20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2015 20:30 Mörg áhugaverð mál voru í fréttum á nýliðnu ári. Vísir Gunnar Nelson var áberandi í þeim 20 fréttum sem voru mest lesnar á íþróttavef Vísis á nýliðnu ári. Fréttir af honum skipa þrjú efstu sætin og fimm af tíu efstu. Í fjórða sæti er frétt af tryllingskasti FH-ingsins Kassim Doumbia sem átti eitthvað ósagt við dómara leiks liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla í sumar. Viðtal við Mist Edvadsdóttur er svo í fimmta sæti en þessi unga knattspyrnukona greindist með krabbamein í eitlum á árinu. Meðal annarra frétta sem fóru hátt á árinu má nefna ótrúleg samskipti þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Talant Dujshebaev eftir leik Rhein-Neckar Löwen og Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta, frásögn Guðlaugs Victors Pálssonar af baráttu sinni við þunglyndi, slysið á Þórsvelli á Akureyri þar sem FH-ingur var hætt kominn eftir að hafa dottið úr stúkunni, hrakfarir Ray Rice í NFL-deildinni og mistök Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum þjálfara ÍBV, á Facebook.Mest lesnu íþróttafréttirnar á Vísi 2014:Gunnar berst við Rick Story í Stokkhólmi.Vísir/Getty1. Í beinni: Gunnar Nelson mætir Rick Story Bein textalýsing frá viðureign Gunnars gegn Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi. Gunnar tapaði heldur óvænt sínum fyrsta MMA-bardaga þetta kvöld.2. Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars.3. Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu Gunnar hafði betur gegn Zak Cummings í Dublin í júlí en hér má sjá upptöku af bardaganum.Vísir/Andri Marinó4. Doumbia trylltist eftir leik Varnarmaðurinn Kassim Doumbia missti stjórn á skapinu eftir að Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka í Kaplakrika.5. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð.6. Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Bardagakappinn Gunnar Nelson fékk 50 þúsund dali í verðlaun fyrir frammistöðu kvöldsins í UFC-bardaga sínum gegn Omari Akhmedov í London.Vísir/Getty7. Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Ruðningskappinn Ray Rice sést rota þáverandi unnustu sína Janay Palmer á myndbandi sem birtist á vefsíðu TMZ.Vísir8. Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað.9. Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Gunnar Nelson er enn ósigraður í UFC-bardagadeildinni eftir sigur á Omari Akhmedov frá Rússlandi í fyrstu lotu í bardaga þeirra í kvöld.10. „Gat ekki hugsað mér að lifa svona lengur“ Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er á batavegi í dag og líður vel eftir að hafa sokkið djúpt í dimman dal þynglyndis og íhugað sjálfsvíg þegar útlitið var verst.11. Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Hann var vægast sagt skrautlegur, blaðamannafundurinn eftir leik pólska liðsins Kielce og þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær.Vísir12. Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH.13. Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur „Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti.14. Af hverju skipti Louis van Gaal um markvörð? Holland er komið í undanúrslit á HM í í knattspyrnu í Brasilíu eftir dramatískan sigur á spútnikliði Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í kvöld.Vísir15. Skilaboðin fóru fyrir allra augu á Facebook Sigurður Ragnar Eyjólfsson birti í gærkvöldi skilaboð á Facebook-síðu sinni sem áttu bersýnilega aðeins að rata til leikmanna hans hjá ÍBV.16. Dómurunum haldið í tvo tíma eftir leik Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að ástandið eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla hafi verið alvarlegt.17. Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg „Þetta var eins furðulegt slys og þau verða,“ segir Andri Daði Aðalsteinsson, stuðningsmaður FH, í samtali við Vísi um atvikið á Þórsvellinum í gær þar sem stuðningsmaður Hafnafjarðarliðsins féll niður úr stúkunni og lenti á andlitinu.Vísir18. „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet.19. Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að árásin á sig í miðbæ Reykjavíkur um helgina hafi verið tilefnislaus.20. Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti Íslenski boltinn Handbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2015 í Katar MMA NFL Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sjá meira
Gunnar Nelson var áberandi í þeim 20 fréttum sem voru mest lesnar á íþróttavef Vísis á nýliðnu ári. Fréttir af honum skipa þrjú efstu sætin og fimm af tíu efstu. Í fjórða sæti er frétt af tryllingskasti FH-ingsins Kassim Doumbia sem átti eitthvað ósagt við dómara leiks liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla í sumar. Viðtal við Mist Edvadsdóttur er svo í fimmta sæti en þessi unga knattspyrnukona greindist með krabbamein í eitlum á árinu. Meðal annarra frétta sem fóru hátt á árinu má nefna ótrúleg samskipti þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Talant Dujshebaev eftir leik Rhein-Neckar Löwen og Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta, frásögn Guðlaugs Victors Pálssonar af baráttu sinni við þunglyndi, slysið á Þórsvelli á Akureyri þar sem FH-ingur var hætt kominn eftir að hafa dottið úr stúkunni, hrakfarir Ray Rice í NFL-deildinni og mistök Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum þjálfara ÍBV, á Facebook.Mest lesnu íþróttafréttirnar á Vísi 2014:Gunnar berst við Rick Story í Stokkhólmi.Vísir/Getty1. Í beinni: Gunnar Nelson mætir Rick Story Bein textalýsing frá viðureign Gunnars gegn Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi. Gunnar tapaði heldur óvænt sínum fyrsta MMA-bardaga þetta kvöld.2. Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars.3. Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu Gunnar hafði betur gegn Zak Cummings í Dublin í júlí en hér má sjá upptöku af bardaganum.Vísir/Andri Marinó4. Doumbia trylltist eftir leik Varnarmaðurinn Kassim Doumbia missti stjórn á skapinu eftir að Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka í Kaplakrika.5. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð.6. Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Bardagakappinn Gunnar Nelson fékk 50 þúsund dali í verðlaun fyrir frammistöðu kvöldsins í UFC-bardaga sínum gegn Omari Akhmedov í London.Vísir/Getty7. Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Ruðningskappinn Ray Rice sést rota þáverandi unnustu sína Janay Palmer á myndbandi sem birtist á vefsíðu TMZ.Vísir8. Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað.9. Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Gunnar Nelson er enn ósigraður í UFC-bardagadeildinni eftir sigur á Omari Akhmedov frá Rússlandi í fyrstu lotu í bardaga þeirra í kvöld.10. „Gat ekki hugsað mér að lifa svona lengur“ Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er á batavegi í dag og líður vel eftir að hafa sokkið djúpt í dimman dal þynglyndis og íhugað sjálfsvíg þegar útlitið var verst.11. Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Hann var vægast sagt skrautlegur, blaðamannafundurinn eftir leik pólska liðsins Kielce og þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær.Vísir12. Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH.13. Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur „Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti.14. Af hverju skipti Louis van Gaal um markvörð? Holland er komið í undanúrslit á HM í í knattspyrnu í Brasilíu eftir dramatískan sigur á spútnikliði Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í kvöld.Vísir15. Skilaboðin fóru fyrir allra augu á Facebook Sigurður Ragnar Eyjólfsson birti í gærkvöldi skilaboð á Facebook-síðu sinni sem áttu bersýnilega aðeins að rata til leikmanna hans hjá ÍBV.16. Dómurunum haldið í tvo tíma eftir leik Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að ástandið eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla hafi verið alvarlegt.17. Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg „Þetta var eins furðulegt slys og þau verða,“ segir Andri Daði Aðalsteinsson, stuðningsmaður FH, í samtali við Vísi um atvikið á Þórsvellinum í gær þar sem stuðningsmaður Hafnafjarðarliðsins féll niður úr stúkunni og lenti á andlitinu.Vísir18. „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet.19. Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að árásin á sig í miðbæ Reykjavíkur um helgina hafi verið tilefnislaus.20. Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.
Fótbolti Íslenski boltinn Handbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2015 í Katar MMA NFL Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sjá meira