Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 15:02 André Onana spilar á morgun en Joshua Zirkzee spilar ekki aftur fyrr en á næstu leiktíð. Getty/Malcolm Couzens Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að André Onana yrði í marki United í leiknum mikilvæga við Lyon annað kvöld. Onana var ekki í leikmannahópi United í 4-1 tapinu gegn Newcastle um helgina, eftir að hafa gerst sekur um skelfileg mistök í 2-2 jafnteflinu við Lyon í Frakklandi í síðustu viku. United tekur á móti Lyon á morgun í seinni leik liðanna og getur með sigri komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar; skrefi nær sigri í keppninni og um leið dýrmætu sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Onana spilar á morgun,“ staðfesti Amorim á fundinum í dag, eftir að hafa látið Tyrkjann Altay Bayindir spila leikinn við Newcastle um helgina. 🗣️ "Onana will play tomorrow!"Ruben Amorim confirms who will be in goal for Manchester United tomorrow against Lyon 🔴 pic.twitter.com/UB9oR0Ngur— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 16, 2025 Amorim staðfesti einnig að hollenski framherjinn Joshua Zirkzee myndi ekki spila meira með United á þessari leiktíð. Zirkzee meiddist í læri í tapinu gegn Newcastle. BREAKING! Ruben Amorim has confirmed forward Joshua Zirkzee will miss the remainder of the season due to a hamstring injury. pic.twitter.com/DiP12Oa5At— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2025 „Hann spilar ekki meira á leiktíðinni, við skulum undirbúa hann fyrir þá næstu. Það er erfitt að kynjga þessu. Hann var að bæta sig í öllum hliðum leiksins. Svona lagað er erfitt fyrir alla leikmenn en hann verður að vera klár í það að jafna sig,“ sagði Amorim. Það kemur því til með að mæða enn meira á Rasmus Höjlund á lokakafla leiktíðarinnar en þeir Chido Obi-Martin eru núna einu framherjarnir í leikmannahópi United. Höjlund hefur skorað átta mörk í 41 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð en hinn 17 ára Obi-Martin bíður þess að skora sitt fyrsta mark. Amorim sagði einnig frá því að Amad Diallo yrði væntanlega ekki orðinn klár í slaginn með United í þessum mánuði en að vonandi gæti hann spilað í allra síðustu leikjum tímabilsins, í maí. Leikur United og Lyon er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun og hefst hann klukkan 19. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Onana var ekki í leikmannahópi United í 4-1 tapinu gegn Newcastle um helgina, eftir að hafa gerst sekur um skelfileg mistök í 2-2 jafnteflinu við Lyon í Frakklandi í síðustu viku. United tekur á móti Lyon á morgun í seinni leik liðanna og getur með sigri komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar; skrefi nær sigri í keppninni og um leið dýrmætu sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Onana spilar á morgun,“ staðfesti Amorim á fundinum í dag, eftir að hafa látið Tyrkjann Altay Bayindir spila leikinn við Newcastle um helgina. 🗣️ "Onana will play tomorrow!"Ruben Amorim confirms who will be in goal for Manchester United tomorrow against Lyon 🔴 pic.twitter.com/UB9oR0Ngur— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 16, 2025 Amorim staðfesti einnig að hollenski framherjinn Joshua Zirkzee myndi ekki spila meira með United á þessari leiktíð. Zirkzee meiddist í læri í tapinu gegn Newcastle. BREAKING! Ruben Amorim has confirmed forward Joshua Zirkzee will miss the remainder of the season due to a hamstring injury. pic.twitter.com/DiP12Oa5At— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2025 „Hann spilar ekki meira á leiktíðinni, við skulum undirbúa hann fyrir þá næstu. Það er erfitt að kynjga þessu. Hann var að bæta sig í öllum hliðum leiksins. Svona lagað er erfitt fyrir alla leikmenn en hann verður að vera klár í það að jafna sig,“ sagði Amorim. Það kemur því til með að mæða enn meira á Rasmus Höjlund á lokakafla leiktíðarinnar en þeir Chido Obi-Martin eru núna einu framherjarnir í leikmannahópi United. Höjlund hefur skorað átta mörk í 41 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð en hinn 17 ára Obi-Martin bíður þess að skora sitt fyrsta mark. Amorim sagði einnig frá því að Amad Diallo yrði væntanlega ekki orðinn klár í slaginn með United í þessum mánuði en að vonandi gæti hann spilað í allra síðustu leikjum tímabilsins, í maí. Leikur United og Lyon er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun og hefst hann klukkan 19.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira