Stjarnan og danska félagið Fredericia eru við það að ljúka samkomulagi um kaup Garðabæjarliðsins á danska framherjanum Jeppe Hansen en þetta kemur fram á heimsíðu Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar.
Jeppe Hansen mun semja við Stjörnuna til tveggja ára um leið og hann hefur staðist læknisskoðun. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar sem sáu á eftir landa hans Rolf Toft til Víkinga.
Jeppe Hansen skorðai sex mörk í níu leikjum með Stjörnunni í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en hann fór frá liðinu 3. júlí. Hansen skoraði meðal annars fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum og tvö mörk í lokaleiknum sem var á móti Fram á Laugardalsvellinum.
„Líkt og flestir Stjörnumenn muna, spilaði Jeppe fyrri hluta tímabils með okkur Stjörnumönnum síðasta sumar og stóð sig með ágætum. Við Skeiðungar bjóðum Jeppe hjartanlega velkominn aftur í Garðabæ!," segir í fréttinni á silfurskeid.in.
Jeppe Hansen er annar gamall leikmaður Stjörnunnar sem snýr aftur „heim" í Garðabæinn en áður hafði Halldór Orri Björnsson komið til baka úr atvinnumennsku í Svíþjóð.
Jeppe Hansen spilar aftur með Stjörnunni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn


Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Íslenski boltinn

Saka ekki alvarlega meiddur
Enski boltinn

Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn
