að í langflestum tilfellum eigi þær rétt á sér. „Mér finnst fínt að fólk segi sína skoðun og það er óumflýjanlegt,“ segir hann en bætir við: „Mikið af því sem ég hef séð er komið frá fólki sem þekkir ekki íþróttina og horfir á hana með óreyndum augum. Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Sjá einnig: Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina „Það er kannski eðlilegt en menn verða engu að síður að setja tilfinningar sínar til hliðar ef tilgangurinn er að rýna í og koma fram með skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Það er að minnsta kosti mitt álit.“ „Ég held að margt af því sem er sagt er sagt í flýti. En að sama skapi verða ummælin til þess að það er hægt að koma með góð svör á móti og mennta fólk aðeins betur í þessum fræðum. Það er jákvætt að það sé hægt að svara gagnrýninni þó svo að það sé alltaf leiðinlegt að hlusta þegar svona þvæla kemur upp.“Gunnar með Haraldi, föður sínum og umboðsmanni.Vísir/Friðrik ÞórGunnar stefnir á að berjast snemma á nýju ári - seint í febrúar eða í byrjun mars - þó svo að ekkert liggi fyrir um staðsetningu bardagans eða andstæðing. Hann segir ekki ólíklegt að hann muni berjast í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn á ferlinum. „Það er þó ekkert öðruvísi að keppa þar en í öðrum borgum,“ segir Gunnar. „Las Vegas er vissulega mekka fyrir íþróttina og á sér stað í hjartarótum manna sem hafa fylgst með UFC frá upphafi. En í dag eru stærstu „show-in“ ekkert í Vegas.“Sjá einnig: 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi „Auðvitað er gaman fyrir menn að koma til borgar eins og Las Vegas en fyrir íþróttamanninn skiptir það ekki öllu máli að keppa þar. Ég hef svo gaman að því að koma á nýja staði og keppa og væri líka spenntur fyrir því að fara til Japan og jafnvel Brasilíu í framtíðinni.“ Hann mun þó áfram búa á Íslandi. „Það er að minnsta kosti stefnan. Ég mun áfram fara út í æfinga- og keppnisferðir en verð áfram búsettur hér.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn